Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 32
32 15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR Kosningaréttur þykir sjálfsagð-ur í lýðræðisríkjum og tölu- vert púður hefur farið í umræður hér á landi um stjórnarskrá, kosn- ingalög, jöfnun atkvæðisréttar o.fl. Engin umræða spannst hins vegar eftir ábendingar Gunnars B. Eydal lögfræðings í Tímariti lögfræðinga 2009 um að skortur sé á samræmd- um reglum um mat á gildi kjör- seðla við talningu atkvæða á milli kjördæma í almennum kosningum. Löggjafinn er ekki vakandi í þessu réttindamáli. Á Íslandi er kjörsókn almennt góð og kjósendur treysta því að svipaðir ágallar á kjörseðl- um verði metnir með sambæri- legum hætti í öllum kjördæmum. Sú er ekki raunin. Kjósendur gera sér heldur ekki allir grein fyrir því hvað lítið þarf til að atkvæði þeirra verði metið ógilt og þar með án þýðingar um niðurstöðu kosninga. Mat á gildi atkvæða var ekki sam- ræmt í þjóðaratkvæða greiðslunni í október Við undirritaðar, skipaðir umboðs- menn kjósenda í Reykjavíkurkjör- dæmi norður í þjóðaratkvæða- greiðslunni þann 20. október sl., gerðum þá kröfu við taln- ingu atkvæða að landskjörstjórn úrskurðaði um gildi 179 ágrein- ingsseðla, sem yfirkjörstjórn kjördæmisins hafði metið ógilda. Á 127 kjörseðlum hafði kjósandi gert leiðréttingu á svari sínu við einni spurningu eða fleiri og allir atkvæðaseðlarnir voru metnir ógildir í heild af yfirkjörstjórn kjördæmisins. Hins vegar svaraði kjósandi einni spurningu eða fleir- um með já og nei, en öðrum spurn- ingum eingöngu með já eða nei eða ekki í samtals 52 tilvikum. Þess- ir atkvæðaseðlar voru með sama hætti metnir ógildir í heild sinni. Töldum við þá niðurstöðu óvið- unandi og bentum við á að: 1. Kjósendum hefði verið frjálst að svara einni eða fleiri spurn- ingum (6 spurningar) á einum og sama kjörseðlinum. 2. Í 101. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis segði að atkvæði skyldi ekki meta ógilt, þó að gallað væri, ef greinilegt væri hvernig það ætti að falla nema aug- ljóslega kæmi í bága við einn eða fleiri stafliði 100. gr. Það yrði því ekki séð að kjósanda væri óheim- ilt að leiðrétta svar sitt á kjörseðli ef það væri gert með snyrtilegum hætti og greinilegt væri hvernig atkvæðið ætti að falla. 3. Tilviljun réði því að einn kjör- seðill væri notaður við atkvæða- greiðsluna en ekki 6 kjörseðlar. Hefðu þeir verið 6 talsins hefði væntanlega ekki verið horft til þess hvort kjósandi ógilti ein- hverja spurningu heldur einungis horft til hvers seðils fyrir sig. Þó að í 12. gr. laga nr. 91/2010 segi að um atkvæðagreiðsluna sjálfa fari eftir lögum um kosn- ingar til Alþingis, verður að horfa til þess að kjörseðlarnir í þess- ari þjóðaratkvæðagreiðslu voru í verulegu ósamræmi við alla aðra kjörseðla sem hafa sést hér á landi. Atkvæðagreiðslan var ráð- gefandi en ekki var um bindandi kosningu að ræða. Þá var mikilvægt að engin sér- stök kynning fór fram um það af hálfu stjórnvalda fyrir kosning- arnar að svar við einni spurningu eða fleirum af þeim sex sem voru á kjörseðlinum, snyrtileg leið- rétting á svari eða eyðilegging á svari með því t.d. að svara einni spurningu bæði já og nei myndi þýða ógildi á kjörseðlinum í heild þótt ekkert væri athugunarvert við merkingu kjósanda við aðrar spurningar á kjörseðlinum. Landskjörstjórn úrskurðaði í samræmi við okkar viðhorf Var það afstaða okkar að meta ætti svör kjósanda við hverri og einni spurningu á kjörseðlum eins og um sérstakan kjörseðil væri að ræða vegna hverrar spurning- ar. Jafnframt að kjósanda hefði vegna eðlis atkvæðagreiðslunnar verið heimilt svo gilt væri að leið- rétta svar sitt á kjörseðli, hefði það verið gert með snyrtilegum hætti þannig að ljóst væri hver vilji hans var. Framkvæmd kosninganna var vanhugsuð. Landskjörstjórn féllst á þessa afstöðu okkar í öllum meg- inatriðum, sbr. www.landskjor.is/ media/frettir/urskurdur29102012_ RvkNordur.pdf. Mat á gildi atkvæða var þ.a.l. ekki samræmt á milli kjördæma í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Það voru hagsmunir 173 kjósenda í Reykjavíkurkjör- dæmi norður sem voru hér að veði og kjördæmi landsins eru sex. Við höfum hins vegar engar upplýsing- ar um hversu margir atkvæðaseðl- ar/svör við spurningum voru að veði í öðrum kjördæmum í kosn- ingunum. Afstaða 173 kjósenda að veði – í einu kjördæmi Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal ann- ars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hug- myndafræði þar sem einstak- lingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. Þrátt fyrir langa setu á Alþingi, bæði sem almennur þingmaður og ráðherra, hefur þér tekist að sneiða hjá stórum hneykslismálum og mistökum á ferlinum. Það sama verður ekki sagt um alla stjórnmálamenn af þinni kynslóð, plús mínus nokkur ár. Margar breytingar á íslensku stjórnkerfi voru gerðar af þinni kynslóð á Alþingi á sama tíma og þú áttir þar sæti. Meingallað kvótakerfið var sett á fót. Samflokksmönnum þínum hefur ekki enn tekist að vinda ofan af því kerfi. Skyldu- sparnaði var komið á (að mig minnir) þar sem inneignir fólks brunnu upp í óðaverðbólgu. Ef ég man rétt þá var það einnig fólk af þinni kynslóð sem stóð fyrir þessari óðaverðbólgu með endur- teknum gengisfellingum til að auka verðgildi fiskafurða. Marg- ir einstaklingar af þinni kyn- slóð fengu íbúðalán án verðbóta og greiddu þ.a.l. ekki nema lítinn hluta til baka þar sem verðbólg- an sá um hitt. Einstaklingar af þinni kynslóð einkavæddu ríkis- bankana (skiptu þeim á milli vina sinna) og lögðu þannig grunninn að umfangsmiklu bankahruni. Ágæti Sighvatur, ég ætla ekki að dæma þig eða alla þína kyn- slóð af verkum þessara sam- borgara þinna. Ég dæmi þig hins vegar af skrifum þínum um mig og mína kynslóð. Í skrifum þínum á Vísi þann 10. nóvem- ber sl. tínir þú til nokkur dæmi um fólk á mínum aldri sem tók vafasamar viðskiptaákvarðanir í lagaumhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Þú notar þessi afglöp til að dæma mig og þúsundir samborgara minna. Ég er ekki á vanskilaskrá. Ég hef ekki stundað viðskipti nema sem kaupandi á vörum og þjónustu í neytendafjandsam- legu umhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Ég tók ekki þátt í útrásinni. Ég hef ekki einu sinni keypt flatskjá svo vísað sé til orða manns af þinni kynslóð. Þér hefur ekki verið úthlutað dómsvald yfir mér og minni kyn- slóð og frábið ég, og eflaust fleiri af minni kynslóð, mér þá for- dóma sem koma fram í skrifum þínum þegar þú kallar okkur sjálfhverf. Að dæma heila kyn- slóð af afglöpum nokkurra ein- staklinga segir meira um þann sem dæmir en þann dæmda. Sem betur fer er nú fólk af minni kyn- slóð á þingi sem kann betur að rökræða en þú Sighvatur. Samt er ljóst að það verður erfitt að leysa þau vandamál sem ein- hverjum af þinni kynslóð tókst að leggja grunninn að. Skrif þín þann 10. nóvember sl. hjálpa ekk- ert til, nákvæmlega ekkert, við enduruppbyggingu eftir hrun. Megir þú vel og lengi lifa en vinsamlegast hættu að skrifa ef þú getur ekki vandað þig betur og sleppt fordómum í garð ann- arra. Ágæti Sighvatur Björgvinsson Eftir fall Sovétríkjanna hvarf um leið tilverugrundvöllur Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hernaðarveldin voru hins vegar ekki á þeim buxunum að leggja upp laupana. NATO fór að færa út kvíarnar og í stað þess að snú- ast fyrst og fremst um varnarmál eigin aðildarríkja og vopnakapp- hlaup við Sovétríkin og fylgiríki þeirra tók bandalagið að hasla sér völl á ýmsum öðrum svæðum. Lengi framan af var ekki aug- ljóst hvert stefndi með grundvöll NATO, en að lokum hafði hern- aðarhyggjan betur. Í stað þess að Atlantshafsbandalagið væri lagt niður, sem hefði verið rökrétt, var ákveðið að tryggja efnahags- lega og pólitíska hagsmuni hern- aðar og vopnakapphlaups. Hér á landi lögðu stjórnarherrar sig alla fram um að ríghalda í bandaríska herliðið á Miðnesheiði, enda þótt Bandaríkjamönnum sjálfum væri löngu ljóst að vera þess hér væri tilgangslaus. Fastaráð NATO sam- þykkti sumarið 2007 beiðni þáver- andi ríkisstjórnar Íslands um að NATO-ríki hefðu með höndum tímabundna loftrýmisgæslu með orrustuþotum hér við land. Í kjöl- far þess að herinn fór var síðan lögð vinna í sérstakt áhættumat í öryggis- og varnarmálum þjóðar- innar. Ein af meginniðurstöðum þeirrar vinnu er að „engar vís- bendingar eru um að hernaðar- ógn muni í náinni framtíð steðja að Íslandi“. Þrátt fyrir þessa aug- ljósu staðreynd takast enn á sjón- armið gömlu hernaðarhyggjunnar annars vegar og hins vegar nýrr- ar sýnar og nálgunar í öryggis- málum. Þegar Alþingi ákvað að hefja vinnu við að móta þjóðarörygg- isstefnu var ljóst að meirihluti Alþingis vildi hverfa frá þröngri hernaðarhugsun og segja skilið við kalda stríðið. Það kemur því óneit- anlega á óvart að hernaðaræfing- ar, eins og loftrýmisgæsla NATO, skuli enn eiga fylgismenn í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Loftrýmisgæsla í nokkrar vikur á ári hefur ekkert með öryggi Íslands að gera. Það er ástæða þess að ég hafði frumkvæði að því á nýloknu þingi Norðurlandaráðs að fjalla um loftrýmisgæsluna við Ísland. Gagnrýndi ég þar eink- um utanríkisráðherra hlutlausu landanna Finnlands og Svíþjóðar fyrir að vilja taka þátt í þessum hernaðarleikjum, en skálkaskjólið nú er að allt sé þetta í anda „nor- rænnar samvinnu“. Hún er vissu- lega góð en á hins vegar ekki að snúast um hernaðarbrölt. Um það getur ekki orðið breið samstaða enda er loftrýmisgæslan arfur frá tímum kalda stríðsins. Það vita hins vegar flestir að því er lokið og þess vegna eiga menn að hætta þessum stríðsleikjum. Er kalda stríðinu ekki lokið? Kosningar Ásdís J. Rafnar lögfræðingur Hulda Rúriksdóttir hæstaréttarlögmaður Öryggismál Árni Þór Sigurðsson alþingismaður Samfélagsmál Stefán Hrafn Jónsson félagsfræðingur „Fremstur norrænna sakamálahöfunda.“ THE TIMES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.