Fréttablaðið - 08.11.2012, Side 4

Fréttablaðið - 08.11.2012, Side 4
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR4 Barack Obama endurkjörinn forseti Bandaríkjanna VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 12° 9° 10° 9° 12° 10° 10° 23° 11° 20° 7° 19° 1° 11° 13° 3°Á MORGUN 10-23 m/s NV- og V-til síðdegis. LAUGARDAGUR Strekkingsvindur um allt land. 1 2 0 0 -2 -2 2 3 3 4 7 17 9 10 8 6 5 5 4 4 7 8 2 2 0-1 3 -3 -3 -1 -1 0 VERSNANDI Það lítur út fyrir versnandi veður á norðvestanverðu landinu í nótt en á morgun og annað kvöld má víða búast við stormi og slæmri færð á vesturhelmingi landsins. Á laugar- dag verður stíf norðanátt um allt land og snjókoma nyrðra. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Barack Obama vann örugg- an sigur á Mitt Romney í forsetakosningum vestra á þriðjudag. Demókratar halda jafnframt naumum meirihluta í öldungadeild þingsins en eru áfram í minnihluta í fulltrúadeild. Fram undan bíður því frek- ari glíma forsetans við þingið. Dýrustu kosningabaráttu í sögu Bandaríkjanna lauk með öruggu endurkjöri Baracks Obama. Í sigurræðu sinni sagðist Obama vera vonbetri fyrir hönd Banda- ríkjanna en nokkru sinni fyrr. Sigri hans var jafnframt vel fagn- að af þjóðarleiðtogum víða um heim. Þegar talning atkvæða var langt komin í gær var Obama kominn með tæplega 60 milljónir atkvæða á móti 57 milljón atkvæðum mót- frambjóðandans Mitt Romneys. Obama var þar með búinn að tryggja sér 303 kjörmenn af 538 og allt stefndi í að hann fengi 29 kjörmenn til viðbótar í Flórída, eða 332 kjörmenn alls á móti 206 kjörmönnum Romneys. Munurinn í Flórída var það lít- ill að ekki var hægt að útiloka að endurtelja þyrfti atkvæðin þar, en endurtalning þar myndi samt engu breyta um sigur Obamas í kosn- ingunum. Það sem réði úrslitum um sigur Obamas virðist vera fylgi hans meðal kvenna, yngra fólks, borgar búa og þjóðernisminnihluta, einkum af rómönskum og afrísk- um uppruna. Fylgi Romneys var of bundið við hvíta karla í eldri kant- inum til að tryggja honum sigur. Auk forsetakjörs fór á þriðju- daginn að venju fram kosning til þjóðþings Bandaríkjanna, þar sem kosnir voru allir þingmenn öld- ungadeildarinnar til tveggja ára og þriðjungur þingmanna fulltrúa- deildarinnar til sex ára. Niðurstöðurnar urðu þær að demókratar halda naumum meiri- hluta sínum í öldungadeild Banda- ríkjaþings, en eru áfram í minni- hluta í fulltrúadeild. Þetta þýðir að Obama verður áfram í þeirri stöðu að geta ekki treyst á stuðning þingsins við þau frumvörp sem hann vill koma í gegn. Hann hefur engu að síður fengið fjögur ár í viðbót til að reyna að efna gömul loforð sem strönduðu í þinginu og treysta um leið frekar í sessi þær umbætur á heilbrigðis- málum sem honum tókst að fá sam- þykktar í þinginu þrátt fyrir harða andstöðu margra repúblikana. Eitt brýnasta verkið verður að ná samkomulagi við repúblikana um fjárlagahengjuna svonefndu, sem felur í sér sjálfvirkar skatta- hækkanir og niðurskurð útgjalda á næsta ári. „Nú þegar kosningunum er lokið er kominn tími til að setja pólitík- ina til hliðar og vinna saman að því að finna lausnir,“ sagði demó- kratinn Harry Reid, leiðtogi meiri- hlutans í öldungadeildinni. gudsteinn@frettabladid.is thorgils@frettabladid.is Obama segist vonbetri en nokkru sinni Þegar öldungadeildin kemur saman eftir ára- mót verða þar nokkur tímamót því að þá verða tuttugu konur meðal þeirra 100 sem þar eiga sæti, fleiri en nokkurn tíma fyrr. Á yfirstandandi þingi eiga sautján konur sæti, og hafa aldrei verið fleiri. Þær sem koma nýjar inn á þing eru repúblikaninn Deb Fischer og demókratarnir Tammy Baldwin og Elizabeth Warren. Demókratar beittu málefnum kvenna mjög fyrir sig í kosningunum og í forsetakosningun- um hlaut Obama atkvæði 55 prósenta kvenna. Aukinn hlutur kvenna Þrátt fyrir að sigur Baracks Obama hafi verið nokkuð öruggur þegar á allt er litið, hafa sitjandi forsetar jafnan átt betra gengi að fagna þegar verk þeirra hafa verið lögð fyrir dóm kjósenda. George W. Bush var að vísu með minna fylgi árið 2004 og faðir hans, George Bush eldri, var felldur eftir eitt kjörtímabilið árið 1992 líkt og Jimmy Carter árið 1980 og Gerald Ford fjórum árum áður. Hér má sjá hvernig nokkrum fyrrverandi forsetum hefur reitt af. 2004 George W. Bush gegn John Kerry: 286 kjörmenn gegn 251 1996 Bill Clinton gegn Bob Dole: 379 kjörmenn gegn 159 1984 Ronald Reagan gegn Walter Mondale: 525 kjörmenn gegn 13 1972 Richard Nixon gegn George McGovern: 520 kjörmenn gegn 17 1964 Lyndon B. Johnson gegn Barry Goldwater: 486 kjörmenn gegn 52 Endurkjör oft meira sannfærandi Ronald Reagan var endurkjörinn með miklum mun árið 1984. Alls voru 176 álitamál lögð fyrir kjósendur í 38 ríkjum meðfram kosningum til þings og forseta. Kjósendur geta jafnan komið tillögunum á kjörseðla síns ríkis með undirskriftasöfnun. Afdrif tillagnanna 176 voru með ýmsum hætti: ■ Kjósendur í Maine og Mary- land samþykktu að leyfa hjónabönd samkynhneigðra og auk þess eru allar líkur á að slíkt verði einnig samþykkt í Washington-ríki. Þá höfnuðu íbúar Minnesota tillögu um að banna slík hjónabönd. ■ Tillögur um að leyfa sölu á kannabis til almennra neytenda voru samþykktar í Colorado og Washington en ekki Oregon. ■ Allt útlit er fyrir að kjósendur í Kaliforníu hafi hafnað tillögu um að afnema dauðarefsingar í ríkinu. ■ Í Massachusetts felldu kjós- endur naumlega tillögu um að heimilt verði að aðstoða fólk við sjálfsvíg. ■ Tillaga um auknar takmarkanir á fóstureyðingum var felld í Flórída. ■ Í Oklahoma var samþykkt bann við jákvæðri mismunun. Kannabis, aftökur og fleira FAGNAÐI MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Barack Obama fagnaði endurkjöri í faðmi konu sinnar og dætra. Eftir harða kosninga- baráttu gegn Mitt Romney hafði Obama sigur með því að tryggja sér stuðning 303 kjörmanna, hið minnsta, en 270 þurfti til sigurs. NORDICPHOTOS/AFP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Nýr sportjeppi á hrikalega góðu verði Dacia Duster Kr. 3.990 þús. GROUPE RENAULT / NISSAN BL. ehf / Sævarhöfða 2 110 Reykjavík / Sími 525 8000 www.dacia.is Dísil 5,3L/100 km Úrslit þingkosninga Kosið um 33 sæti af 100 52 191 232 45 2 Demókratar Demókratar ÖLDUNGADEILDIN Repúblikanar Repúblikanar Óháðir FULLTRÚADEILDIN Í gærkvöldi voru úrslit enn óráðin um eitt sæti í öldungadeild og tólf sæti í fulltrúadeild. Kosið um öll 435 sætin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ©GRAPHIC NEWS Kjörmenn 303 206 29 50,3 % 48,1 % 1,6 % Aðrir Obama Romney Óráðið Heildaratkvæði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.