Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 50
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR lifsstill@frettabladid.is KYNLÍF Í viku hverri er ég með fyrirlestur um kynlíf fyrir börn í 8. til 10. bekk grunnskóla. Fyrir- lestrarnir eru gjarnan kynjaskipt- ir og vel sóttir. Í fræðslunni fer ég ýtarlega í allar hliðar kynfæranna og sýni þá gjarnan ljósmyndir af raunverulegum kyn færum enda mikilvægt að börn sjái fjölbreyti- leikann í þeim. Þá spjöllum við um margvíslega kynhegðun, kyn- hneigð, samskipti um kynlíf, klám og reynum að skilgreina þessa upplifun sem kynlíf er. Síðasti punkturinn er í raun í mótsögn við fræðsluna en það er ágætt að krakkarnir viti það, við erum jú öll einstaklingar með eigin upp lifanir. Það á það til að gleymast á þess- um árum þegar marga langar til að vera eins og „hinir“. Mér þykir óendanlega vænt um þessa rúmu klukkustund sem við krakkarnir eigum saman, en þau hlusta ekki bara á mig blaðra held- ur hlusta ég einnig á þau. Þá koma gullkornin sem fá mig oftar en ekki til að staldra við. Það er mín upplifun að greina megi ákveðna kynjaskiptingu í spurningunum. Strákarnir spyrja oft um „skrýtið“ kynlíf, eitthvað sem þeir sáu á net- inu eða heyrðu af. Það virðist vera eins og þeir nálgist kynlíf meira sem skemmtiefni og eitthvað sem megi hlæja að. Þetta rímar við rannsóknir á viðhorfum íslenskra drengja til kláms. Hvort það er slæmt eða ekki get ég ekki sagt til um en þessir strákar segja mér að þeir geri greinarmun á kynlífi á netinu og raunveruleikanum. Þeim finnst þetta bara svo fynd- ið, sem er ágætt viðhorf því kynlíf má vera skemmtilegt og með dass af húmor. Stelpurnar spyrja oftast hvenær maður sé tilbúinn til að stunda kynlíf og hvernig maður viti hvort maður sé tilbúinn. Þá nefna þær dæmi um ákveðinn aldur eða fjölda bólfélaga og vilja vita hvort mér finnist þessi dæmi í lagi. Þetta eru öllu erfiðari spurningar, sér- staklega í ljósi þess að engin hald- bær svör eru til. Ég segi þeim frá 15 ára aldursviðmiði hegningar- laga og reyni að gefa þeim nokkr- ar leiðbeinandi spurningar sem þær geta svarað fyrir sjálfar sig. Þá segi ég líka að þær eru ekki til- búnar að sofa hjá ef þær hafa ekki stundað sjálfsfróun því fyrsta kynlífið sem maður stundar á að vera með sjálfum sér. Sjálfsfróun þýðir þó ekki að þær eigi að fara að stunda kynlíf með öðrum og við tölum líka um það. Eftir þessa umræðu spyrja þær hvernig þær geti talað við foreldrana um kynlíf áður en þær byrja að stunda það. Það finnst mér mjög mikilvægur punktur og er í raun lykilinn að vel lukkaðri kynfræðslu. Því býð ég foreldra hjartanlega velkomna í kynfræðslu til mín. Börnin ykkar vilja leita til ykkar en kunna það ekki og ég er boðin og búin til að aðstoða. KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is hr.is cdio.org EDWARD CRAWLEY Föstudaginn 9. nóvember kl. 9:00, stofu M209 Fundarstjóri: Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar. Fyrirlesturinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Tekið er við skráningum á netfangið skraning@hr.is Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík býður til morgunverðarfundar um hugmyndafræði CDIO samstarfsnetsins sem verið er að innleiða í HR. Edward Crawley er prófessor í geim- og flugverkfræði við MIT háskóla og frumkvöðull CDIO samstarfsnetsins. Dr. Edward Crawley NÝ SÝN Á TÆKNIMENNTUN Nemendur við Háskólann við Bifröst fengu það verk- efni að bæta samfélagið á einhvern hátt. Einn hópur nemenda kaus að auðvelda eldri borgurum aðgengi að lesefni. FÓLK „Við erum allar meistara- nemar við Háskólann við Bifröst og verkefnið var liður í námskeið- inu Áætlunargerð og verkefna- stjórnun. Það gekk út á að bæta samfélagið á einhvern hátt, annað- hvort með því að bæta umhverfið eða líf fólks. Við áttum að setja fram hugmynd, skipuleggja hana, framkvæma og loks meta árangur hennar,“ útskýrir Berglind Laxdal, nemandi við Háskólann við Bif- röst. Hún og samnemendur hennar völdu að auðvelda eldri borgurum aðgengi að bókum og öðru menn- ingartengdu efni. „Við ræddum um hvað tengdi okkur í hópnum saman og kom- ust að því að það var lestur. Okkur langaði mikið að miðla þessum áhuga okkar áfram inn í verk- efnið. Raunin er sú að fólk miss- ir oft hæfileikann til að geta notið lesturs þegar það eldist og sjónin versnar.“ Að sögn Berglindar duttu þær Eva Björk Káradóttir, Karen Inga Einarsdóttir og Magnea Ólafs- dóttir óvænt niður á hljóðbóka- spilara frá fyrirtækinu Örtækni sem er hannaður eins og gamalt segulbandstæki og auðveldur í notkun. Þær höfðu samband við fyrirtækið og óskuðu eftir því að fá að kynna og gefa eitt tæki til Félags eldri borgara. „Með þessu er hægt að auð- velda aðgengi félagsmanna að menningar efni og FEB getur síðan lánað félagsmönnum sínum spilar- ann að vild.“ Hópnum þótti verkefnið bæði skemmtilegt og gefandi og segir Berglind að fólk ætti oftar að láta gott af sér leiða. „Það gefur manni mikið að geta glatt aðra og allir í bekknum höfðu virkilega gaman af þessu verkefni,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is Gaman að geta glatt aðra SKEMMTILEGT VERKEFNI Berglind Laxdal og samnemendur hennar fengu skólaverkefni sem gekk út á að bæta samfélagið á ein- hvern hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TÍSKA Söngkonan M.I.A. stað- festi nýverið að hún hefði tekið höndum saman við ítalska tísku- húsið Versace. Söngkonan vildi ekki gefa upp nánari upplýsing- ar um samstarfið við Versace en birti mynd af tölvuskjá sínum og þar mátti sjá möppur með heit- inu „Versace Prints“, „Bootleg Versace“ og „Versace Outlines“. Því er ljóst að hlutverk M.I.A. er töluvert. Yfirhönnuður tískuhússins er Donatella Versace og tók hún við stjórnartaumunum eftir að bróð- ir hennar, Gianni Versace, var myrtur. Hönnun tískuhússins þykir glysgjörn og kvenleg. M.I.A. útskrifaðist með gráðu í myndlist og kvikmyndagerð frá Central St. Martins skólanum í London og vann um hríð sem grafískur hönnuður áður en hún sneri sér að tónlist. Söngkonan er engu minna þekkt fyrir litrík- an klæðnað sinn og því er víst að samstarf hennar og Versace verð- ur ekki dauflegt. M.I.A. og Versace taka höndum saman Hvenær er maður tilbúinn? SPJALLAÐ Unglingar vilja leita ráða hjá foreldrum sínum um mál er tengjast kynlífi en þora ekki. NORDICPHOTOS/GETTY LITRÍK M.I.A. sést hér klæðast Versace frá toppi til táar. NORDICPHOTOS/GETTY HÁLF TESKEIÐ AF KANIL á dag getur komið í veg fyrir andfýlu og vont bragð í munni, en kanill vinnur gegn bakteríum sem þrífast í munninum. Þetta kemur fram í Women ś Health. 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.