Fréttablaðið - 27.10.2012, Síða 84
27. október 2012 LAUGARDAGUR48
tengd menningu og listum heldur en neyslu-
samfélaginu sem helgast af því að ég stunda
þetta ekki sem aðalstarf og get því valið
meira sjálfur hvað ég tek að mér, þarf ekki að
selja sál mína fyrir peninga. Stór hluti sýn-
ingarinnar eru veggspjöld sem ég geri fyrir
listamanninn Bjarna H. Þórarinsson og við
höfum unnið saman. Það hefur gefið manni
ákveðið frelsi til að reyna að búa til vegg-
spjaldamenningu hérna. Þetta eru sem sagt
veggspjöld sem tengjast menningarlegum
atburðum og standa sem slík sem hálfgerð
listaverk í mínum huga.“ fridrikab@frettabladid.is
48
menning@frettabladid.is
Sýning á veggspjöldum Guðmundar
Odds Magnússonar, Godds, verður
opnuð í Sparki, 30. október klukkan
17. Goddur er prófessor í grafískri
hönnun við Listaháskóla Íslands en
markmiðið er að kynna hönnun hans
betur. Sýnd verða 29 veggspjöld
unnin á síðustu sextán árum.
„Veggspjöldin á sýningunni voru síðast sýnd
í heilu lagi á hönnunartvíæringi í Peking í
Kína í fyrra,“ segir Goddur. „Þar voru þau í
fyrsta skipti sýnd svona mörg saman en þau
hafa verið sýnd í minni skömmtum víða á
síðastliðnum tíu árum. Þá fór grafísk hönnun
samtímans að fá athygli í hönnunarbókum og
-tímaritum og um leið varð ákveðin breyting
á viðhorfi til hennar. Þessi veggspjöld hafa
birst í um það bil tíu bókum eða sýningar-
skrám allt frá Kína og Austur-Evrópu til
Frankfurt þar sem þau voru sýnd á bóka-
messunni í fyrra. En þau hafa aldrei verið
sýnd hér á landi fyrr.“
Goddur segir grafíska hönnun sjaldan hafa
verið sýnda í sýningarsölum hérlendis fyrr
en á allra síðustu árum. Kann hann skýringu
á því? „Í fyrsta lagi er komið hér hönnunar-
gallerí, hönnunarsafn og hönnunarmiðstöð
sem hafa breytt ímynd hönnunarsamfélags-
ins. Í öðru lagi hefur deildum í hönnun við
Listaháskóla Íslands fjölgað og þær stækk-
að og allt stuðlar þetta að því að viðhorfið til
hönnunar sem menningarlegs fyrirbæris, en
ekki bara sem bissness og söluvöru, hefur
verið að breytast.“
Ef þetta væri sýning á verkum einhvers
annars hvernig mundirðu skilgreina hana?
„Ég sýni þarna veggspjöld sem eru meira
VEGGSPJÖLD GODDS SÝND Í SPARKI
MENNINGARVIÐBURÐIR Goddur segir öll veggspjöldin á sýningunni tengjast menningar- og listvið-
burðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
RÆTT UM SKRIÐUKLAUSTUR Steinunn Kristjánsdóttir fjallar
um niðurstöður fornleifauppgraftar í rústum Skriðuklausturs á hádegis-
fyrirlestri Þjóðminjasafns Íslands á þriðjudag. Aðgangur er ókeypis.
RRRRR
\\\\\\\\
TB
W
A
TB
W
A
TB
W
A
BW
A
W
A
WW
T
••••
SÍ
A
AA
SÍ
A
S
ÍA
S
ÍA
S
ÍASÍ
A
SS
••••••••
2
76
0
12
2
76
0
12
2
76
0
12
2
76
0
76
0
2
7
12
2
7
121111
Fögnum með gull-
stelpunum í Kringlunni
14.00 Áritun hefst í Hagkaup 1. hæð
14.30 Sýning á blómatorgi
Áritun heldur áfram í Hagkaup eftir sýningu