Fréttablaðið - 08.11.2012, Page 48

Fréttablaðið - 08.11.2012, Page 48
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR36 bio@frettabladid.is 36 Spennumyndin Argo verð- ur frumsýnd í kvikmynda- húsum annað kvöld. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Argo segir frá atburði sem átti sér stað í Teheran árið 1979. Hinn 4. nóvember það ár her- tóku íranskir hermenn banda- ríska sendiráðið og héldu starfs- mönnum þess í gíslingu. Innrásin var gerð í hefndarskyni vegna stuðnings Banda ríkjanna við keisarann Reza Pahlavi sem hafði verið steypt af stóli nokkru áður. Sex starfsmönnum sendiráðs- ins tókst þó að komast undan og földu þeir sig í kanadíska sendi- ráðinu. Bandarísk stjórnvöld lögðu á ráðin um hvernig mætti koma sexmenningunum heim og ákváðu að dulbúa sérsveitarmenn sem kvikmyndagerðarfólk sem væri við tökur á kvikmynd í Íran. Ben Affleck leikur sérsveitar- manninn Tony Mendez, sem var Besta kvikmynd Afflecks ALLT Í ÖLLU Ben Affleck framleiðir og leikstýrir spennumyndinni Argo. Hann fer einnig með aðalhlutverk myndarinnar. LEIKUR FLO Fyrirsætan fyrrverandi, Agyness Deyn, fer með hlutverk Flo í breskri endurgerð dönsku myndarinnar Pusher. Danska myndin, í leikstjórn Nicolas Winding Refn, sló eftirminnilega í gegn árið 1996. Deyn hefur sagt skilið við tískubransann og hyggst einbeita sér að kvikmyndaleik héðan af. Heimildarmyndaklúbbur Bíó Paradís stendur fyrir heimildarmynda- hátíðinni Bíó:Dox sem fram fer dagana 9. til 15. nóvember. Þema hátíðarinnar er list og sýndar verða fimm heimildarmyndir sem gefa áhorfandanum innsýn í líf ólíkra listamanna. Þær heimildarmyndir sem verða sýndar á hátíðinni nefnast Jiro Dreams of Sushi, Wonder Women: The Untold Story of American Superheroines, Marina Abramovich: The Artist Is Present, Woody Allen: A Documentary og Searching for Sugar Man. Þrjár síðast- nefndu myndirnar voru sýndar á kvikmyndahátíðinni Riff í október og komust þá færri að en vildu. Hver mynd verður sýnd nokkrum sinnum á meðan á Bíó:Dox stendur og hægt er að nálgast upplýsingar um sýningartíma á vefsíðu Bíó Paradís. Heimildarmyndum hampað í Paradís HEIMILDAHÁTÍÐ Bíó:Dox-heimildarmyndahátíðin hefst í Bíó Paradís annað kvöld. Searching for Sugar Man verður meðal annars sýnd á hátíðinni. ★★★★ ★ SKYFALL Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda. Ég bið ekki um mikið meira. ★★★★ ★ SUNDIÐ Heiðarleg, grípandi og að mestu vel gerð heimildarmynd um áhugavert og vel til fundið viðfangsefni. ★★★★ ★ HREINT HJARTA Afslöppuð mynd um forvitnilegan mann. ★★★★ ★ PURGE Ekki fyrir alla, en eftirminnileg og gríðarlega vel leikin. fenginn til að stýra björgunar- aðgerðinni. Mendez hafði áður starfað sem teiknari og hönn- uður hjá fyrirtækinu Martin Marietta en hjá CIA fékkst hann oftast við skjalafals og búninga- hönnun. Affleck lætur sér ekki nægja að fara með aðalhlutverk myndarinnar heldur leikstýrir henni einnig. Hann tók myndina upp á venjulega filmu og stækk- aði síðan hvern ramma til að ná þeirri myndupplausn sem sjá mátti í kvikmyndafilmum frá átt- unda áratugnum. Affleck fram- leiðir jafnframt myndina ásamt leikurunum Grant Heslov og George Clooney. Með önnur hlutverk í myndinni fara Bryan Cranston, sem er þekkt- astur fyrir hlutverk sitt úr sjón- varpsþáttunum Breaking Bad, John Goodman, Alan Arkin, Tate Donov- an, Victor Garber og Clea Duvall. Myndin hefur fengið glimrandi góða dóma víðast hvar og á vefsíð- unni Rottentomatoes.com fær hún 95 prósent í einkunn. Gagnrýnend- ur segja myndina vera í hópi bestu kvikmynda ársins og telja nokkuð víst að hún muni keppa til Óskars- verðlaunanna í byrjun næsta árs. ■ Kvikmyndin sem CIA sagðist vera að framleiða í Íran árið 1979 bar titilinn Lord of Light og var handritið byggt á skáldsögu Roger Zelazny. ■ Affleck vildi fá Brad Pitt í hlutverk Tony Mendez en þar sem Pitt var upp- tekinn í öðrum verkefnum tók Affleck sjálfur að sér hlutverkið. ■ Myndin var sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto og var þá gagnrýnd fyrir það að hafa gert minna úr hlutverki kanadíska sendi- herrans. Sá lék stórt hlutverk í því að vernda og aðstoða bandaríska sendiráðsstarfsfólkið. VILDI FÁ PITT Í AÐALHLUTVERKIÐ Smart verslun fyrir konur Sími 572 3400 Tom Hanks, Halle Berry, Hugh Grant og Susan Sarandon eru ágætis hópur til að vekja áhuga á stórmyndinni Cloud Atlas, sem er frumsýnd á morgun. Myndin er byggð á metsölubók Davids Mitchell og segir frá því hvernig hegðun einstaklings getur haft áhrif í fortíð, nútíð og framtíð. Fylgst er með því hvernig einni sál er breytt úr morðingja í hetju og hvernig góðmennska getur hvatt til byltingar. Myndin hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur og þykir einstaklega tilfinningaþrungin og mögnuð. Á morgun verður Disney-teikni- myndin Wreck-it Ralph einnig frumsýnd. Henni var afar vel tekið vestanhafs og fór beint á toppinn þar um helgina. Aðal persónur myndarinnar eru mörgum kunn- ar en um er að ræða heimsfræga tölvuleikjakaraktera á borð við Maríó, Pacman-draugana og drekann Bowser. Aðal persónan er þó Ralph sem er vondi kall- inn í tölvuleiknum Fix-it Felix jr. Honum er farið að leiðast hlut- skipti sitt og dreymir um að verða hetjan. Einn daginn ákveður hann því að gera eitthvað í málinu og setur þá allan tölvuleikjaheiminn á annan endann. John C. Reilly, Jane Lynch og Ed O‘Neill eru meðal þeirra sem ljá persónum myndar- innar rödd sína. - trs KVIKMYNDARÝNI Helgin full af stórmyndum ALLT HEFUR ÁHRIF Tom Hanks og Halle Berry fara með aðalhlutverkin í stórmyndinni Cloud Atlas sem segir frá því hvernig hegðun einstaklings getur haft áhrif í fortíð, nútíð og framtíð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.