Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 68
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR52 52tónlist TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í SPILARANUM tonlist@frettabladid.is UM STUND með Valdimar er plata vikunnar ★★★★ „Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl.“ - TJ Egill Ólafsson Vetur Ómar Guðjónsson Út í geim Donald Fagen Sunken Condons Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 8. - 14. nóvember 2012 LAGALISTINN Vikuna 8. - 14. nóvember 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn 2 Retro Stefson ..............................................................Glow 3 Valdimar ......................................................................... Sýn 4 Ragnar Bjarnason / Jón Jónsson ...................... Froðan 5 Rihanna ..............................................................Diamonds 6 Adele ..........................................................................Skyfall 7 Jónas Sigurðsson ...................................... Hafið er svart 8 Mumford & Sons ............................................. I Will Wait 9 Bruno Mars .............................. Locked Out Of Heaven 10 Of Monsters And Men ....................Mountain Sounds Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn 2 Retro Stefson ..............................................Retro Stefson 3 Valdimar ..............................................................Um stund 4 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 5 Skálmöld ............................................................Börn Loka 6 Jónas Sigurðsson .............. Þar sem himin ber við haf 7 Sigur Rós ...................................................................Valtari 8 Bjarni Arason ................................................ Elvis Gospel 9 Friðrik Ómar ........................................ Outside The Ring 10 Úr kvikmynd ................................................Ávaxtakarfan Jólaplötur eru órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni. Meðal fimm erlendra flytjenda sem eru í sérstöku jólaskapi í ár eru Rod Stewart, Sufjan Stevens og Cee-Lo. Fimm fræknir í jólaskapi Sufjan Stevens - Silver & Gold: Songs for Christmas, Volumes 6-10 Þetta er safn af fimm EP-jólaplötum sem sérvitringurinn Stevens hefur tekið upp frá 2006 til 2012. Meðal laga í boxinu er hið epíska, þrettán mínútna Christmas Unicorn sem fjallar um hversu markaðsmennskan í kringum jólin hefur farið illa með okkur. Sex ár eru liðin síðan Stevens gaf út jólaplötuna Songs For Christmas. Lady Antebellum - On This Winter´s Night Þetta er fyrsta jólaplata Lady Antebellum í fullri lengd. Þessi kántrípoppsveit, sem sankaði að sér Grammy-verðlaunum í fyrra, gaf fyrir tveimur árum út EP-jólaplötuna A Merry Little Christmas. Lady Antebellum nýtur mikilla vinsælda í Banda- ríkjunum og hefur náð tveimur breiðskífum í efsta sæti bandaríska listans. Rod Stewart - Merry Christmas, Baby Gamli refurinn Rod Stewart er að senda frá sér sína fyrstu jólaplötu. Meðal gestasöngvara eru Mary J. Blige, Michael Buble og Cee-Lo Green. Eitt nýtt lag er á plötunni, Red-Suited Super Man, en hin eru sígild jólalög í nýjum búningi Stewart. Upptökustjóri er David Foster sem hefur áður tekið upp vinsælar jólaplötur með Josh Groban og Andrea Bocelli. Cee-Lo Green - Magic Moment Þetta er fyrsta jólaplata rapparans Cee-Lo. Hann virðist hafa gert sérstakan jólasamning við Rod Stewart því söngvarinn kemur fram sem gestur á plötunni, rétt eins og Cee-Lo gerir á jólaplötu Stewart. Aðrir gestir eru Christina Aguilera, Prúðuleikararnir og fleiri. Engin ný lög eru á plötunni, heldur gömul og góð jólalög. Olivia Newton-John og John Travolta - This Christmas Olivia Newton-John hefur gefið út þrjár jólapötur á ferli sínum. Í þetta sinn er John Travolta henni við hlið en þau léku einmitt saman í söngvamyndinni Grease. Eitt lagið á This Christmas, I Think You Might Like It, mun einmitt vera framhald af You´re the One That I Want. Allur ágóði plötunnar rennur til góðgerðar- mála og á meðal gesta eru Barbra Streisand og James Taylor. Bandaríski tónlistarmaðurinn Cody ChesnuTT vakti mikla athygli árið 2002 þegar hann sendi frá plötuna The Headphone Masterpiece. Þetta var tvöföld 36 laga plata, tekin upp á fjögurra rása segulbands- tæki í heimahljóðverinu hans sem hann kallaði The Sonic Promise- land. Platan seldist ekki mikið en fékk frábæra dóma, enda ferskt og „lo-fi“ sambland af sálartónlist, blús, fönki, rokki og hipphoppi. Plat- an var meðal annars tilnefnd til Shortlist-verðlaunanna. Á meðal aðdáenda Codys voru meðlimir hipphoppstórsveitarinnar The Roots, en þeir félagar fengu hann með sér í hljóðver og gerðu nýja útgáfu af einu laganna á plötunni, The Seed, og settu á plötuna sína Phrenology. Eftir þessa velgengni fór frekar lítið fyrir Cody ChesnuTT. Hann tók upp nýja plötu árið 2006 og spilaði efni af henni á tónleikum, en hún er enn óútgefin. 2010 gaf hann út fimm laga EP-plötuna Black Skin No Value. Í októberlok kom svo loksins ný plata í fullri lengd, Landing On A Hundred. Á Landing On A Hundred eru 12 lög eftir Cody. Í þetta skipti voru lögin ekki tekin upp í heima- hljóðverinu, heldur fór Cody til Memphis í gamla hljóðverið hans Willies Mitchell og tók þau upp þar. Þetta er hljóðverið sem þekkt- ustu plötur Al Green voru teknar upp í. Tónlistin á Landing On A Hundred er hreinræktaðri sálartónlist heldur en á fyrri plötunni. Þetta er frábær sálartónlistarplata. Laga- og textasmíðarnar eru flottar og Cody syngur af mikilli innlifun. Það er engu líkara en gald- urinn sem einkennir bestu plötur Al Green hafi skilað sér inn í upp- tökurnar hjá Cody. Sálartónlistarplata ársins LÖNG MEÐGANGA Eftir 10 ár er komin ný plata frá Cody ChesnuTT. JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS KEMUR ÚT 27. NÓVEMBER Meðal efnis í blaðinu: Jólaljósin, kökur, sætindi, skraut, föndur, matur, borðhald, jólasiðir og venjur. Atli Bergmann atlib@365.is 512 5457 Benedikt Freyr Jónsson benni@365.is 512 5411 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is 512 5427 Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is 512 5432 Bókið auglýsingar tímanlega:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.