Fréttablaðið - 27.10.2012, Síða 36

Fréttablaðið - 27.10.2012, Síða 36
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, s. 512-5411 | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Boston var upphaflega byggð upp af Bretum og þess vegna finnst sumum hún vera evrópskari en aðrar borgir í Banda- ríkjunum. Boston þykir hentug borg til að fara í verslunarleiðang- ur. Verslanir eru í fallegum miðbæ þar sem gönguleiðir eru þægileg- ar. Sömuleiðis er stutt að fara í stór- verslanir og vöruhús. Boston er þó fyrst og fremst stórborg þar sem iðandi mannlíf er dag sem nótt. Þeir sem koma til Boston í fyrsta skipti ættu að fara í skoðunarferð um borgina með leiðsögumanni, en boðið er upp á slíkar ferðir frá miðbænum. Sumar rúturnar eru sömuleiðis bátar og fara því bæði í ökuferð og siglingu með fjörugum bílstjórum. Margt er að sjá og upp- lifa. Þá er gott að kynna sér hvað er um að vera þá daga sem staldrað er við í borginni því oft eru áhuga- verðir tónleikar í boði. Hægt er að skoða viðburði á síðunni Boston. com. Mörg góð veitingahús eru í Boston og þau er hægt að kynna sér á netinu. Á betri veitingahúsum er ráðlegt að panta borð fyrir fram. Það tekur þrjár og hálfa klukku- stund að ferðast með hraðlest til New York frá Boston og því vel hægt að sameina heimsókn í þessar tvær borgir í einni ferð. Ef tekin er venju- leg lest getur tíminn þó farið upp í fjórar til fimm klukkustundir. Leið- in á milli þessara borga er ákaf- lega falleg, Nýja-England og síðan Conn ecticut, en velmegun hefur alltaf verið á þessu svæði. Fyrir þá sem gefa sér góðan tíma er ekki úr vegi að leigja bíl og aka um svæðið. Margar þekktar sjónvarps seríur hafa verið teknar upp í Boston og má þar frægasta nefna Cheers en barinn sem notaður var í þáttun- um er til í Boston undir nafninu Bull & Finch Pub. Nokkrir aðrir frægir sjónvarpsþættir sem ger- ast í Boston eru meðal annars Ally McBeal, Boston Legal, Bo- ston Public, Dawson’s Creek og The Practice. Borg sem laðar að ferðamenn Boston er uppáhaldsborg fjölda Íslendinga. Þar hafa margir stundað nám í gegnum árin, enda háskólaborg sem státar af einum frægasta skóla heims, Harvard. Boston er einnig vinsæl verslunarborg, enda þægileg. Boston hefur mikið aðdráttarafl. Kvikmyndagerðarmenn hafa til dæmis heillast af borginni og margar sjónvarps- og bíómyndir hafa verið teknar þar. Flestir ættu nú að vera farnir að kannast við lagið Gangnam Style sem suðurkóreski rapparinn PSY gaf út í sumar. Þann 23. október síðastliðinn hafði verið horft 530 milljón sinnum á myndbandið á YouTube vefnum. Færri vita hins vegar að Gang- nam er borgarhluti í Seúl. Bein þýðing orðsins er „sunnan við ána“ og vísar til þess hluta borgar- innar sem er sunnan við ána Han. Einkum er talað um Gangnam sem ákveðið hverfi innan borgarhlut- ans. Fyrir nokkrum áratugum var ekki mikið annað en hrísgrjóna- akrar og stöku hof á þessu svæði en nú er hverfinu líkt við Beverly Hills í Kaliforníu. Íbúar hverfisins þykja hipp og kúl og eru með putt- ann á púlsinum þegar kemur að tísku, tónlist og stíl. Uppbygging hverfisins var mikil á árunum fyrir Ólympíuleikana í Seúl árið 1988 og hefur það allar götur síðan verið tengt háu fasteignaverði, dýrum verslunum og partístemningu. Í Gangnam eru engar konung- legar hallir eða gömul virki eins og norðurhluti Seúl státar af. Þó er borgarhlutinn ekki alveg gjör- sneyddur hefð. Hofið Bongeunsa er eitt það glæsilegasta í borginni og tveir kóreskir kóngar og ein drottning eru grafin í Seonjeong- neung-garði sem er í Gangnam. Aðdráttaraf l Gangnam er hins vegar aðallega fólgið í skemmti- garðinum Lotte-heimi, gríðar- stóru Ólympíuþorpinu og Sam- sung D‘Light-garðinum. Hugtakið Gangnam Style, eða Gangnam-stíll, var útskýrt í viku- legum lista tímaritsins Time‘s yfir ný hugtök sem „hegðun tengd íburðarmiklum lífsstíl íbúa Gang- nam-hverfisins í Seúl“. Rappar- inn PSY lýsti því yfir í viðtali að það væri ákveðin kímni í því að hann segðist í laginu vera „Gang- nam Style“ þegar svo augljóst er að hann er mjög langt frá því að vera það sem felst í hugtakinu. Gangnam er hverfi í Seúl Háhýsi í Gangnam í Seúl. Gangnam er sunnan við ána Han. NORDIC PHOTO/GETTY TripAdvisor hefur tekið saman 25 vinsæla áfangastaði sem ferða- menn hafa valið fyrir árið 2012. Í fyrstu sætunum eru frægustu borg- ir heimsins og er London þar í fyrsta sæti en New York í öðru. Ís- land er ekki á þessum lista. Allt eru þetta afar áhugaverðir staðir til að heimsækja og margt að sjá. Einhverjir geta væntanlega merkt við hvaða staði þeir hafa nú þegar heimsótt og hvað er eftir á listanum. Vinsælustu áfangastaðirnir 1. London, England 2. New York, Bandaríkin 3. Róm, Ítalía 4. París, Frakkland 5. San Francisco, BNA 6. Marrakech, Marókkó 7. Istanbúl, Tyrkland 8. Barcelona, Spánn 9. Siem Reap, Kambódía 10. Berlín, Þýskaland 11. Chicago, Bandaríkin 12. Flórens, Ítalía 13. Buenos Aires, Argentína 14. Sydney, Ástralía 15. Peking, Kína 16. Prag, Tékkland 17. Las Vegas, Bandaríkin 18. Bora Bora, Kyrrahaf 19. Sjanghæ, Kína 20. Honolúlú, Havaí 21. Los Angeles, Bandaríkin 22. New Orleans, BNA 23. Höfðaborg, S-Afríka 24. Chiang Mai, Taíland 25. Dublin, Írland Úrval Útsýn kynnir ógleymanlegt ævintýri með Serenade of the Seas frá Royal Caribbean skipafélaginu. 15 dagar af einstakri náttúrufegurð, sögu og menningu. Heimsóttir verða framandi áfangastaðir með spennandi skoðunarferðum. Þér gefst m.a. tækifæri á að fara í eyðimerkursafarí í Dubai, skoða Luxor og Konungadalinn í Egyptalandi, kafa í Rauðahafinu og lifa í vellystingum á glæsilegu skemmtiferðaskipi þar sem allt er til alls! „Stórkostlegt 15 daga ævintýri á framandi slóðum!“ 477.800,-Frá: Verð á mann NÁNAR Á UU.IS 13. APRÍL - 1. MAÍ 2013 SERENADE OF THE SEAS DUBAI OG SUEZ CANAL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.