Fréttablaðið - 08.11.2012, Side 27

Fréttablaðið - 08.11.2012, Side 27
Við pottana standa mæðgurnar Jaroon og Sukanya Nuamnui, rómaðir sælkerakokkar á austur lenska vísu. „Naree Thai er gælunafn yfir fallegar taílenskar konur,“ útskýrir Jaroon um merkingu nafngiftar veitingastaðar- ins, sem var opnaður í ársbyrjun í brekkunni ofan við Laugaveg, á horni Frakkastígs og Grettisgötu. Jaroon er frá héraðinu Sukhothai, sem er norðarlega í Taílandi. Hún hefur verið búsett hérlendis síðan á níunda áratugnum og er gift Sigurði B. Guðmundssyni. Þau hjón hafa mikla reynslu af austurlenskri matargerð og stofnuðu meðal annars taílenska veitingastaðinn Menam á Selfossi við góðan orðstír. „Matreiðslan á Naree Thai er ættuð frá heimahéraði mínu í Taílandi þar sem ríkuleg áhersla er á ferskt græn- meti. Á matseðlinum eru þekktir aust- urlenskir kjöt- og fiskréttir en í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir aðalréttum úr grænmeti og tófú höfum við útbúið sérstakan matseðil með hefðbundnum taílenskum sælkeraréttum þar sem grænmeti og tófú eru uppistaðan í stað kjöts. Það hefur slegið í gegn og margir eru ánægðir með að geta breytt eftirlætiskarríréttum sínum í grænmetis rétti,“ segir Jaroon. „Hingað er notalegt að koma og staðurinn hefur yfir sér mikinn sjarma og rólegt og ljúft yfirbragð. Því kjósa gestir að setjast hér niður og hafa það huggulegt yfir taílenskum krásum og skemmtilegu spjalli,“ segir Jaroon. Á Naree Thai bjóðast einnig freist- andi tilboð á völdum réttum úr taílenska eldhúsinu fyrir tvo, bæði hefðbundnir réttir og af grænmetis- matseðli. „Viðtökurnar hafa verið yndislegar og orðsporið farið vaxandi eins og vinsældirnar. Töfrar taílenskrar matar- gerðar felast í ferskleika og bragð- miklum mat sem þó skilur fólk ekki eftir logandi í munni. Taílenskur matur endurspeglar taílenska þjóð sem er glaðlynt, elskulegt og kærleiksríkt fólk. Þeir sem hafa komið til Taílands verða ekki samir eftir heimsóknina og sækja aftur og aftur í matinn góða sem þeir kynntust í landi brossins.” SÆKJA Í BRAGÐIÐ AF TAÍLANDI NAREE THAI KYNNIR Frá aldargömlu húsi við Frakkastíg berst unaðsleg og lokkandi angan af heimagerðum taílenskum mat, upprunnum í landi bross- ins. Þar má njóta alkunnra taílenskra sælkerarétta á hefðbundinn máta og í gómsætum grænmetisútgáfum. MATUR Í MIÐBÆJARSJARMA Naree Thai stendur í brekkunni ofan við Laugaveg, á horni Frakkastígs og Grettis- götu. Þangað er gott að koma til að eiga góða stund yfir dásamlegum mat. MYND/STEFÁN KJÖT EÐA GRÆNMETI? Á Naree Thai er hægt að panta þekkta austurlenska rétti með grænmetisfyllingu í stað kjötfyllingar. FYRIR LASIN BÖRN Alls kyns pestir ganga nú á leikskólum. Lasin börn eru lystarlaus en þau þurfa bæði orku og vökva. Góð leið til að koma einhverju ofan í þau er að gefa þeim frostpinna, annaðhvort heima- gerðan úr ferskum ávöxtum eða keyptan úr búð. KOKKARNIR Mæðgurnar Jaroon og Sukamya Muamnui, eigendur og yfirkokkar á veitingastaðnum Naree Thai. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardagaVIÐ BR EYT UM 30% og 40% AF SLÁ TTU R ÁÐUR KR. 8.680,- og 30% afsláttur ýmsar gerðir í boði Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 LAGERÚTSALA að Kletthálsi 13 Rýmum fyrir nýjum vörum Aðeins í 3 daga! 20-70% afsláttur fimmtud. 8. nóv. 12-18 föstud. 9. nóv. 12-18 laugard. 10. nóv. 12-16 Sími lagarútsölunnar er 660 0023

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.