Fréttablaðið - 08.11.2012, Side 22

Fréttablaðið - 08.11.2012, Side 22
22 8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfa með Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Í 19. grein sáttmálans er kveðið á um vernd barna gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að ýmsum verkefnum varðandi vernd barna gegn ofbeldi. Vefurinn www.verndumborn.is er upplýsingavefur á vegum samtak- anna þar sem hægt er að nálgast upplýsingar, einkenni og afleiðing- ar hvers kyns ofbeldis gagnvart börnum, um hvernig bregðast skuli við ef grunur vaknar um ofbeldi og með hvaða leiðum er hægt að til- kynna það. Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis. Sem betur fer er óhætt að fullyrða að mikil vitundar- vakning hefur orðið í samfélaginu að undan förnu hvað varðar ein- elti. Sem dæmi má nefna að í aðal- námskrá grunnskóla er nú kveðið á um að til skuli vera áætlun um með- ferð eineltismála. Margir skólar hafa innleitt Olweusar-áætlunina. Nýju fagráði sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmála- ráðuneytisins er ætlað það hlut- verk að taka við málum sem ekki hefur tekist að finna fullnægjandi lausn á innan skóla eða sveitar- félags. Aðgerðaráætlun Æsku- lýðsvettvangsins sem er byggð á bókinni Ekki meir eftir Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðing og for- mann stjórnar Barnaheilla, er sett fram á einfaldan, skýran og myndrænan hátt. Fagna ber öllum þessum verkefnum sem eiga að stuðla að vernd barna gegn ein- elti. En ekki má þó gleyma því að for vörnin byrjar heima fyrir. Í 2. grein Barnasáttmálans er kveðið á um bann við hvers kyns mismunun og í 5. grein um skyldur foreldra til að veita börnum sínum leiðsögn og stuðning. Foreldri sem er góð fyrir- mynd, kennir barni sínu virðingu fyrir öðrum og umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum samhliða því að byggja upp einstakling með sterka sjálfsmynd, er sennilega besta for- vörnin. Það er því einnig mikil- vægt að samfélagið allt sé virkt í að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þeirri vitundarvakn- ingu sem hefur átt sér stað gagn- vart einelti og hvetja þig, lesandi góður, að sýna í verki að þú sért á móti einelti og skrifa undir Þjóðar- sáttamálann um baráttu gegn ein- elti á vefnum www.gegneinelti. is. Munum að einelti er ofbeldi og ofbeldi á aldrei að líðast. Verndum börn gegn einelti Nýbirt skýrsla ráðgjafar-fyrirtækisins McKinsey um framtíðarmöguleika íslensks hag- kerfis er holl lesning enda eru þar fjölmargar gagnlegar ábendingar um það sem betur má fara. Þó að almennt séð megi segja að innviðir á Íslandi leggi grunn að miklum lífsgæðum eru líka veikleikar til staðar. Til að mynda kemur fram að of mikill mannafli, vinnutími og fjár- munir eru bundnir í fjármála- og verslunar geiranum samanborið við nágrannalönd. Þannig er sláandi að sjá hversu margir fermetrar fara undir verslunarhúsnæði. Þegar kemur að auðlindanýtingu er ljóst að nauðsynlegt er að fá hærra verð fyrir orkuauðlindir. Ánægjulegt er að sjá staðfest að sjávarútvegurinn stendur sterkt og framleiðni þar er góð að mati skýrsluhöfunda. Ferðaþjónustan þarf svo að einbeita sér að frekari virðisaukningu fremur en ein- göngu að fjölga ferðamönnum. Lægra vöruverð mögulegt? Eftir lestur skýrslunnar er rökrétt að velta fyrir sér hvort vöruverð á mörgum sviðum gæti lækkað ef minni fjármunir væru bundnir í verslun. Eru ekki allt of margir fer- metrar bundnir í smásölu geiranum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju er afgreiðslutími versl- ana á Íslandi miklu lengri en hjá hinum norrænu ríkjunum? Hvers vegna allar þessar stóru búðir og verslunar miðstöðvar? Ein skýring á háu vöruverði hér á landi er aug- ljóslega það mikla fjármagn sem bundið er í verslunarhúsnæði. Ef Ísland væri nær veruleikanum á Norður löndunum í þessum efnum gæti vöruverð að öllum líkindum verið talsvert lægra. Lægri vextir Umfjöllun McKinsey um fjármála- geirann vekur upp spurningar um hagkvæmni. Er ekki mögulegt að vaxtakostnaður til fyrirtækja og einstaklinga geti lækkað töluvert ef starfsmannafjöldi, útibú og kostnaður þar með, yrði nær því sem tíðkast í nágrannalöndum? Svarið er líklega; jú. Vissulega hefur endurskipulagning á fjár- málum fyrirtækja og einstaklinga verið mannaflsfrek en á móti hefur útlánastarfsemin verið rýr. Eftir stendur að kostnaður í fjármála- kerfinu er hár í samanburði við nágrannalönd samkvæmt niður- stöðum skýrslunnar. Færra bankafólk – fleiri tækni- menntaðir Ein ályktun sem draga má af lestri skýrslunnar er sú hvort margt af því ágæta starfsfólki sem starfar í fjármála- og verslunar geiranum væri betur komið í ýmiss konar gjaldeyrisskapandi geirum. Ef það gerðist er líklegt að verðmæta- sköpun tengd alþjóðavæðingu myndi aukast – það er í takt við vonir og óskir skýrsluhöfunda. Vitaskuld gerist þetta ekki á einni nóttu og sennilega þarf þá líka að auka áherslu á iðn-, tækni- og verk- fræðigreinar í menntakerfinu. Sérfræðingar McKinsey vilja að skipaður verði hópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna og hags- munaaðila til að koma þessum hug- myndum í framkvæmd. Allt eru þetta góðar ábendingar og vel fram settar og ástæða til að taka vel í hugmynd um samráðs- vettvang. Góðar ábendingar frá McKinsey Það hefur ekki farið fram hjá einni einustu fjölskyldu í landinu hvað kaupmátturinn hefur rýrnað. Laun tveggja ein- staklinga sem áður veittu fjöl- skyldu gott lífsviðurværi duga varla fyrir mat og öðrum nauð- synjum þegar búið er að greiða afborganir lána. Í dag er ekkert auka, og sumir eiga hreinlega ekki nóg. Fólk fer með fimm þús- und krónur í búðina og fær fyrir hann hringl í poka sem ekkert er. Fiskur, ávextir og grænmeti er orðið að lúxusvöru, hvað þá að fjölskyldan hafi efni á því að fara saman út að borða. Stór hluti vandans felst í stökkbreyttum lánum í kjölfar hruns og getuleysi stjórnvalda til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Fólk stendur jafn- vel eftir með mun hærri höfuð- stól en það tók að láni. Við það bætist sú staðreynd að atvinnu- leysið hefur sjaldan verið meira og minnkandi greiðslugeta setur fjölda heimila í greiðsluvanda. Til að bæta gráu ofan á svart dynja sífelldar skattahækkan- ir á landsmönnum svo engu tali tekur á meðan launin hækka ekki til samræmis og almenning- ur tekur á sig gríðarlega kjara- skerðingu. Þeir sem skulduðu hóflega fyrir hrun og áttu jafnvel eitt- hvað í húsnæðinu sínu fá nán- ast enga leiðréttingu þrátt fyrir algjöran forsendubrest á lána- samningum. Þetta er fólkið sem berst í bökkum við að halda sér á floti, stendur við sínar afborg- anir, skatta og skyldur en eygir enga von um bjartari tíð. Þetta er fólkið sem heldur þjóðfélaginu uppi en það er eins og stjórnvöld átti sig ekki á því. Í stað þess að leggja ofuráherslu á að styrkja stoðirnar undir þennan hóp og stækka hann enn frekar virðist enginn skilningur vera til stað- ar á mikilvægi þessa og jafnvel lagður steinn í götu þeirra sem eru reiðubúnir að vinna. Eðlilegt væri t.d. að ýta undir atvinnu- skapandi framkvæmdir svo hjól atvinnulífsins fari aftur að snú- ast. Þannig gætu fleiri tekið þátt í að byggja samfélagið upp í kjöl- far hruns og atvinnulausum og bótaþegum að sama skapi fækka. Núverandi ríkisstjórn er ekki að slá skjaldborg um heimilin, hún hefur gegnumsneitt verið að slá skjaldborg um lána- stofnanirnar sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum á meðan almenningur sveltur. Þetta er bláköld staðreynd, laun slitastjórna á krepputíma eru sambærileg við ofurkjör útrásarvíkinganna fyrir hrun og þessir aðilar eru í fullu starfi við að gæta sinna eigin hagsmuna. Það er eins og enginn horfi á heildarmyndina, bara hvert púsl fyrir sig og hvernig það tengist sér og sínum. Þetta er hreint óþolandi ástand. Það hefur t.d. tekið núverandi ríkisstjórn alltof langan tíma að fá fjármálastofn- anir til að endurreikna lánin svo fólk viti hvar það stendur, svo ekki sé minnst á að Árna Páls lögin eiga stóran þátt í því hvernig gengið var á hlut heimil- anna. Á meðan hefur þjóðfélagið verið í biðstöðu í heil 4 ár! Hægt hefði verið að koma miklu í verk á þeim tíma ef rétt hefði verið á málum haldið af núverandi ríkis stjórn en orkan ekki farið í að sætta sjónarmið innan flokka til þess eins að halda völdum. Nú er mál að linni, látum þetta ekki viðgangast lengur og skiptum þessari ríkisstjórn út í alþingis- kosningunum í vor. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Hringl í poka Fjármál Ingibjörg Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi Samfélagsmál Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Fjármál Valdimar Halldórsson aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Það er eins og enginn horfi á heildarmyndina, bara hvert púsl fyrir sig og hvernig það tengist sér og sínum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.