Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 28
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 VEKJA ATHYGLI Á SJÁLFBÆRNI Árný Sigurðar dóttir stendur fyrir fjáröflunarkvöldi fyrir Rauða krossinn ásamt Þuríði Rögnu Jóhannes dóttur og Huldu Dröfn Atla- dóttur á Rosenberg á mánudags kvöldið. MYND/STEFÁN Við viljum vekja athygli á Rauða krossinum og því hvernig hönn-uðir og fyrirtæki og samfélagið allt geta unnið saman að sjálfbærni,“ segir Árný Sigurðardóttir. Hún stendur fyrir fjáröflunarkvöldi fyrir Rauða kross Íslands á Café Rosenberg næsta mánu- dagskvöld ásamt Þuríði Rögnu Jóhannes- dóttur og Huldu Dröfn Atladóttur. Á samkomunni verður til sölu notaður fatnaður úr Rauða krossinum og fatnaður eftir íslenska hönnuði úr Leynibúðinni á Laugavegi en hönnuðir gefa 15 prósent af andvirði sölunnar til Rauða krossins. Einnig verður tekið við sparifatnaði til Rauða krossins á staðnum og haldin tískusýning á sparifatnaði sem starfs- menn Vífilfells söfnuðu innanhúss hjá sér til styrktar Rauða krossinum. Árný stundar mastersnám í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ og fékk þá hug- mynd út frá skólaverkefni að koma upp tengslaneti milli hönnuða og listafólks sem stundar sjálfbærni. „Mig langaði líka sjálfa að búa til hluti á sjálfbæran hátt og hafði samband við Rauða krossinn um samstarf. Stefnan er að setja upp viðburði sem þennan um allt land og fá til liðs við okkur hönnuði á hverjum stað en við erum búnar að halda einn slíkan viðburð á Snæfellsnesi sem gekk vel. Út um allt land er fólk að vinna hluti á sjálfbæran hátt en veit ekki hvert af öðru. Við viljum líka vekja athygli á hve mikið er til af hráefni sem nýta mætti bet- ur, til dæmis föt, en Rauði krossinn flytur út milli 700 og 800 tonn af fatnaði sem seldur er á vægu verði. Með samstarfi við hönnuði mætti auka verðmætin,“ segir Árný. Sjálf hefur hún búið til fatnað undir merkinu Sow og hugði á hönnunarnám eftir listnámsbraut í Iðnskólanum. Leið hennar lá þó í allt aðra átt. „Ég tók algera U-beygju og fór í hagfræði og stjórn- málafræði á Bifröst og svo í umhverfis- og auðlindafræði. Nú er ég komin með góðan grunn fyrir hönnunina,“ segir hún hlæjandi. Fjáröflunarkvöldið hefst klukkan 19.30 mánudagskvöldið 12. nóvember á Rosen- berg. Bjarndís Helga Tómasdóttir verður kynnir kvöldsins og verður með uppi- stand og spuna. Plötusnúður mun svo halda uppi fjörinu um kvöldið. Nánar má forvitnast um viðburðinn á Sow Icelandic Creation á Facebook. ■ heida@365.is SAFNA SPARIFÖTUM UMHVERFISVÆN UPPÁKOMA Árný Sigurðardóttir stendur fyrir fjáröflunar- kvöldi fyrir Rauða krossinn á Rosenberg í samvinnu við íslenska fatahönnuði. Tekið verður við sparifötum á staðnum. Mikið úrval af hönskum og töskum fyrir herra. FEÐ NÝ SENDING! Dömu og herraskór með mannbroddum Stærðir: 37-47 Mismunandi útlit. Verð: 24.000 kr. Stelpu og dömu kuldaskór Stærðir: 27-40 Verð: 12.000-16.000 kr. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Mikið úrval af kjólum og tunicum St. 40-58 AFMÆLISHÁTÍÐ 15-50% afsláttur af öllum vörum fögnum 8 ára afmæli með nýrri vörulínu FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS KOURTNEY AND KIM TAKE NEW YORK Skemmtilegir þættir á E!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.