Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 26
26 15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Ég hef spáð mikið í auglýsingu Stöðv-ar 2, þar sem Pétur Jóhann Sigfús- son leikur „Tong Monitor“, mann sem á að vera af asískum uppruna og talar framandi íslensku með hreim. Auglýsingin vakti athygli fólks og marg- ir telja hana vera særandi í garð asísks fólks á Íslandi en aðrir bara saklaust grín. Sjálfum finnst mér auglýsingin (eða leikur Péturs) ekki vera fyndin og hafa vond áhrif á íslenskt þjóðfélag. Af hverju? Í fyrsta lagi er framburður hins íslenska tungumáls fólki af asískum uppruna mjög erfiður. Hreimurinn stafar ekki af van- rækslu við íslenskunámið heldur er fram- burðurinn okkur einfaldlega erfiður. Við erum, og nú tala ég ef til vill fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, ekki stolt af því að tala íslensku með hreim. Starfs míns vegna býðst mér oft að koma í útvarpsþætti og tala en ég skammast mín alltaf hve lélega íslensku ég tala. Samt tala ég í útvarpi sé mér boðið það vegna þess að það er hluti af starfi mínu. Ég myndi þó verða dapur ef einhver gerði grín að framburðinum mínum. Grín líkt og með „Tong Monitor“ er því ógn fyrir fólk sem talar og verður, t.d. starfs síns vegna eða bara almennra samskipta, að tala íslensku með hreim. Í öðru lagi, þá eru í áhorfendahópi Stöðv- ar 2 börn og unglingar. Hvað hugsa þau þegar auglýsingin er sýnd? Skilaboðin frá hinum íslenska fjölmiðli eru skýr: „Ah, við megum gera grín að innflytjendum með því að herma eftir íslenskunni þeirra.“ Þetta er vondur boðskapur. Ég tel að í þjóðfélaginu séu einhver sið- ferðisleg viðmið. Varðandi grín í fjölmiðl- um þá vil ég segja þetta: Gerið grín að þeim sem geta svarað fyrir sig. Að gera grín að fólki sem getur ekki svarað fyrir sig er í mínum huga það sama og einelti. Hvernig getur sérhver manneskja af asísk- um uppruna svarað fyrir „hið opinbera grín“ Stöðvar 2? Ég er undrandi á að Stöð 2 skuli ekki hafa séð fyrir hvaða áhrif auglýsingin myndi hafa. Ég óska þess að fjölmiðlafólk læri af þessari reynslu. Grín eða einelti? Samfélags- mál Toshiki Toma prestur innflytjenda Að gera grín að fólki sem getur ekki svarað fyrir sig er í mínum huga það sama og einelti. Talað gegn eigin skoðun Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur tjáð sig töluvert um það undanfarið að henni finnist forgangsröðun á Alþingi út í hött. Ríkisstjórnarflokkarnir setji smotterí eins og stjórnarskrá á odd- inn á meðan önnur brýnni mál fyrir heimilin í landinu sitji á hakanum. Vigdís er þó ekki með málefni heimilanna í huga í fyrirspurnum sínum. Þær lúta nefilega, líkt og svo margar frá henni, að Evrópusambandinu. Segi málaskrá eitt- hvað um forgang þingmanna, er ESB aðalforgangsmál Vigdísar, ekki málefni heimilanna. Ítarlegar spurningar Vigdís spyr einnig, ásamt Ásmundi Einari Daðasyni, um námskeið um samband Íslands og Evrópu. Sú spurning er í sjö liðum og það ansi hreint ítarlegum. Þar er til dæmis spurt hvort tiltekið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sé „niðurgreitt af Evrópu- stofu og/eða ESB um rúmlega 80%?“ Hér spyr fólk sem veit svarið. Fjórða áfallið Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, talaði um slæma stöðu lántakenda á þingi í gær. Fólk sem keypti eignir á síðustu árum fyrir hrun hafi orðið fyrir þremur áföllum; fasteignaverð hrapaði, verðtryggð lán fóru upp úr öllu valdi og kaup- máttur fór niður. Jón Gunn- arsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, var snöggur að bæta fjórða áfallinu við: Hinni tæru vinstri stjórn. Ástandið væri henni mest að kenna. kolbeinn@frettabladid.is Slagur við Dróma Af hverju fáum við fyrrum viðskiptavinir Spron og Frjálsa fjárfestingabankans ekki banka eins og aðrir Íslendingar?? Nú er tækifærið, stöndum saman. „Þrotabú er ekki staður fyrir eðlilega bankastarfsemi“ Samstöðufundur í dag fimmtudaginn 15. nóvember kl. 17:00 að Reykjavíkurvegi 64, (2.hæð) Hafnarfirði. Fundarstjóri: Ólafur Ísleifsson Facebook : slagur við dróma slagurviddroma@gmail.com A llir stundi nám og vinnu við sitt hæfi, er heiti skýrslu með tillögum um samþættingu menntunar og atvinnu sem kynnt var nú í vikunni. Skýrslan er unnin af starfs- hópi sem skipaður var af forsætisráðuneytinu og titillinn vísar til skilaboða stjórnarskrárinnar um rétt borgar- anna til menntunar og fræðslu. Meðal tillagna starfshópsins má nefna að námstími í grunn- og framhaldsskóla verði styttur, áhersla verði lögð á einstaklingsmiðað nám, að samfella milli skólastiga verði aukin og einnig ráðgjöf til ungs fólks um menntun og atvinnu. Þá er lagt til að verk- og tækni- námi verði gert hærra undir höfði á öllum skólastigum. Allt eru þetta vel þekkt og meira og minna áður fram sett mark- mið. Vilji stendur til að auka fjöl- breytni í grunnmenntun og að skólakerfið mæti betur þörfum atvinnulífsins til skemmri og lengri tíma litið. Engu að síður er staðan sú að þorri nemenda í framhaldsskólum stundar nám á bóknámsbrautum þrátt fyrir að rannsóknir sýni að áhugi þeirra stendur ekki síður til verknáms og brottfall úr framhaldsskólanámi er óvíða meira en hér á landi. Ekki er fráleitt að tengja þetta tvennt saman, þ.e. að of margir nemendur stundi nám sem höfðar ekki nægilega vel til þeirra og flosni af þeim sökum upp frá námi. Ástæður þess að ekki hefur tekist sem skyldi að byggja upp verk- og tækninám í nægilega miklum mæli eru margar og flóknar. Verk- legt nám er til dæmis mun dýrara en bóknám, bæði í stofnkostnaði og rekstri. En það er ekki bara skortur á framboði sem stendur í vegi fyrir því að ungt fólk mennti sig meira á verklega sviðinu. Ekki hefur tekist að skapa verklegu námi sama sess og bóklegu þannig að ung- mennunum sjálfum og ekki síður foreldrum þeirra virðist mörgum ekki þykja annað fullnægjandi en bóklegt stúdentspróf. Þetta er hugarfarsleg hindrun sem miklu skiptir að hreyfa við. Meðan ekki tekst að gera verk- og tæknigreinar eftirsóknarverðar mun ekki takast að laða fleiri til náms í þeim greinum, sama hversu mikið námsframboðið er. Það er mikilvægt fyrir atvinnulífið í landinu að hægt sé að sækja menntun sem nýtist því sem best. Það er þó ekki síður mikilvægt fyrir hvert og eitt ungmenni að eiga þess kost að stunda nám sem getur veitt aðgang að góðum og gefandi störfum í framtíðinni. Margt hefur breyst frá því að fólk menntaði sig til ákveðins starfa sem það lagði svo stund á starfsævina á enda, jafnvel á sama vinnu- staðnum. Í nútímasamfélagi er algengara að fólk færi sig ekki bara milli vinnustaða heldur einnig starfsgreina. Ungt fólk þarf þannig að eiga þess kost að leggja grunn að fjöl- breyttri starfsævi í grunnnámi sínu. Því hlutverki sinnir skólakerfið að mörgu leyti vel. Með meiri fjölbreytni í námsframboði og meiri sveigjanleika myndi það þó uppfylla betur stjórnarskrárákvæðið um að öllum sé tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Menntun og fræðsla við hæfi: Meiri breidd og meiri sveigjanleiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.