Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 94
27. október 2012 LAUGARDAGUR58 sport@frettabladid.is STJÓRN KSÍ ákvað eftir sigur Íslands á Úkraínu á fimtudagskvöldið að veita leikmönnum A-landsliðs kvenna 10 milljóna króna bónusgreiðslu fyrir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2013, rétt eins og gert var fyrir EM 2009. Upphæðin skiptist á milli leikmanna en á þann máta að þeir sem spila mest fá hæstu upphæðirnar. Sif Atladóttir (til vinstri) og markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir fá mest því þær léku allar 1080 mínúturnar í undankeppninni. Kynþáttamálið kraumar enn undir yfirburðinu og er ekki alveg farið í burtu. Vitundarvakn- ingin verður sífellt meiri. SIR ALEX FERGUSON KNATTSPYRNUSTJÓRI MAN. UNITED Á LEIÐ TIL SVÍÞJÓÐAR Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar EM-sætinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Niðurröðun þeirra tólf liða sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM 2013 í styrk- leikaflokka hefur verið gefin út. Ísland er í þriðja og neðsta flokknum ásamt fimm öðrum liðum. Farið er eftir stigagjöf UEFA við styrkleikaröðunina en hún byggir á árangri liðanna í síðustu keppnum. Ísland er í áttunda sæti á stigalistanum. Gestgjafar Svíar spila í A- riðli sem fer fram í Gautaborg og Halmstad. Hinum tveimur liðunum í efsta styrkleikaflokki hefur einnig verið raðað í riðla en Þýskaland er í B-riðli (sem fer fram í Växjö og Kalmar) og Frakkar í C-riðli (Norrköping og Linköping). Þrjú lið eru í öðrum styrkleika- flokki og dragast í riðlana þrjá. Hin liðin sex eru svo í þriðja og neðsta styrkleikaflokki og fara því tvö lið úr honum í hvern riðil. Styrkleikaflokkarnir 1. styrkleikaflokkur: Svíþjóð (A-riðill), Þýskaland (B-riðill) og Frakk- land (C-riðill). 2. styrkleikaflokkur: England, Noregur og Ítalía. 3. styrkleikaflokkur: Danmörk, Ísland, Finnland, Rússland, Holland og Spánn. Úrslitakeppni EM 2013: Ísland í neðsta styrkleikaflokki FRJÁLSÍÞRÓTTIR Dansk-keníski hlauparinn Wilson Kipketer kemur hingað til lands í næsta mánuði og heldur fyrirlestur á Grand Hótel í Reykjavík þann 10. nóvember næstkomandi. Vésteinn Hafsteinsson frjáls- íþróttaþjálfari hefur veg og vanda að fyrirlestrinum og stefn- ir á að halda fleiri slíka í fram- tíðinni þar sem heimsþekktir íþróttamenn koma hingað til lands. Kipketer verður fertugur síðar á árinu en náði mögnuðum árangri á sínum ferli. Hans sterk- asta grein var 800 m hlaup og var hann heimsmethafi í grein- inni þar til David Rudisha sló met hans eftirminnilega á Ólympíu- leikunum í London í sumar. Hann vann aldrei Ólympíugull en á enn heimsmetið innanhúss auk þess sem hann vann þrjá heimsmeistaratitla og fjölda ann- arra verðlauna og viðurkenninga. Skráning fer fram á heimasíðu Vésteins, Vesteinn.com. - esá Fyrirlestur á Grand hótel: Kipketer segir frá ferlinum KIPKETER Var um árabil besti 800 m hlaupari heims. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Margrét Lára Viðars- dóttir valdi réttan tíma fyrir tímamótamark með íslenska landsliðinu þegar hún kom íslenska liðinu í 1-0 í 3-2 sigri á Úkraínu í seinni umspilsleiknum á Laugardals vellinum í fyrra- kvöld. Margrét Lára náði með því tveimur tímamótamörkum með einu sparki því þetta var 50. mark hennar í keppnis leik með landsliðinu og 30. markið hennar á Laugardalsvellinum. Margrét Lára lék sinn fyrsta alvörulandsleik á móti Ung- verjum í júní 2003 sem jafn- framt var hennar fyrsti landsleik- ur. Hún skoraði fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður og hefur síðan skor- að 50 mörk í 52 landsleikjum í undan keppni EM (31 mark í 32 leikjum), undankeppni HM (19 mörk í 17 leikjum) eða úrslita- keppni EM. Margrét Lára hefur jafnframt skorað yfir tíu mörk í síðustu þremur undankeppnum íslenska landsliðsins, 12 mörk í undan- keppni EM 2009, 10 mörk í undan- keppni HM 2011 og loks 11 mörk í undankeppni EM 2013. Aðeins Þjóðverjinn Célia Okoyino da Mbabi (17 mörk) skoraði fleiri mörk í þessari undankeppni. Margrét Lára hefur einnig verið afar dugleg að finna netið á þjóðarleikvanginum í Laugar- dalnum en markið í fyrrakvöld var 30. markið sem hún skorar í 23 leikjum sínum á Laugardals- vellinum. Allir þeir leikir hafa verið í undankeppni stórmóts og hún hefur skorað í Dalnum á öllum árum síðasta áratuginn nema 2004 og 2010. - óój Mörk Margrétar Láru í leikjum í HM eða EM: Undank. EM 2005 10 leikir/8 mörk Undank. HM 2007 8/9 Undank. EM 2009 10/12 Úrslitak. EM 2009 3/0 Undank. HM 2011 9/10 Undank. EM 2013 12/11 Margrét Lára Viðarsdóttir búin að skora 50 mörk í 52 alvöru landsleikjum: Tvö tímamótamörk í einu sparki MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR 69 mörk í 86 landsleikjum, þar af 50 í keppnis- leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Haukar og Akureyri mætast í dag í Schenker-höllinni á Ásvöllum í lokaleik 6. umferðar N1-deildar karla, en það lið sem vinnur leikinn mun koma sér vel fyrir í toppsæti deildarinnar. Haukar eru eina taplausa liðið og geta náð fjögurra stiga for- skoti með sigri. Akureyringar töpuðu sínum fyrsta leik í síðustu umferð en eru með fullt hús í tveimur ferðum sínum suður á þessu tímabili. Leikurinn hefst klukkan 15.45. - óój N1-deild karla í dag: Toppsætið undir STEFÁN RAFN SIGURMANNSSON 36 mörk í 5 leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Morgundagurinn verður þéttpakkaður í ensku úrvalsdeild- inni en augu flestra munu beinast að tveimur leikjum. Annars vegar að borgarslag Everton og Liver- pool á heimavelli fyrrnefnda liðs- ins og hins vegar stórslag toppliðs Chelsea og Manchester United. Umfjöllun enskra fjölmiðla hefur þó ekki aðeins beinst að knattspyrnunni heldur að stórum hluta að þeim fjölmörgu kynþátta- deilum sem virðast skjóta upp kollinum með reglulegu millibili í knattspyrnuheiminum. Sú deila sem vakið hefur langmesta athygli hófst fyrir ári síðan þegar að John Terry, fyrirliði Chelsea, hafði niðr- andi orð um Anton Ferdinand, leik- mann QPR. Bann og sektir Terry verður í banni í leiknum á morgun en málefni hans hafa verið helsta umfjöllunarefni enskra fjöl- miðla síðustu vikurnar. Hann var nýlega úrskurðaður í fjögurra leikja bann fyrir orð sín en Anton er bróðir Rio Ferdinand, varnar- manns Manchester United. Mál þetta hefur haft gríðarleg áhrif á enska knattspyrnu. Terry er hættur að spila með landsliðinu, Ashley Cole var sektaður og ávítt- ur af enska knattspyrnusamband- inu fyrir reiðiskrif sín á Twitter vegna málsins og Rio Ferdinand sömuleiðis fyrir að saka Cole um að vera „hvítan að innan“. Þá hafa fjölmargir aðrir knattspyrnumenn látið sig málið varða. Nú stendur yfir átak í ensku úrvalsdeildinni sem nefnist „Kick It Out“ og beinist gegn kynþátta- fordómum. Jason Roberts, fram- herji Reading, reið á vaðið þegar hann kom opinberlega fram og neitaði að klæðast bol í upphitun eins og ætlast var til af leikmönn- um liða í deildinni. Roberts fannst refsing Terry of væg og vildi vekja athygli á því með athæfi sínu. Brottrekstrarsök Þeir Ferdinand-bræður fóru að fordæmi Roberts um síðustu helgi og það gerðu einnig fleiri þeldökk- ir knattspyrnumenn í Englandi. Málið hefur komið af stað mik- illi umræðu um kynþátta fordóma í enskri knattspyrnu og ekki minnkaði hún þegar að þeldökkir leikmenn enska U-21 landsliðsins voru úthrópaðir í leik í Serbíu fyrr í mánuðinum. Nú hafa samtök knattspyrnu- manna í Englandi tilkynnt sex þrepa áætlun sem ætluð er til að taka harðar á kynþáttafordómum. Þar á meðal að hægt verði að reka leikmenn (og þjálfara) sem verða uppvísir að kynþáttaníði. Við munum fara að lögunum „Ef meirihluta félaga finnst að við þurfum lög eins og þessi munum við að sjálfsögðu fylgja þeim,“ sagði Roberto Di Matteo, knatt- spyrnustjóri Chelsea, á blaða- mannafundi í gær. Chelsea hefur verið gagnrýnt fyrir að taka of vægt á John Terry en hann var aðeins sektaður. Ekki er búist við öðru en að Terry fái aftur fyrirliðabandið þegar hann hefur tekið út sína refsingu. Leikmenn Chelsea munu klæð- ast „Kick It Out“-bolunum fyrir leikinn á morgun og þá hafa ensk- ir fjölmiðlar greint frá því að Ferdinand-bræður séu nú reiðu- búnir að taka í hönd þeirra Terry og Cole. Þeir virðast því reiðu- búnir að ná ákveðnum sáttum í þessari tiltekinni deilu. Fleiri aðgerða er þörf Hvort leikur Chelsea og Man- chester United á morgun mark- ar einhvers konar kaflaskil í þessu máli er óvíst. Þó er líklegt að umræðan muni halda áfram. Ekki er þó búist við öðru en að Rio Ferdinand fái óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Chelsea, rétt eins og í leik liðanna í febrúar þegar liðin skildu jöfn, 3-3. Alex Ferguson, stjóri United, er þó þeirrar skoðunar að fleiri aðgerða er þörf og þá sérstaklega að hálfu knattspyrnuyfirvalda. „Rio og Anton gerðu rétt,“ sagði hann og átti við sameiginlega yfir- lýsingu þeirra fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu að meira þyrfti til í baráttunni gegn kynþátta- fordómum. „Kynþáttamálið kraumar enn undir yfirborðinu og er ekki alveg farið í burtu. Vitundarvakningin verður sífellt meiri. Leikmanna- samtökin eru að gera sitt besta en UEFA, FIFA og enska knatt- spyrnusambandið þurfa að gera meira.“ eirikur@frettabladid.is Toppslagur í skugga deilna Chelsea og Manchester United mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á morgun en kynþáttaníðsmál John Terry, fyrirliða Chelsea, hefur dregið dilk á eftir sér. Umræðan hefur snert marga og mun líklega hafa víðtækar afleiðingar. MÓTMÆLTI Rio Ferdinand hitar upp fyrir leik Manchester United um síðustu helgi. Wayne Rooney er klæddur í „Kick It Out”-bolinn en Ferdinand neitaði að taka þátt í átakinu. NORDICPHOTOS/GETTY Leikir helgarinnar Laugardagur: 11.45 Aston Villa - Norwich Sport 2 & HD 14.00 Arsenal - QPR Sport 2 & HD 14.00 Wigan - West Ham Sport 3 14.00 Stoke - Sunderland Sport 4 14.00 Reading - Fulham Sport 5 16.30 Man. City - Swansea Sport 2 & HD Sunnudagur: 13.30 Everton - Liverpool Sport 2 & HD 15.00 Southampton - Tottenham Sport 3 15.00 Newcastle - WBA Sport 4 16.00 Chelsea - Man. Utd. Sport 2 & HD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.