Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 6
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR6 Styrkt umgjörð tölvunnar hentar vel fólki á ferðinni. Listaverð 239.990 kr. stk. 1-9 tölvur 159.900 kr. stk. 10+ tölvur 149.900 kr. stk. DELL Latitude E5430 Öflugur vinnuhestur á góðu verði Nánari upplýsingar á www.advania.is/kynningarverd í síma 440 9010 eða í tölvupósti sala@advania.is Öll verð eru með vsk. Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. SAMFÉLAGSMÁL Framkvæmdastjóri Hjúkrunarheimilisins Eirar mun koma fyrir fjárlaganefnd Alþing- is á morgun til að ræða stöðuna sem upp er komin þar. Hjúkrunar- heimilið er tæknilega gjaldþrota og skuldar íbúum tvo milljarða króna og öðrum kröfuhöfum sex milljarða. Sigurður Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Eirar, segir að verið sé að vinna að lausn máls- ins og ræða við hagsmunaaðila. Þeim sé öllum haldið upplýstum jafn óðum. „Við verðum bara að reyna að leysa þetta. Það er ekk- ert annað í boði.“ Sigurður kom til starfa hjá Eir um áramótin og stöðvaði allar greiðslur þegar honum varð staðan þar ljós. Sigurður, sem var um árabil ritari fjárlaganefndar Alþingis, mun koma fyrir nefndina á morg- un. „Okkur er málið skylt. Eir fær fjármuni af fjárlögum, einn og hálfan milljarð í ár í formi dag- gjalda og annars,“ segir Björn Valur Gíslason, formaður fjár- laganefndar. Þá nefnir hann að byggingar hafi verið fjármagn- aðar af Íbúðalánasjóði og feng- ið framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra auk þess sem ýmsir samningar hafi verið gerðir við Eir. „Við berum ábyrgð á því að hafa eftirlit með framgangi fjár- laga og meðferð fjármuna ríkis- ins. Á þeim grunni er hann boð- aður á fund.“ Björn Valur segir að óskað verði eftir því að Sigurður upp- lýsi nefndina um stöðu mála og hvort hætta sé á því að Eir verði gjaldþrota. „Og svo væntanlega í kjölfarið hver aðkoma okkar gæti verið ef einhver, með það í huga að sjá til þess að íbúar fái það sem þeim var lofað, þjónustu og geti búið áfram í sínum íbúðum.“ Hann hefur verið harðorður í garð fyrrverandi stjórnenda. „Enda vissu menn nákvæmlega hvað þeir voru að gera, tóku við fjármunum alveg fram á mitt þetta ár vitandi að það var allt farið fjandans til. Það á ýmislegt meira örugglega eftir að koma í ljós ef málið verður rannsakað, sem ég held að sé óhjákvæmi- legt,“ segir Björn Valur um þessi ummæli. Halda átti fund í stjórn Eirar í dag en honum var frestað fram til mánudags. Hagsmuna aðilar bíða nú fundarins, en það var stjórnin sem óskaði eftir fjár- hagslegri úttekt frá Ríkisendur- skoðun. Ríkisendurskoðun hafn- aði þeirri beiðni og telur sig ekki hafa umboð til að endurskoða hús- rekstrarsjóð Eirar. Þá er verið að undirbúa full- trúaráðsfund Eirar, sem haldinn verður í lok mánaðarins. Í ráðinu eiga sæti stofnendur Hjúkrunar- heimilisins, meðal annars Reykjavíkur borg, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms son stjórnarformaður er einnig formaður fulltrúaráðsins. thorunn@frettabladid.is Skýrir stöðu Eirar fyrir fjárlaganefnd Framkvæmdastjóri Eirar kallaður fyrir fjárlaganefnd á morgun. Málið nefnd- inni skylt enda fær hjúkrunarheimilið framlög á fjárlögum, segir formaðurinn. Stofnendur og íbúar fylgjast með og bíða fundar stjórnar, sem var frestað. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Unnið er að lausn mála og stjórnarfundar á mándaginn er beðið. HEILBRIGÐISMÁL Ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi sínum í gærmorg- un að veita Landspítalanum 600 milljónir til tækjakaupa á næsta ári til viðbótar við þær 262 sem spítalanum voru ætlaðar til þess á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Spítalinn mun því geta keypt tæki fyrir 862 milljónir á næsta ári. Það er meira en tvöfalt það sem hann fékk á þessu ári. Á fjár- lögum ársins 2012 voru honum einnig skammtaðar 262 milljón- ir, en við bættust 150 milljónir á fjáraukalögum sem tilkynnt var um nýlega. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fá þetta og er í samræmi við það sem við höfum sagt, að við þurfum milljarð á ári næstu þrjú ár til að koma okkur í horf,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítal- ans. „Það er mikið fagnaðarefni að stjórnvöld hafi skilning á þess- ari þörf.“ Hann segir að þessara auknu fjárveitinga muni sjá stað í starf- semi spítalans hægt og bítandi allt næsta ár. „Það tekur tíma að kaupa inn tæki, fara með þetta í útboð og annað. Sú vinna hefst strax í dag.“ - sh Ríkisstjórnin ákveður að veita Landspítalanum 600 milljónir til tækjakaupa: „Lífsnauðsynlegt fyrir okkur“ ÁNÆGÐUR Forstjóri Landspítalans segir að undirbúningur fyrir tækjakaupin hafi hafist í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára. MENNTUN Háskóli Íslands (HÍ) þarf 600 milljónir króna hið minnsta til að geta sinnt hlut sínu. Þetta segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ. Fjárskortur á háskólasviði hefur verið í umræðunni vegna erfiðrar stöðu Háskólans í Reykjavík (HR). Meðal annars gagnrýndi rektor HR, í viðtali við Fréttablaðið fyrr í haust, að nið- urskurður á ríkisframlögum til HR hafi verið meiri en til ríkis- háskóla. Árið 2010 hafi HR aðeins fengið fjórtán prósent framlaga þrátt fyrir að útskrifa átján pró- sent háskólanema. Kristín segir framlög til HÍ hafa lækkað um átján prósent að raunvirði frá hruni, þrátt fyrir að nemendum hafi á sama tíma fjölg- að um átján prósent. „Ef við berum tekjur HÍ saman við meðaltekjur háskóla í OECD- ríkjunum vantar um fjóra millj- arða upp á hjá okkur,“ segir Krist- ín og bætir við að HÍ hafi einsett sér að sækja um þriðjung af þeim mismun í formi sértekna, til dæmis í gegnum rannsóknarsjóði. Mikið standi þó enn út af. „Við leggjum áherslu á að tekjur okkar hækki að lágmarki um 600 milljónir frá því sem nú er gert ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi,“ segir Kristín. Þeir fjár- munir séu vegna greiðslu fyrir um 600 nemendur sem nú sé ekki greitt með, hækkunar launa stundakennara og kaupa á mikil- vægum tækjabúnaði. Kristín segir að þrátt fyrir það hafi HÍ getað sótt fram í vísinda- og fræðastarfi og komist í hóp 300 bestu háskóla heims. „Þetta höfum við byggt á vilja og áhuga starfsfólks en það er ekki lengur hægt og nú verðum við að snúa við blaðinu því það er svo mikið í húfi þegar litið er til framtíðar.“ - þj Rektor Háskóla Íslands segir stefna í óefni vegna fjárskorts skólans: Þurfa 600 milljónir til viðbótar FJÁRÞURFI Rektor segir HÍ þurfa 600 milljónir til að geta sinnt hlutverki sínu. FRAKKLAND Ríkisstjórn Frakklands hefur lagt til að samkynhneigðum verði bæði leyft að ganga í hjóna- band og ættleiða börn. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í janú- ar. Fjölmargir hafa lýst yfir and- stöðu við þessi áform, þar á meðal Kaþólska kirkjan. Efnt hefur verið til mótmæla í tugum franskra borga og bæja. Francois Hollande Frakklands- forseti segir þessa breytingu verða til mikilla framfara, „ekki aðeins fyrir einstaklinga heldur fyrir samfélagið allt“. - gb Frumvarp í Frakklandi: Samkynhneigð- ir fái að giftast ... tóku við fjár- munum alveg fram á mitt þetta ár vitandi að það var allt farið fjandans til. BJÖRN VALUR GÍSLASON ÞINGMAÐUR OG FORMAÐUR FJÁRLAGANEFNDAR ALÞINGIS GENGIÐ 07.11.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 225,8279 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,76 127,36 202,91 203,89 162,83 163,75 21,827 21,955 22,214 22,344 19,017 19,129 ,5768 1,5860 194,06 195,22 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.