Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 8
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR8 EFNAHAGSMÁL Alþingi á að tryggja tafarlaust afnám verðtryggingar á lánsfé og að gildandi lög um neyt- endavernd séu virt. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna í Háskólabíói í fyrra- kvöld. Á fundinum var málsókn hjóna gegn Íbúðalánasjóði kynnt, en málsóknin er vegna verðtryggðs fasteignaláns og standa Hags- munasamtök heimilanna að baki henni. Þórður H. Sveinsson lög- maður skýrði frá málsókninni. Þá var fjallað um lagafrum- varp um neytendalán sem liggur fyrir þinginu, en samtökin hafa gert miklar athugasemdir við það. Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra svaraði þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á frumvarpið. Mikill hiti var í fundarmönnum en yfir þúsund manns komu saman á fundinum. Einnig hélt Pétur H. Blöndal alþingismaður erindi til varnar sparifjáreigendum og Guðmund- ur Ásgeirsson varaformaður Hags- munasamtaka heimilanna fyrir hönd stjórnarinnar. - þeb Fullt út úr dyrum á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna á þriðjudagskvöld: Krefjast afnáms verðtryggingar STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON PÉTUR BLÖNDAL VÍSINDI Vísindamenn við háskólann í Montreal staðfestu á dögunum að þeir hefðu fundið reikistjörnu sem ekki er hluti af stjörnukerfi, heldur flýtur frjáls um óravíddir alheimsins. Þetta er í fyrsta sinn sem til- vist slíks fyrirbæris er stað- fest. Þessi reikistjarna ber nafnið CFBDSIR2149, er um sjö sinnum stærri en Júpíter og í um 100 ljós- ára fjarlægð frá sólkerfi jarðar. Hún þykir geta gefið innsýn í hvernig stakir hnettir geta losnað frá stjörnukerfum. - þj Ný uppgötvun í geimnum: Reikistjarna ein á geimflakki Tilboð: 1.590 þús. Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 25.910 kr. Afborgun á mánuði aðeins: Chevrolet Lacetti Station 1.800.000 kr. 210.000 kr. 240.000 kr. 1.590.000 kr. 25.910 kr. Söluverð: Okkar hlutur: Þín útborgun: Heildarverð til þín: Afborgun: * Auk aga ngu r 60 þú s. virð isau ki Allt frá fjöru til fjalla lÍs en kus Faxafeni 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is ALÞINGI Prófkjör og forvöl stjórn- málaflokkanna eiga hug margra þingmanna þessa dagana og hefur borið á því að illa gangi að manna nefndarfundi af þeim sökum. Þá hefur verið fámennt í þingsal og þurft að ganga eftir því að nægi- lega margir þingmenn séu til að afgreiða mál. Fjáraukalög voru samþykkt til þriðju umræðu á þriðjudag. Það er í raun mikilvægasta atkvæðagreiðsl- an í ferli málsins því eftir aðra eru samþykktar stærstu breytingarn- ar sem þingið vill gera á frumvarp- inu. Venjan er sú að veigaminni breytingar eru gerðar við þriðju umræðu. Fjáraukalögin voru samþykkt með 23 atkvæðum stjórnarliða. Stjórnarandstæðingar, 22 talsins, sátu hjá, en 18 voru fjarstaddir. Venju samkvæmt fellir stjórnarand- staða ekki fjárlög og fjáraukalög, en hún hefði ekki þurft miklar tilfær- ingar til þess í gær, þar sem aðeins munaði einu atkvæði. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir þetta baga- legt þegar kemur að jafnstóru máli og fjáraukalögum. „Það er náttúrlega ekki boðlegt ef það þarf að fara að grátbiðja fólk um að koma og greiða atkvæði og taka þátt í umræðum, jafnvel þó menn séu að reyna að hafa fyrir því að komast inn á þing. Menn verða þá að vera þar líka. Þetta þætti ekki gott til eftirbreytni á öðrum vinnu- stöðum.“ Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir að reynt sé að tímasetja mikilvægar atkvæða- greiðslur vel og allar atkvæða- greiðslur séu auglýstar með fyr- irvara. Stundum sé hins vegar strembið að ná tilskildum fjölda í salinn. Það sé hins vegar misskiln- ingur að vinnustaður þingmanna sé bundinn við þingsalinn. „Hann er líka í þingflokkum og alls konar öðrum erindagjörðum, þannig að þetta er ekkert bundið núna við prófkjör eða neitt slíkt. En það er auðvitað ljóst að þau taka mikla athygli frá mönnum og skárra væri það nú.“ Ljóst sé hins vegar að prófkjörin hafi áhrif. „Það hefur auðvitað verið þann- ig undanfarna daga, undanfarnar tvær vikur, að það hefur borið á því að ekki hefur verið margt í þing- salnum og maður veit svo sem alveg hver skýringin er. Þetta er þó ekki neitt sem maður gæti kallað óeðli- legt.“ kolbeinn@frettabladid.is Fámennt í þingsölum vegna prófkjörsslaga Þingnefndarformaður kvartar yfir því að illa gangi að manna nefndarfundi og atkvæðagreiðslur um mikilvæg mál. Þingmenn séu uppteknir í prófkjörum. Skrifstofustjóri Alþingis segir eðlilegt að prófkjörin taki tíma hjá þingmönnum. ALÞINGI Hluti af starfi þingmanna fer fram utan þingsala og hefur sérstaklega borið á því undanfarið þegar þingmenn berjast fyrir sætum á listum flokka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BJÖRN VALUR GÍSLASON HELGI BERNÓDUSSON 32 þarf til 32 þingmenn verða að vera í salnum til að atkvæðagreiðsla sé gild 34 þingmenn voru við atkvæðagreiðslu um afbrigði á fimmtudag 29 þingmenn voru þá fjarstaddir Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS FLINKUR KNAPI Liðsmaður hinnar heilögu stríðsmannareglu Nihang á Indlandi situr tvo hesta samtímis á síkahátíð í borginni Amritsar. Geri aðrir betur. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.