Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 12
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR12 12
hagur heimilanna
GÓÐ HÚSRÁÐ
Stöku sokkavandræði
Passa þarf að þeir
skiljist ekki að í þvotti
Á hverju heimili má
finna hrúgu með stökum
sokkum. Þeir eru vandamál
út af fyrir sig. Þá vita margir
fátt leiðinlegra en að reyna
að þvotti loknum að para
saman ótal samlita sokka
þannig að úr verði pör.
Slá má tvær flugur í einu
höggi með því að nota
öryggisnælur (sikkris-
nælur) til þess að næla
saman hvert par á
tánum áður en sokkarnir
eru settir í þvottavélina.
Þannig ætti vandamál
stakra sokka að vera úr
sögunni, sem og leiðindin
við pörunina eftir þvott.
Beco greinir frá því á Facebook-
síðu sinni að biðlisti eftir nýjum
linsulokum frá Canon (Lens Cap
Mark II) sé orðinn á við símaskrá
að þykkt. Mögulega er þar aðeins
fært í stílinn, en um leið rétt að nýju
lokanna hefur verið beðið með nokk-
urri eftirvæntingu. Nýbreytnin í Mark
II-lokunum er að komið hefur verið
fyrir smellubúnaði á lokinu miðju
þannig að auðveldara er að smella
lokinu af og á. Ný lok eiga að fást frá
og með janúar næstkomandi, að því
er fram kemur á „munnmælavef um
Canon-málefni“, canonrumors.com.
Símaskrárþykkur
biðlisti eftir nýjum
linsulokum
Það getur verið um helm-
ingi ódýrara að þvo bílinn
sinn sjálfur í þvottastöð
sem býður upp á slíkt en
að láta þvo bílinn í svokall-
aðri burstastöð. Ný könnun
Félags íslenskra bifreiða-
eigenda, FÍB, sýnir jafn-
framt talsverðan mun á
verði burstastöðvanna.
Mínútan á þvottastöðvum N1, þar
sem menn þvo bílinn sjálfir, kost-
ar 100 krónur, að sögn Jóhanns P.
Jónssonar, umsjónarmanns þvotta-
stöðvanna. „Meðalþvottatíminn
fyrir venjulegan fólksbíl er 10 mín-
útur þannig að þvotturinn kostar þá
þúsund krónur.“
Að sögn Jóhanns hafa menn
aðgang að tjöruleysi, háþrýstitæki
með sápu í, kústi með sápu í, hreinu
vatni í háþrýstitæki og háþrýsti-
tæki með bóni.
Hjá Löðri kosta 50 sekúndur 100
krónur og er svipaður búnaður í
boði og hjá N1.
Aki menn bílnum sínum í bursta-
stöð er þjónustan talsvert dýrari.
Tjöruhreinsun, þvottur, bón og
blástur kostar 1.990 krónur fyrir
fólksbíla hjá N1 en 2.490 krónur
hjá Löðri, samkvæmt könnun FÍB.
Löður býður félögum í FÍB 200
króna afslátt.
Vetrarþvottur hjá Shell kostar
1.590 krónur fyrir alla bíla og
lúxus vetrarþvottur 2.190 krónur.
Hjá bílaþvottastöðinni Glans er
verðið 2.190 krónur fyrir fólksbíl.
FÍB-afslátturinn hjá Glans er 25
prósent.
Hjá Bón- og þvottastöðinni er
afsláttur félagsmanna í FÍB 15 pró-
sent. Þar handþvo starfsmenn bíl-
inn.
Á vefsíðu Umhverfissviðs
Reykjavíkur er bent á að þeir sem
þvo bílinn sinn heima þurfi alltaf að
nota umhverfisvæn bílaþvottaefni.
Bílasápur og olíuhreinsiefni inni-
halda efni sem geta verið skaðleg
umhverfinu. Við bílaþvott á götunni
eða í innkeyrslunni rennur þvotta-
vatnið ásamt olíuleifum og þung-
málmum sem losna við þvott beint
í niðurföll og berst með lögnum út í
sjó. ibs@frettabladid.is
Helmingi ódýrara að þvo sjálfur
Verðkönnun FÍB á bílaþvotti
Jeppar, pall-
Fólksbílar Jepplingar og sendibílar
Löður 2.490 kr. 2.890 kr. 3.190 kr.
Bón- og þvottastöðin 2.150-2.550 kr. 2.750 kr. 2.950 kr.
Höldur 2.880 kr. 2.880 kr. 3.780 kr.
N1 1.990 kr. 1.990 kr. 1.990 kr.
Glans 2.190 kr. 2.190 kr. 2.390 kr.
Verðið hjá Shell getur verið 1.590 til 2.190 krónur fyrir allar bílastærðir.
Í 10–11 finnurðu
frábært vöruúrval.
Á salatbarnum í 10–11
færðu hollt og gott salat
með öllu því sem þér
þykir best.
Sjáumst
á salatbarnum!
Fljótlegt og þægilegt
BÍLLINN ÞVEGINN
Mínútan á þvotta-
stöðvum N1 kostar
100 krónur.
ER SÚ HLUTFALLSLEGA LÆKKUN
sem orðið hefur á verði hveitis síðustu þrjú ár.6,25%