Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 48
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR36 bio@frettabladid.is 36 Spennumyndin Argo verð- ur frumsýnd í kvikmynda- húsum annað kvöld. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Argo segir frá atburði sem átti sér stað í Teheran árið 1979. Hinn 4. nóvember það ár her- tóku íranskir hermenn banda- ríska sendiráðið og héldu starfs- mönnum þess í gíslingu. Innrásin var gerð í hefndarskyni vegna stuðnings Banda ríkjanna við keisarann Reza Pahlavi sem hafði verið steypt af stóli nokkru áður. Sex starfsmönnum sendiráðs- ins tókst þó að komast undan og földu þeir sig í kanadíska sendi- ráðinu. Bandarísk stjórnvöld lögðu á ráðin um hvernig mætti koma sexmenningunum heim og ákváðu að dulbúa sérsveitarmenn sem kvikmyndagerðarfólk sem væri við tökur á kvikmynd í Íran. Ben Affleck leikur sérsveitar- manninn Tony Mendez, sem var Besta kvikmynd Afflecks ALLT Í ÖLLU Ben Affleck framleiðir og leikstýrir spennumyndinni Argo. Hann fer einnig með aðalhlutverk myndarinnar. LEIKUR FLO Fyrirsætan fyrrverandi, Agyness Deyn, fer með hlutverk Flo í breskri endurgerð dönsku myndarinnar Pusher. Danska myndin, í leikstjórn Nicolas Winding Refn, sló eftirminnilega í gegn árið 1996. Deyn hefur sagt skilið við tískubransann og hyggst einbeita sér að kvikmyndaleik héðan af. Heimildarmyndaklúbbur Bíó Paradís stendur fyrir heimildarmynda- hátíðinni Bíó:Dox sem fram fer dagana 9. til 15. nóvember. Þema hátíðarinnar er list og sýndar verða fimm heimildarmyndir sem gefa áhorfandanum innsýn í líf ólíkra listamanna. Þær heimildarmyndir sem verða sýndar á hátíðinni nefnast Jiro Dreams of Sushi, Wonder Women: The Untold Story of American Superheroines, Marina Abramovich: The Artist Is Present, Woody Allen: A Documentary og Searching for Sugar Man. Þrjár síðast- nefndu myndirnar voru sýndar á kvikmyndahátíðinni Riff í október og komust þá færri að en vildu. Hver mynd verður sýnd nokkrum sinnum á meðan á Bíó:Dox stendur og hægt er að nálgast upplýsingar um sýningartíma á vefsíðu Bíó Paradís. Heimildarmyndum hampað í Paradís HEIMILDAHÁTÍÐ Bíó:Dox-heimildarmyndahátíðin hefst í Bíó Paradís annað kvöld. Searching for Sugar Man verður meðal annars sýnd á hátíðinni. ★★★★ ★ SKYFALL Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda. Ég bið ekki um mikið meira. ★★★★ ★ SUNDIÐ Heiðarleg, grípandi og að mestu vel gerð heimildarmynd um áhugavert og vel til fundið viðfangsefni. ★★★★ ★ HREINT HJARTA Afslöppuð mynd um forvitnilegan mann. ★★★★ ★ PURGE Ekki fyrir alla, en eftirminnileg og gríðarlega vel leikin. fenginn til að stýra björgunar- aðgerðinni. Mendez hafði áður starfað sem teiknari og hönn- uður hjá fyrirtækinu Martin Marietta en hjá CIA fékkst hann oftast við skjalafals og búninga- hönnun. Affleck lætur sér ekki nægja að fara með aðalhlutverk myndarinnar heldur leikstýrir henni einnig. Hann tók myndina upp á venjulega filmu og stækk- aði síðan hvern ramma til að ná þeirri myndupplausn sem sjá mátti í kvikmyndafilmum frá átt- unda áratugnum. Affleck fram- leiðir jafnframt myndina ásamt leikurunum Grant Heslov og George Clooney. Með önnur hlutverk í myndinni fara Bryan Cranston, sem er þekkt- astur fyrir hlutverk sitt úr sjón- varpsþáttunum Breaking Bad, John Goodman, Alan Arkin, Tate Donov- an, Victor Garber og Clea Duvall. Myndin hefur fengið glimrandi góða dóma víðast hvar og á vefsíð- unni Rottentomatoes.com fær hún 95 prósent í einkunn. Gagnrýnend- ur segja myndina vera í hópi bestu kvikmynda ársins og telja nokkuð víst að hún muni keppa til Óskars- verðlaunanna í byrjun næsta árs. ■ Kvikmyndin sem CIA sagðist vera að framleiða í Íran árið 1979 bar titilinn Lord of Light og var handritið byggt á skáldsögu Roger Zelazny. ■ Affleck vildi fá Brad Pitt í hlutverk Tony Mendez en þar sem Pitt var upp- tekinn í öðrum verkefnum tók Affleck sjálfur að sér hlutverkið. ■ Myndin var sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto og var þá gagnrýnd fyrir það að hafa gert minna úr hlutverki kanadíska sendi- herrans. Sá lék stórt hlutverk í því að vernda og aðstoða bandaríska sendiráðsstarfsfólkið. VILDI FÁ PITT Í AÐALHLUTVERKIÐ Smart verslun fyrir konur Sími 572 3400 Tom Hanks, Halle Berry, Hugh Grant og Susan Sarandon eru ágætis hópur til að vekja áhuga á stórmyndinni Cloud Atlas, sem er frumsýnd á morgun. Myndin er byggð á metsölubók Davids Mitchell og segir frá því hvernig hegðun einstaklings getur haft áhrif í fortíð, nútíð og framtíð. Fylgst er með því hvernig einni sál er breytt úr morðingja í hetju og hvernig góðmennska getur hvatt til byltingar. Myndin hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur og þykir einstaklega tilfinningaþrungin og mögnuð. Á morgun verður Disney-teikni- myndin Wreck-it Ralph einnig frumsýnd. Henni var afar vel tekið vestanhafs og fór beint á toppinn þar um helgina. Aðal persónur myndarinnar eru mörgum kunn- ar en um er að ræða heimsfræga tölvuleikjakaraktera á borð við Maríó, Pacman-draugana og drekann Bowser. Aðal persónan er þó Ralph sem er vondi kall- inn í tölvuleiknum Fix-it Felix jr. Honum er farið að leiðast hlut- skipti sitt og dreymir um að verða hetjan. Einn daginn ákveður hann því að gera eitthvað í málinu og setur þá allan tölvuleikjaheiminn á annan endann. John C. Reilly, Jane Lynch og Ed O‘Neill eru meðal þeirra sem ljá persónum myndar- innar rödd sína. - trs KVIKMYNDARÝNI Helgin full af stórmyndum ALLT HEFUR ÁHRIF Tom Hanks og Halle Berry fara með aðalhlutverkin í stórmyndinni Cloud Atlas sem segir frá því hvernig hegðun einstaklings getur haft áhrif í fortíð, nútíð og framtíð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.