Fréttablaðið - 08.11.2012, Side 32

Fréttablaðið - 08.11.2012, Side 32
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Martin hefur ferðast víða og reynir yfirleitt að bjóða upp á hugleiðslunámskeið á hverjum stað, en Sri Chinmoy-mið- stöðin er starfandi í yfir sjötíu lönd- um víðs vegar um heim. „Ég fékk sjálfur áhuga á hugleiðslu við sext- án ára aldur og fór að lesa mér til um hana, en fann svo kennarann minn, Sri Chinmoy, og hef stund- að hugleiðslu daglega í ein tíu ár. Hjá mér snýst þetta um frelsi. Að geta stjórnað hugsunum mínum og tilfinningum í stað þess að vera stjórnað af þeim. Þannig upplifi ég mig ekki sem fórnarlamb reiði eða annarra neikvæðra tilfinninga og hef öðlast ró.“ Sri Chinmoy-miðstöðin var stofn- uð á Íslandi árið 1974 en hún bygg- ir á hugmyndafræði Indverjans Sri Chinmoy. Hann var gífurlega af- kastamikill á sviði tónlistar, ljóða- gerðar, myndlistar, bókmennta og íþrótta. Má til dæmis nefna að Sri Chinmoy-maraþonliðið, sem stofn- að var 1977, er það stærsta í heim- inum og heldur stofnunin yfir 500 íþróttaviðburði á hverju ári um allan heim. Framlag hans til allra þess- ara greina vakti víða mikla eftirtekt en hann sagði hugann aðeins setja manninum takmörk og með löngum hugleiðslustundum náði hann ótrú- legum árangri. Árið 1964 f lutti hann til New York í þeim tilgangi að deila sínum innri auð með einlæg- um leitendum á Vesturlöndum. Sri Chinmoy var sömuleiðis mikill frið- arsinni. Hann vann fyrir Samein- uðu þjóðirnar og stofnaði Friðar- hlaupið árið 1987 og hafa Íslend- ingar tekið þátt frá upphafi. Í byrjun tóku fimmtíu þjóðir þátt en í dag eru þær 140. Martin hefur hlaupið friðar- hlaup um Evrópu og segir þá upplif- un óviðjafnanlega. „Þar sameinast ólíkir einstaklingar frá ýmsum þjóð- um í að ná settu marki. Þeir hlaupa á milli landa og komast um leið að því að þótt fólk virðist ólíkt í fyrstu eigum við svo ótalmargt sameigin- legt. Ef fleiri gerðu sér grein fyrir því væri auðveldara að lifa í sátt og sam- lyndi.“ Hugleiðslunámskeiðin nú um helgina eru fyrir alla þá sem vilja öðlast innri frið og samhljóm. „Það geta allir hugleitt. Það þarf bara að læra tæknina og á námskeiðinu förum við yfir helstu atriði. Það er til mikils að vinna því sá sem hug- leiðir lærir að þekkja sjálfan sig og njóta lífsins til fulls. Námskeið- in verða bæði haldin á laugardag og sunnudag og standa frá 13-18. Mikil vægt er að mæta á bæði til að fá sem mest út úr þeim „Pásur verða teknar inni á milli og boðið upp á hressingar. Síðan verður boðið upp á styttri framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja gera þetta að venju,“ segir Martin. Nánari upplýsingar og skráningarform er að finna á www. hugleidsla.org en áhugasömum er sömuleiðis bent á www.srichinmoy. org og www.worldharmonyrun.org. Eins er hægt að hafa samband í síma 551-8080 og 899-1604. Hugleiðslunám- skeið um helgina Sri Chinmoy-stofnunin á Íslandi stendur fyrir hugleiðslunámskeiðum um helgina undir leiðsögn grafíska hönnuðarins Martin Leitner frá Austurríki. Námskeiðin, sem verða haldin í Sri Chimnoy-miðstöðinni að Skúlagötu 30, þriðju hæð, eru ókeypis og öllum opin. Martin hefur haldið hugleiðslunámskeið um allan heim. MYND/GVA Mun færri egg reynd-ust vera í eggjastokkum kvenna sem áttu mæður sem fóru á breytingaskeið fyrir 45 ára aldur en í eggja stokkum kvenna sem áttu mæður þar sem tíðahvörf hófust eftir 55 ára aldur, samkvæmt danskri rannsókn sem segir frá í frétt á vef BBC. Niður- stöðurnar voru birtar í tímaritinu Human Reproduction. Konur fæðast með öll sín egg. Þegar kynþroskaaldri er náð losn- ar eitt egg á mánuði úr eggjastokk- um allt þar til tíðahvörf verða. Til að meta fjölda eggja hjá þátt- takendum var horft til magns AMH-hormóns í líkamanum og fjölda eggbúa. Þessir þættir gáfu til kynna hversu mörg egg ættu eftir að losna úr eggjastokkunum. Þá lækkaði magn hormónsins og eggbúum fækkaði hraðar hjá þeim konum sem áttu mæður sem fór snemma á breytingaskeið. Samkvæmt rannsókninni líða um 20 ár frá því frjósemi kvenna fer að dvína og þar til tíðahvörf verða. Frjósemi konu sem fór á breytingaskeið 45 ára fór því að dvína strax um 25 ára aldur. Rannsóknin náði til 527 kvenna á aldrinum 20 til 40 ára og sagði dr. Janne Bentzen, sem leiddi rann- sóknina, langtíma rannsóknir nauðsynlegar til að gefa skýrari mynd. Dr. Valentine Akande, tals- maður samtaka um frjósemi í Bretlandi, sagði niðurstöðurnar gagnlegar en konur skyldu þó ekki örvænta þó að mæður þeirra hefðu farið snemma á breytinga- skeiðið. Niðurstöðurnar sýndu það sem vitað væri nú þegar, að því fyrr á ævinni sem fólk reyndi að búa til barn, þeim mun líklegra væri það til að ná árangri. Tíðahvörf móður hafa áhrif á frjósemi Konur geta hugsanlega metið eigin frjósemi eftir því hvenær tíðahvörf urðu hjá mæðrum þeirra, samkvæmt danskri rannsókn sem birt var í tímaritinu Human Reproduction. Mun færri egg eru í eggjastokkum kvenna sem eiga mæður sem fóru snemma á breytingarskeiðið, að því er fram kemur í danskri rannsókn. SVEFN ER LÍFSNAUÐSYNLEGUR Svefn er náttúruleg hvíld manna og dýra og felur í sér meðvitundarleysi auk þess sem hlé verður á með- vitaðri líkamsstarfsemi. Svefn veitir líkamanum hvíld og endurnærir hann. Öll spendýr og fuglar sofa og einnig sum skriðdýr, froskdýr og fiskar. Fyrir menn og spendýr er svefn lífsnauðsynlegur en þó er ekki fullljóst hvers vegna. Heilastarfsemi breytist mikið í svefni. Svefnskortur getur orsakað þreytu, vanlíðan og streitu og haft áhrif á einbeitingu, minni og rökhugsun. Svefnleysi getur líka haft slæm áhrif á ónæmiskerfið, seinkað því að sár grói og valdið truflunum á framleiðslu vaxtarhormóna og þar með haft áhrif á líkamsvöxt barna. Heimild: www.wikipedia.org Einkenni þvagfærasýkingar geta verið: • Tíð þvaglát • Verkir og brunatilfinning við þvaglát • Óeðlileg lykt og litur af þvaginu Bio Kult Pro-Cyan hentar fyrir alla, en hefur verið sérstaklega þróað fyrir barnshafnandi konur. Skammtur: 2 hylki 1-2 svar á dag. Fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Háþróuð þrívirk formúla sem tryggir heilbrigða þvagrás. Bio-Kult Pro-Cyan, inniheldur þrívirka formúlu, sem hefur verið vísindalega þróuð og staðfest. Trönuberjaþykkni, mjólkursýrugerla og A vítamín. Trönuber hindra að E. Coli bakterían nái fótfestu við slímhúð þvagrásar og skolar bakteríunni út með þvaginu. Hlutverk gerlanna og A vítamíns í Bio Kult Pro Cyan hjálpar líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum, einnig til að viðhalda eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.