Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 67
KYNNING − AUGLÝSING Vöruflutningar27. OKTÓBER 2012 LAUGARDAGUR 3 Flugfragtin hjá Flugfélagi Íslands gegnir mikilvægu hlutverki fyrir bæði f lug- félagið og viðskiptavini þess. „Sérstaða okkar í f lutningum er hraðinn og tíðnin. Við bjóð- um sem dæmi allt að tólf ferð- ir til Akureyrar á hverjum degi og fimm á Egilsstaði,“ segir Vig- fús Vigfússon, deildarstjóri f lug- fragtar Flugfélags Íslands. „Það kemur fólki líka oft mjög á óvart hversu ódýrt það er að senda hluti með flugi. Verðskráin hjá okkur er á svipuðu róli og hún er hjá landflutningsfyrirtækjun- um. Við teljum okkur vera mjög samkeppnishæfa á þessu sviði.“ Vigfús segir fólk senda allt milli himins og jarðar í fraktflugi Flugfélagsins. „Þetta er mest blöð, brauð og fersk matvara. Svo er líka verið að senda blóm, reið- hjól og alls kyns varahluti, bæði í vélar og bíla. Við erum í raun að f lytja allt sem fólki dettur í hug að senda. Hér fyllist allt klukkan sex á morgnana af vörum. Fyrstu vörur eru farnar héðan kort- er í sjö og lentar klukkan átta á Akureyri. Í þeirri vél er til dæmis brauð og vörur sem halda áfram til Vopnafjarðar og Þórshafnar í f lugi. Hraðinn er það mikill hjá okkur að f latkökurnar eru enn þá volgar þegar þær koma á Þórs- höfn,“ segir Vigfús og hlær. Fyrirtækið hefur frysti- og kæligeymslur til að f lytja við- kvæmar vörur. „Við f lytjum til dæmis mikið af sýnum fyrir landbúnaðinn, matvælaiðnað- inn og fiskiðnaðinn. Þetta er þá oft viðkvæm vara sem þarf að vera í kæli eða frysti.“ „Til að viðskiptavinir okkar nái hámarksárangri bjóðum við upp á að sækja sendingar til viðkomandi fyrirtækis og koma henni beint til viðtakanda. Allt sem þarf að gera er að hringja, við komum þá og sækjum, fljúg- um með fragtina og sendum til viðskiptavinarins. Þannig getum við tryggt f ljóta og örugga þjón- ustu með fragtsendingar frá upp- hafi til enda. Við bjóðum einnig upp á það að fragtin sé flutt með rútu til nærliggjandi staða,“ segir Vigfús. Hraðinn og tíðnin helstu kostirnir Á tímum samkeppni í verslun og þjónustu byggist góður árangur æ meir á því að vera fyrstur á markaðinn með vörur sínar og þjónustu. Flugfrakt Flugfélags Íslands er því ákjósanlegasti kosturinn þegar tryggja þarf aukið forskot á markaðnum. Vigfús Vigfússon, deildarstjóri flugfragtar Flugfélags Íslands, segir fólk senda allt milli himins og jarðar með flugi. MYND/GVA Flugfélag Íslands býður upp á frakt til bæði Færeyja og Grænlands. „Flutningsþörfin til þessara landa hefur farið stigvaxandi undan- farið og þá sérstaklega til Grænlands. Við fljúgum til fimm staða á Grænlandi en það eru fleiri áfangastaðir en hér á landi. Við finnum fyrir auknum áhuga á landinu úti í heimi,“ segir Vigfús Vigfússon, deildarstjóri flugfragtar Flugfélags Íslands. „Við erum að fljúga með alls kyns vörur til Grænlands; matvæli, varahluti, byggingarefni, póst, vélsleða og fjórhjól svo eitthvað sé nefnt. Við notum bæði Fokker 50 vélar og svo Dash 8-200 sem henta vel til fraktflutninga. Þær eru með stórar vörudyr þannig að það er hægt að hlaða þær með lyftara og flytja til dæmis þung vörubretti. Það er í raun ekkert sem stoppar okkur í að vera með þungavöru í flutningum.“ Í byrjun næstu viku verður haldin í Nuuk á Grænlandi kaupstefna á vegum Íslandsstofu í samstarfi við Flugfélag Íslands. „Við héldum svona kaupstefnu í fyrsta sinn fyrir þremur árum og það heppnaðist mjög vel. Íslensk fyrirtæki kynna þá vörur sína og þjónustu á Græn- landi. Við höfðum frumkvæði að þessu í byrjun en nú hefur Íslands- stofa tekið við framkvæmdinni. Það hefur verið aukin áhersla á flug til Grænlands undanfarið og við sjáum ekki annað en að það aukist í framtíðinni,“ segir Vigfús. Aukin eftirspurn eftir fragtferðum til Grænlands FLOTTIR FLUGSENDLAR - SÍMI 570 3400 Það er ekki furða að fólk líti upp til okkar hjá Flugfrakt Flugfélags Íslands. Annað er hreinlega ekki hægt þegar við tökumst á loft með pakkann þinn á milli landshluta áður en þú getur sagt tíu hjóla vöruflutningabifreið með aftanívagni fyrir utan vegasjoppu. Við erum ávallt til taks þegar þú þarft að koma mikilvægri sendingu til skila. VIÐ KOMUM ÞÍNU TIL SKILA FLUGFRAKT FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A /S IA .IS /F LU 6 15 77 1 0/ 12 AA FARSÍMAVEFUR: m.flugfelag.is VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.