Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 34

Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 34
27. október 2012 LAUGARDAGUR34 ARMSTRONG Í TÖLUM Lance Armstrong, sem á sínum tíma var einn tekjuhæsti íþrótta- maður veraldar, þarf nú að sjá á eftir verðlaunafé og tekjum vegna auglýsingasaminga. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Lið: U.S. Postal KORTÍSÓN TESTÓSTERÓN RAUÐKORNAVAKI Hættur Astana HætturRadioShack BLÓÐGJÖF VAXTARHORMÓN Blóðgjöf Allt að hálfum lítra af blóði er tekið úr íþróttamann- inum og geymt í 3-8 vikur. Blóðinu er sprautað aftur í líkamann 1-7 dögum fyrir keppni. Eykur magn rauðra blóðkorna og þar með þol. Rauðkornavaki (EPO) Sykurprótein sem framleitt er í nýrum. Örvar myndun rauðra blóðkorna. Eykur súr- efnisflutningsgetu og þar með þol. Vaxtarhormón (HGH) Eykur vöðvavöxt og eykur fitu- brennslu. Testósterón Eykur vöðva- stærð, dregur úr þreytu. Kortísón- sterar Hafa m.a. áhrif á niður- brot kolvetna og fitu. Tour de France Tour de France: sýni frá 1999 prófuð aftur Tour de France: Niðurstöður prófa benda til lyfjamisnotkunar. Tour of Switzerland JÁKVÆÐ LYFJAPRÓF SEM VAR HYLMT YFIR5 1 2 3 4 5 AÐFERÐIRNAR SEM ARMSTRONG BEITTI VIÐ LYFJAMISNOTKUN H EIM ILD : G R A PH IC N EW S Forsvarsmenn frönsku hjólreiðakeppninnar, Tour de France, krefjast endurgreiðslu á verðlaunafénu sem Armstrong vann sér inn á árunum 1999-2005. Alls 640 milljónir kr. 640 1,4 2,3 MILLJÓNIR MILLJARÐAR MILLJARÐAR Bandaríska tryggingafyrirtækið SCA krefst 1,4 milljarða kr. í endurgreiðslu vegna „tryggingasvika“. Samstarfsaðilar á flótta: Samtals 2,3 milljarðar kr. Nike (1,5 milljarðar kr.) Trek Giro Oakley Anheuser-Busch Í mynd hjólreiðaíþróttarinnar og trúverðug leiki hefur snúist á ógnar- hraða í niðurfallinu að undanförnu eftir að upp komst um óhreina mjölið í poka- horni Lance Armstrong. Bandaríski gull- drengurinn, sem stóð efstur á palli sjö ár í röð í frönsku hjólreiðakeppninni Tour de France, virtist með allt á hreinu. Hann var dáður og virtur þar sem hann hafði komist í fremstu röð eftir harðvítuga baráttu gegn illvígum sjúk- dómi. Armstrong greindist með krabbamein í eista árið 1996 en hann sigraði í Tour de France árið 1999 eftir erfið veikindi. Armstrong fór í skurðaðgerðir þar sem mein voru fjarlægð í lunga og heila, og hann vakti heimsathygli fyrir árangur sinn eftir allt sem á undan var gengið. Í dag er það staðreynd að hann var stútfullur af ólöglegum efnum og lyfjum á meðan hann baðaði sig í frægðarljómanum og rakaði inn pen- ingum. Armstrong hafði rangt við og hann mót- mælti því varla þegar upp komst um svikin. Og það verður á brattann að sækja fyrir Armstrong að endurheimta virðingu og traust á ný. Rauði þráðurinn í skýrslu bandaríska lyfja- eftirlitsstofnunarinnar (USADA) um lyfjamál Lance Armstrong er þessi: „Íþróttasagan hefur aldrei áður séð eins vel heppnað og háþróað lyfjasvindl.“ Það eru stór orð. USADA tekur djúpt í árinni í 200 bls. skýrslu um Armstrong. Þar stendur meðal annars: „Hann var launþegi hjá dópsölum, og hafði aðgang að læknateymi sem útvegaði það sem til þurfti. Hann stjórnaði sjálfur hvaða lyf hann notaði og hann stjórnaði því einnig hvaða lyf liðs- félagar hans fengu. Forsvarsmenn keppnisliðs Armstrong vissu alltaf hvar og hvenær von væri á lyfjaeftirliti.“ Hjólreiðar verða áfram á ÓL „Þetta er áfall,“ sagði Jacques Rogge, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar (IOC), þegar hann tjáði sig um lyfjamál Armstrongs. Margir áttu von á því að hjólreiðaíþróttin yrði strokuð út af keppnisdagskrá Ólympíuleikanna, en Rogge telur að það væri ekki rétt ákvörðun. Að mati Rogge hefur Alþjóðahjólreiðasambandið gert meira en margir aðrir í baráttunni gegn lyfjamisnotkun. „Því miður hafa mörg lyfjamál tengst hjólreið- um en Alþjóðahjólreiðasambandið er á réttri leið hvað varðar lyfjaeftirlit og ég held að til lengri tíma litið verði þetta áfall til þess að efla það ferli enn frekar,“ var haft eftir Rogge skömmu eftir að upp komst um óhreina mjölið í pokahorni Lance Armstrong. Það er ólíklegt að Armstrong nái að laga ímyndina eftir allt sem á undan er gengið. Það dugar ekki að skipta um kennitölu. Það hjálpar honum lítið að góðgerðasamtökin Livestrong, sem Armstrong stofnaði sjálfur, hafi safnað um 64 milljörðum króna. „Það eina sem hann á skilið er að vera týndur og tröllum gefinn,“ sagði Pat McQuaid, forseti Alþjóðahjólreiðasambandsins (UCI), þar sem hann var staddur fyrir framan nokkur hundruð fjölmiðlamenn. McQuaid og félagar hans í stjórn UCI strikuðu yfir öll met sem voru í eigu Arm- strongs með einu pennastriki. „Ég hef óskað eftir því að það verði ekkert nafn skráð sem sigur- vegari á þessum tíma,“ bætti McQuaid við. Armstrong hefur fullyrt að hann hafi verið lyfjaprófaður alls 500 sinnum án athugasemda, en hann var með einn þekktasta „íþróttadóp- lækni“ veraldar á sínum snærum. Sá kauði heitir Michele Ferrari og fékk hann um 100 milljónir króna í laun frá Armstrong. Ferrari er dæmdur sakamaður í dag og má ekki koma að atvinnu- íþróttum með neinum hætti það sem eftir er ævinnar. Armstrong notaði ýmsar aðferðir til þess að komast upp með svikin þrátt fyrir fjöl- mörg lyfjapróf. Fram til ársins 2000 var ekki hægt að finna merki um notkun EPO. Blóð- gjöf, sem var mikið notuð af Arm strong, var hægt að fela með því að sprauta vökva beint í æð, og villa þar með um fyrir lyfja- eftirlitinu. Sérfræðingar sem mældu hlutfall rauðra blóðkorna í blóðvökva hjá Armstrong fyrir atvinnumót á árunum 2009-2010 hafa sagt að líkurnar séu einn á móti milljón að þar hafi allt verið eðlilegt. Nánast allir notuðu lyf Floyd Landis, sem var liðsfélagi Arm- strongs í US Postal-atvinnuliðinu, hefur greint frá því hvernig þeir notuðu ólög- leg lyf með markvissum hætti. Landis greindi einnig frá því að John Bruy- neel, sem var framkvæmdastjóri US Postal-liðsins, hefði mútað Hein Ver- bruggen, forseta UCI, árið 2002 til þess að þagga niður að Armstrong hefði fallið á lyfjaprófi – vegna notk- unar á EPO. Hafsteinn Ægir Geirsson, sem er í fremstu röð í keppnishjólreiðum hér Íslandi, vonast til þess að íþróttin eigi eftir að ná að laga ímyndina. „Ég hef fylgst grannt með og fyrir hjólreiða- íþróttina er þetta leiðindamál. Ef litið er aftur í tímann er ljóst að það voru nánast allir að nota lyf á árunum 1992-2005, en eftir þann tíma hefur eftirlitið aukist og ástandið er að lagast,“ sagði Hafsteinn Ægir, en hann telur engar líkur á því að hjólreiða- íþróttin nái að losna við alla þá sem reyna að hafa rangt við. „Það er bara eins og í öðrum íþróttagreinum, það þarf öflugt lyfjaeftirlit, og það verða alltaf einhverjir sem vilja stytta sér leið. Hér á Íslandi er þetta svo langt frá okkur enda erum við í þessu sem áhugamenn en ekki atvinnumenn,“ sagði Hafsteinn Ægir. Wiggins er argur og pirraður Eins og áður segir hefur Armstrong ekkert tjáð sig um lyfjahneykslið. Bretinn Bradley Wiggins, sem sigr- aði í Frakklandshjólreiðunum á þessu ári, á ekki von á því að Arm- strong játi á sig sökina og komi fram með afsökunarbeiðni. Wiggins er argur og pirraður að vera í þeirri stöðu að allir efist um þann árangur sem hann nær í keppni. „Það er mikil reiði sem býr í þeim sem stunda hjólreiðar, ég elska íþróttina og hef alltaf gert. Það er skömm að íþróttin hafi verið dregin í gegnum þetta svað, en þegar maður eldist hættir maður að trúa á jólasveininn – það sama gildir um Lance Armstrong.“ Á skilið að vera týndur og tröllum gefinn Ímynd hjólreiðaíþróttarinnar er í molum. Stórstjarnan Lance Armstrong var stútfull af ólöglegum lyfjum á hátindi ferilsins. Sigurður Elvar Þórólfsson kynnti sér söguna á bak við eitt allra stærsta og háþróaðasta lyfjasvindl íþróttasögunnar. Lance Armstrong Fæddur: 18.09.1971 Hæð: 1.77 m Þyngd: 75 kg Atvinnumaður: 1992-2011
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.