Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 85
LAUGARDAGUR 27. október 2012 49
Eyvindur Erlends-
son og félagar halda
Skáldskaparmessu í
Iðnó, sunnudaginn
28. október klukkan
20.30.
Sýningin vefst um
ljóð Snorra Hjartar-
sonar og fleiri skálda
og í messunni verður
talað, kveðið og sung-
ið.
Ýmsir l istamenn
leggja fram krafta sína
og má þar nefna
leikarana Guð-
rúnu Ásmunds-
dóttur, Jón Júlíusson og
Ketil Larsen, Hauk Guð-
laugsson söngmála-
stjóra, sem leikur á
píanó, og söngvar-
ana Þórhall Barðason
barítón og Alexöndru
Tsérinsjova sópran.
Skáldskaparmessa í Iðnó
MESSAR Eyvindur Erlends-
son stendur fyrir skáld-
skaparmessu í Iðnó á
sunnudag.
Þjóðlegt og alþjóðlegt er yfirskrift
tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í
Norræna húsinu sunnudaginn 28.
október. Þá leika kínverski píanó-
leikarinn Liwen Huang og Sigurð-
ur Halldórsson sellóleikari Til-
brigði við stef frá Slóvakíu eftir
Bohuslav Martinu, Sónötu í d moll
eftir Claude Debussy og Sónötu op.
19 í g moll eftir Sergei Rachman-
inoff.
Tónverkin eru öll frá fyrri hluta
20. aldar en spanna þrjár af helstu
tónlistarstefnum þess tímabils,
síðrómantík, impressjónisma og
nýklassík.
Tónleikarnir hefjast, eins og
nafnið bendir til klukkan 15.15
á sunnudag. Almennt miðaverð
er 2.000 krónur, en 1.000 krónur
fyrir nemendur, eldri borgara og
öryrkja.
Tónverk frá fyrri
hluta 20. aldar
TÓNLEIKARÖÐIN 15:15 Píanóleikarinn
Liwen Huang og Sigurður Halldórsson
sellóleikari koma fram í Norræna húsinu
á sunnudag.
Gerplustelpurnar okkar í íslenska landsliðinu
í hópfimleikum, vörðu titilinn með glæsibrag.
Þær verða í Kringlunni í dag, laugardag,
árita veggspjöld, sýna listir sínar og leyfa
krökkum að reyna fimleikaþrautir.
Weetos styrkir stelpurnar okkar og 10 kr.
af hverjum seldum pakka til 5. nóvember renna
beint til þeirra.
Styðjum stelpurnar okkar!