Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 42
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR30 30
menning@frettabladid.is
Skáldsagan Hrafnsauga
hlaut Íslensku barnabóka-
verðlaunin sem veitt voru
í Austurbæjarskóla í gær.
Þetta er frumraun höfund-
anna, Kjartans Yngva
Björnssonar og Snæbjörns
Brynjarssonar, sem
vilja auka veg fantasíu-
bókmennta á Íslandi.
Hrafnsauga varð hlutskarpast
þeirra 60 handrita sem bárust í
samkeppnina um Íslensku barna-
bókaverðlaunin, sem afhent voru
í Austurbæjarskóla í gær. Þetta er
fyrsta bókin í væntanlegum sagna-
flokki sem gerist í ímynduðum
heimi þar sem blóðgaldrar, falin
leyndarmál og gleymdar óvættir
ógna heimunum öllum.
Hrafnsauga er fyrsta skáldsaga
þeirra Kjartans Yngva Björnsson-
ar og Snæbjörns Brynjarssonar.
Þeir eru 28 ára og hafa verið vinir
frá því á framhaldsskólaárum í
Flensborg. Hugmyndin að Hrafn-
sauga kviknaði fyrir hálfu öðru ári
síðan.
„Okkur langaði að skrifa bók
saman og byrjuðum þá á hug-
myndavinnunni og lögðum drög
að þessum heimi,“ segir Kjartan
Yngvi, sem er útskrifaður bók-
menntafræðingur en nemur nú
ritlist við Háskóla Íslands. Snæ-
björn útskrifaðist úr fræðum og
framkvæmd við leiklistardeild
Lista háskóla Íslands fyrir nokkr-
um árum og hefur fengist við leik-
stjórn og leikritun síðan, auk þess
að leggja stund á japönskunám.
En hvernig gekk að skrifa bók
saman?
„Þetta var mjög farsælt sam-
starf og gaf sig mjög vel,“ segja
þeir. „Við hittumst reglulega til
að leggja drög að atburðarásinni í
hverjum kafla. Síðan skiptumst við
á að skrifa fyrsta uppkast að kafla
og hinn endurskrifaði. Handritið
hafði verið endurskrifað nokkrum
sinnum áður en það var tilbúið.“
Enginn alvarlegur ágreiningur
kom upp í samstarfinu.
„Þetta var allt mjög lýðræðislegt
og við náðum alltaf að ræða okkur
að niðurstöðu ef við vorum ósam-
mála, sem gerðist ekki oft, enda
höfum við áþekkan smekk á bók-
menntum.“
Báðir hafa þeir verið for fallnir
áhugamenn um vísinda skáldskap
og fantasíur frá barnsaldri og
vildu leggja sitt af mörkum til
að efla þá bókmenntagrein hér á
landi.
„Okkur fannst vanta almenni-
lega fantasíu á íslensku,“ segja
þeir. „Og ekki bara eftirhermu
og stælingar á erlendum bókum,
heldur verk sem við gætum kall-
að okkar eigin. Við sóttum þess
vegna mikið í hinn samnorræna
sagnaheim, gættum þess að láta
nöfn og heiti hljóma mjög íslensk
og skrifa á góðri íslensku.“ Vís-
indaskáldskapur og fantasíur eru
bókmenntagrein sem lá að mestu
leyti óbætt hjá garði hér landi þar
til síðustu ár og hefur vaxið fiskur
um hrygg undanfarið.
„Það er greinilega fantasíu- og
hrollvekjubylgja að ganga yfir
Ísland í dag,“ segja Kjartan og
Snæbjörn. „Það er líka alveg kom-
inn tími á þetta form hér á landi.“
Hrafnsauga er komin út undir
merkjum Vöku-Helgafells.
bergsteinn@frettabladid.is
Fannst vanta almennilega fantasíu á íslensku
Bækur ★★★ ★★
Reykjavíkurnætur
Arnaldur Indriðason
Vaka-Helgafell
Undir blikkinu á
Arnarhóli
Erlendur Sveinsson, hugarfóstur Arnaldar
Indriðasonar, er án nokkurs vafa ástsælasti
lögreglumaður sem íslenskar bók-
menntir hafa alið. Eftir óviss endalok hans í
Furðuströndum var mikið fagnaðarefni að
heyra að hann myndi ganga í endurnýjun
lífdaga og lesendur fá að kynnast honum
frá upphafi starfs hans í lögreglunni í
Reykjavíkurnóttum. Eftirvæntingin var því þó
nokkur í upphafi lesturs og vonbrigðin þeim mun meiri þegar í ljós kemur
að lesandinn kynnist Erlendi ekkert nánar.
Sá Erlendur sem við hittum í upphafi sögu er vissulega ungur að árum, 28
ára umferðarlögregluþjónn í Reykjavík, en hann er sjálfum sér líkur. Þungur,
einrænn og fáskiptinn og á ekki andlegt samfélag við nokkurn mann. Hann
er í einhvers konar ástarsambandi við Halldóru sem seinna verður barns-
móðir hans, en sýnir henni fálæti og virðist raunar vera slétt sama hvoru
megin hryggjar hún liggur. Halldóru kynnist lesandinn sáralítið, sér hana
einungis með augum Erlendar, en skilur þó betur hatur hennar á honum
eftir lýsingar á drumbslegri framkomu hans í hennar garð. Ekkert nýtt kemur
fram um Erlend sjálfan, hann virðist hafa fæðst fimmtugur.
Sagan hverfist um tvö mál sem verða á vegi Erlendar á næturvöktum í
götulögreglunni. Hvarf giftrar konu og drukknun útigangsmanns sem lög-
reglan hefur þurft að hafa nokkur afskipti af og Erlendur tekið undir sinn
verndarvæng. Lengi framan af er þó alls óvíst að nokkur glæpur hafi verið
framinn og eftirgrennslanir Erlends eru heldur handahófskenndar, enda
hefur hann enga lögsögu í málinu, rétt og slétt umferðarlöggan. Framvindan
er óskaplega hæg og á köflum langdregin, það sama reifað aftur og aftur og
lesandinn er farinn að hvæsa af óþolinmæði þegar loks dregur til tíðinda.
Sögusviðið er Reykjavík sumarið 1974 með áherslu á aðbúnað útigangs-
fólks, en ekki heldur í þeim lýsingum tekst Arnaldi eins vel upp og stundum
áður. Lesandinn fær litla tilfinningu fyrir tíðarandanum og þótt skotið sé
inn í textann tilvísunum til sjónvarpsþáttanna um Ironside og sjónvarps-
auglýsinganna um Formica, rætt um yfirvofandi þjóðhátíð á Þingvöllum og
dvalarstöðum drykkjumanna á þeim tíma lýst skilar það sér ekki í upplifun
lesandans á því andrúmslofti sem sveif yfir vötnum á þeim tíma.
Sem stílisti er Arnaldur hins vegar í stöðugri framför og þótt hann nái ekki
hér því flugi sem einkenndi texta Furðustranda er Reykjavíkurnætur meðal
hans best skrifuðu bóka. Bygging sögunnar er sömuleiðis vönduð og það
hvernig málin tvö vefast saman afskaplega fagmannlega gert.
Sennilega eiga væntingarnar sem gerðar voru til þessarar bókar sinn þátt
í vonbrigðum lesandans en það breytir ekki því að þessi saga verður seint
talin í hópi bestu sagna Arnaldar um Erlend. Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Ágætlega skrifuð og vel byggð glæpasaga en töluvert skortir þó
á spennuna og þeir lesendur sem búast við að fá nýjan vinkil á líf Erlendar
verða óhjákvæmilega fyrir vonbrigðum.
KJARTAN YNGVI OG SNÆBJÖRN Hafa verið forfallnir aðdáendur fantasíubókmennta og vísindaskáldskaps frá barnsaldri. Skáld-
sagan Hrafnsauga, sem þeir skrifuðu saman, er fyrsta sagan í væntanlegum sagnabálki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
UM ELÍAS MAR OG VÖGGUVÍSU Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur fjallar um Elías Mar og
Vögguvísu með myndrænu og tónrænu ívafi í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8 í kvöld klukkan 20.30. Einnig segir
hann frá persónulegum kynnum sínum af skáldinu. Kaffi er á könnunni, ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Tryggðu þér miða!
Miðasala í fullum gangi
Einnvinsælastigamanleikurallra tíma!
Það er greinilega
fantasíu- og hroll-
vekjubylgja að ganga yfir
Ísland í dag.