Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 32
27. október 2012 LAUGARDAGUR32 Í Reykjavíkurnóttum er sjónum beint að fyrstu árum Erlendar Sveinssonar í lögreglunni um miðjan 8. áratuginn. Þetta er sextánda bók Arnaldar Indriða sonar, þar af sú tólfta um Erlend og rannsóknarteymi hans. Fyrri bækurnar gerast á árunum 1998-2005 en í þeim er jafnan flakkað aftur í tíma og með hverri bók fæst æ skýrari mynd af ævi rannsóknar- lögreglumannsins einræna. Hér verð- ur staldrað við helstu bautasteinana í ævi Erlendar. Ráðið í lífsgátu lögreglumanns Bækur um Erlend og félaga Synir duftsins 1997 Dauðarósir 1998 Mýrin 2000 Grafarþögn 2001 Röddin 2002 Kleifarvatn 2004 Vetrarborgin 2005 Harðskafi 2007 Myrká* 2008 Svörtuloft* 2009 Furðustrandir 2010 *Hér eru Sigurður Óli og Elínborg í aðalhlutverkum en Erlendur fjarri góðu gamni. Aðrar bækur Arnaldar Napóleonsskjölin 1999 Bettý 2003 Konungsbók 2006 Einvígið 2011 Í greininni leynast hugsanlega upplýsingar sem gætu spillt fyrir þeim sem eiga eftir að lesa bækur Arnaldar og vilja láta koma sér á óvart. Erlendur Sveinsson snýr aftur í Reykjavíkurnóttum, 16. skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Bergsteinn Sigurðs- son og Halldór Baldursson teiknari bregða upp mynd af rannsóknarlögreglumanninum og lífshlaupi hans. Í bókum Arnaldar er Erlendi lýst sem stórvöxnum manni, sterklega byggðum en ekki feitlögnum, með mórauðan hárlubba og þykkar auga- brúnir og sterklegar tennur sem koma stundum í ljós undan blóð- litlum vörum. Hann er vöðvamikill og handleggjalangur og hnefarnir risastórir. Hann æfði áður hnefa- leika með góðum árangri og hefur haldið sér sér í ágætri þjálfun og viðbrögðin voru enn þá í góðu lagi. Hann er örvhentur. Erlendur er oft brúnaþungur og hvefsinn í skapi. Hann er kæru- leysis legur í klæðaburði og fylgir ekki tískustraumum. Í Dauða rósum er hann sagður ganga ávallt með hatt og að uppáhaldshöfuðfatið sé gráleitur Battersby-hattur (en í öðrum bókum virðist hatturinn horfinn). ■ BRÚNAÞUNGUR BOXARI ■ BÆKUR ARNALDAR UM ERLEND SVEINSSON OG FÉLAGA 1946 Erlendur Sveinsson fæðist á Eskifirði, sonur Sveins Erlendssonar og Áslaugar Bergsdóttur, ábúenda á bænum Bakkaselshjáleigu innst inn í Eskifirði. (Bærinn virðist vera tilbúningur.) Fjölskyldan býr við fábrotið sveitalíf og hefur ekki mikið á milli handanna, en ásamt búskap stundar Sveinn kennslu á Eskifirði og Áslaug drýgir tekjurnar meðal annars með vinnu í fiski. Erlendur og yngri bróðir hans, Bergur, búa við gott atlæti. 1956 Bergur verður úti þegar hann lendir í óveðri ásamt bróður sínum og föður við smölun á fjallinu Harðskafa á Eskifjarðarheiði. Erlendur bjargast á elleftu stundu en finnst hann bera ábyrgð á dauða bróður síns og sektarkenndin nagar hann. Mál manna í sveitinni er að upp frá þessu hafi hann þótt „einrænn og daufur“. Faðir Erlendar glímir við þunglyndi eftir andlát sonar síns. 1958 Fjölskyldan bregður búi, flytur til Reykjavíkur og kemur sér fyrir í litlu húsi, sem áður var baðhús breskra hermanna. Borgarlífið á ekki vel við föður Erlendar sem er veikur fyrir hjarta og deyr fljótlega eftir komuna suður. Móðir hans vinnur í fiski. Erlendur sinnir henni af ræktarsemi þar til hún deyr um sextugt. 1972 Erlendur hættir í skóla eftir landspróf, þar sem hann féll, og hefur síðan fengist við ýmis störf, svo sem byggingarvinnu og sjómennsku. Þetta ár sækir hann um vinnu hjá lög- reglunni eftir að hafa séð auglýst eftir mannskap. Hann byrjar í umferðarlögreglunni. 1973 Erlendur kynnist Halldóru Guðmundsdóttur, verðandi eiginkonu sinni og barnsmóður, á dansleik í Glaumbæ. Eftir alllangt tilhugalíf ganga þau í hjónaband, en Erlendur er óhamingjusamur í sambandinu. 1975 Erlendur og Halldóra eignast dótturina Evu Lind. Erlendur er allt annað en hrifinn af nafngiftinni en fær engu um hana ráðið. 1977 Erlendur hefur störf hjá rannsóknarlögreglunni undir stjórn Marions Briem. Þótt Marion og Erlendur starfi náið saman um margra ára skeið fer aldrei sérlega vel á með þeim. 1977 Erlendur og Halldóra eignast soninn Sindra Snæ. Nokkrum mánuðum síðar fer hann frá Halldóru eftir stormasamt samband. Halldóra fyrirgefur Erlendi aldrei, meinar honum að hitta börnin og eitrar hug þeirra gagnvart honum. Hann gefst upp í baráttunni fyrir að hitta þau. Hann flytur í litla íbúð efst í Breiðholtinu og býr þar allar götur síðan og lifir einmanalegu og fábrotnu lífi. Hann les mikið, einkanlega um hrakninga og mannskaða. 1992 Eftir að hafa verið föður sínum ókunnug alla barnæskuna leita Eva Lind og Sindri Snær Erlend uppi, mest fyrir forvitni sakir. Þau komast fljótlega að því að hann hefur annan mann að geyma en það skrímsli sem móðir þeirra hafði útmálað. 1998 Sögutími fyrstu bókar Arnaldar, Sona duftsins. Erlendur er einn reynslumesti maðurinn hjá rannsóknarlögreglunni, sérfræðingur í eldsvoðum, og í krafti reynslu sinnar fær hann að fara sínar eigin leiðir. Samstarfsfólk hans næstu árin eru einkum sælkerakokkurinn Elínborg og hrokagikkurinn Sigurður Óli. Erlendur er erfiður í sam- starfi og bitnar það sérstaklega á hinum sprenglærða Sigurði Óla en Erlendur finnur til minnimáttarkenndar þar sem hann er aðeins með gagnfræðaskólapróf. Betur fer á með Erlendi og Elínborgu, sem er meiri mannasættir. Eva Lind er orðin langt leiddur fíkill og Sindri Snær hefur orðið áfengissýki að bráð. Samviskan nagar Erlend og hann kennir sjálfum sér um hvernig fyrir börnunum hans er komið. Hann hefur gefist upp á að reyna að hjálpa þeim og hittir þau aðallega þegar þau vantar athvarf. 2002 Erlendur kynnist meinafræðingnum Valgerði við rannsókn og mynda þau með sér sérstakt trúnaðarsamband sem byggist á skilningi og væntumþykju. Hún er fyrsta konan í lífi Erlends um langa hríð, þótt sambandi þeirra verði ekki beint lýst sem ástarsam- bandi. 2005 Á fullorðinsárum hefur Erlendur reglulega farið austur á heimaslóð- irnar að sumarlagi, stundum með nokkurra ára millibili, þar sem hann gengur á fjöll og um heiðarnar einsamall – væntanlega í leit að jarðneskum leifum bróður síns. Í lok Furðustranda lýkur slíkri austurferð á því að Erlendur gengur á Harðskafa og má svo skilja að hans bíði sömu örlög og bróður hans, sem fórst á fjallinu tæplega hálfri öld fyrr. Eða hvað?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.