Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGVöruflutningar LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir elsaj@365.is sími 512 5427 | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hingað til hafa dýr sem flutt eru til landsins þurft að fara í kostnaðarsama sóttkví. Helgi Hjörvar segir að áhættumat sem gert hafi verið í öðrum löndum sýni litla hættu á smiti. „Ég þurfti að fá mér leiðsöguhund og varð með því hund- eigandi. Ég ferðast mikið milli landa og áttaði mig á að það er leyft frá suður strönd Krítar til norðurstrand- ar Svalbarða að ferðast með hunda og ketti ef farið er að settum reglum. Hér á landi þurfa dýr hins vegar að fara í sóttkví eftir komuna til landsins,“ segir Helgi, sem lagði fram frum- varpið á síðasta ári um breytingar á innflutningi gæludýra til landsins. Meðflytjendur hans eru Ólína Þor- varðardóttir og Magnús Orri Schram. „Bretar hafa gert áhættumat á þessu en þeir búa á eyju eins og við. Sömuleiðis höfum við skoðað hvern- ig Ástralar hafa þetta en þeir hafa minnkað mikið þessar einangrunar- kröfur sínar og breytt áherslum. Ís- land er eina landið á evrópska efna- hagssvæðinu sem er enn með þessar ströngu reglur. Ég held að breyting- ar á þessu séu hluti af alþjóðlegri þróun sem óhjákvæmilegt verður að lagfæra þegar fólk er farið að sækja vinnu á milli landa í auknum mæli. Meðan það er ekki mikil hætta þessu samfara sé ég enga ástæðu til ann- ars en að við breytum reglunum með vissum skilyrðum og eftirliti. Dýrin verða bólusótt gegn þeim sjúkdóm- um sem hætta er á að þau smitist af,“ segir Helgi. „Við höfum f lutt þetta frum- varp tvisvar en mér fannst menn skiptast í fylkingar með eða á móti eftir því hvort þeir væru með eða á móti Evrópusambandinu. Ég er þeirrar skoðunar að hundar og kettir eigi betra skilið,“ segir Helgi. „Við munum leggja þetta frumvarp fram aftur núna og síðan fer málið til nefndar. Þegar menn skoða reynslu annarra landa og áhættu- möt sem gerð hafa verið þá munu þeir sannfærast um að rétt sé að af- greiða málið.“ Gæludýravegabréf staðfestir að dýrin hafi fengið allar nauðsynleg- ar bólusetningar. elin@365.is Vegabréf fyrir gæludýrin Frumvarp um gæludýravegabréf verður lagt fyrir þingið í þriðja skipti á næstu dögum. Helgi Hjörvar alþingismaður vonast til að málið fái afgreiðslu nú. Helgi Hjörvar vonast eftir því að flytja megi gæludýr á milli landa án þess að þau þurfi að fara í sóttkví. Breakbeat laugardagskvöld kl. 22r skvöld l. Fyrirtækjaþjónusta Pósts-ins er mjög hagkvæm þjón-usta. Hún er sniðin að þörf- um fyrirtækja, hvort sem þau eru að senda eða sækja bréf, pakka eða vörubretti þar sem við erum með sendibíla með og án lyftu,“ segir Jónas Þór Gunnarsson, sérfræð- ingur fyrirtækjalausna. Í hverju felst Fyrirtækja- þjónustan? „Í stuttu máli þá eru allar þær sendingar sem fyrirtæki vilja senda með Póstinum sóttar og komið með þær sendingar sem stíl- aðar eru á viðkomandi fyrirtæki. Í samráði við Póstinn er ákveðið á hvaða tíma og hversu oft á dag Fyrirtækjaþjónustan kemur. Á um- sömdum tíma mætir starfsmaður frá okkur reiðubúinn til þjónustu. Hægt er að láta hann koma allt að þrisvar sinnum á dag en einnig bjóðum við upp á aukaferðir, ef á þarf að halda. Pósturinn flytur vör- una heim að dyrum, hvort sem um er að ræða pakka eða bretti,“ segir Jónas. Tímasparnaður Fyrirtækjaþjónusta Póstsins spar- ar fyrirtækjum bæði tíma og fyrir- höfn við að fara sjálf með send- ingar og sækja þær. „Það er bæði kostnaðarsamt og óhagkvæmt fyrir mörg fyrirtæki að vera með starfs- mann í því að sendast með vörur út um allan bæ. Í sumum tilfellum þarf jafnvel sérútbúinn bíl. Hag- kvæmnin í því að nýta sér Fyrir- tækjaþjónustuna er því ótvíræð og einkar góður kostur.“ Fyrir hverja? „Pósturinn þjónustar margar stærstu heildverslanir landsins og nýta þær sér Fyrirtækjaþjón- ustuna til að láta sækja sending- ar, allt frá litlum pökkum að heil- um brettum. Þetta getur því varla verið þægilegra.“ Sendlaþjónusta Póstsins Pósturinn býður einnig upp á Sendlaþjónustu sem býðst fyr- irtækjum á höfuðborgarsvæð- inu, nema í póstnúmerunum 116, 271, 276, og á Akureyri. „Þetta er einföld og þægileg þjónusta. Þú hringir, sendill sækir sendingu, allt að 30 kílóum, til fyrirtækis og ekur henni til móttakanda. Mark- mið okkar er að frá því að send- ill er pantaður líði innan við 90 mínútur þangað til sendingin er komin í hendur viðtakanda. Með þjónustunni er komið til móts við auknar kröfur fyrir- tækja um sveigjanleika. Sendill- inn sendist með bréf og pakka allt að þrjátíu kílóum. Hægt er að biðja um að sendillinn sæki nokkrar sendingar í einu og fari með þær á fleiri en einn stað. Nánari upplýs- ingar um þjónustuna ásamt fleiru er að finna á heimasíðunni www. postur.is. Þú ferð alla leið með Fyrirtækjaþjónustu Póstsins Fyrirtæki geta sparað sér tíma og fyrirhöfn með því að nota Fyrirtækjaþjónustu Póstsins. „Við mætum á umsömdum tíma með sendingar stílaðar á fyrirtækið og sendumst með vörur frá þeim,“ segir Jónas Þór Gunnarsson, sérfræðingur Fyrirtækjalausna. Fyrirtækjaþjónustan mætir allt að þrisvar sinnum á dag til að sækja og sendast með pakka, allt eftir þörfum viðskiptavinarins. Jónas Þór Gunnarsson segir Póstinn flytja vöruna heim að dyrum, hvort sem um er að ræða pakka, bréf eða bretti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.