Fréttablaðið - 15.11.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 15.11.2012, Síða 34
34 15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR Árið 1988 var Arafat forseti enn útlagi í Túnis, PLO-samtökin voru stimpluð af Ísrael og Banda- ríkjunum sem hryðjuverkasam- tök og Yasser Arafat að sjálfsögðu yfirhryðjuverkamaðurinn. Hann fékk því ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og til þess að Ara- fat gæti ávarpað Allsherjarþingið ákvað þingheimur að flytja sig um set, frá New York til Genfar í Sviss, og þar flutti Arafat sína eftirminni- legu ræðu um sjálfstæði Palestínu og leiðina til friðar. Sama haust var haldið þjóðþing (PNC) Palestínu og þar lagði þing- heimur blessun sína yfir stefnu Arafats sem var að viðurkenna til- verurétt Ísraelsríkis á nærri 80% upphaflegrar Palestínu og sætta sig við orðinn hlut. Í stríðinu frá 1948-1949 bættu gyðingar við sig meira en fjórðungi landsins til viðbótar þeim helmingi sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim með samþykkt Allsherj- arþingsins um skiptingu Palestínu 29. nóvember 1947. Þá voru 22% landsins eftir, Gaza og Vesturbakk- inn að meðtalinni A-Jerúsalem. Ísraelsmenn hernámu fimmtung- inn sem eftir var í Sex daga stríðinu 1967 og þrátt fyrir allar heitstreng- ingar og margendurteknar álykt- anir Sameinuðu þjóðanna, bæði Öryggisráðs og Allsherjarþings, hefur Ísraelsríki enn ekki skilað landinu og nú eru 45 ár liðin. En landamærin frá því fyrir hernám- ið 1967 eru einu alþjóðlega viður- kenndu landamærin. Árið 1987 brutust út friðsöm mót- mæli Palestínumanna gegn her- náminu, Intifada hin fyrri. Þrátt fyrir friðsemd máttu hundruð Pal- estínumanna láta lífið og fleiri hljóta örkuml. Sjálfstæðisyfirlýsingin 15. nóv- ember vísaði til Palestínu innan 1967 landamæranna. Það var ekki lítil eftirgjöf af hálfu þeirrar þjóð- ar sem byggt hafði Palestínu frá örófi alda, en Arafat tókst að sann- færa þjóð sína um að þessi eftir- gjöf væri söguleg nauðsyn og allar stjórnmálafylkingar Palestínu- manna hafa síðan fallist á þessa niðurstöðu, þar á meðal Hamas- samtökin. Árið 1991 hófust friðarvið ræður í Madrid fyrir tilstuðlan Banda- ríkjanna en áður en þeim lauk var gerður samningur á laun, sem kall- aður var Óslóar-yfirlýsingin og var hún undirrituð í Washington í sept- ember 1993. Rabin forsætisráð- herra var nokkru síðar myrtur af öfgamönnum úr eigin röðum sem engan frið vilja semja. Síðan hafa slíkir verið við völd í Ísrael, frá Sharon til Netanyahu, stjórnmálamenn sem látast stundum vilja ræða frið og tala um friðar ferli, en verkin tala og segja aðra sögu. Árásir á íbúa herteknu svæðanna halda stöðugt áfram, landránið verður æ umfangsmeira og nú hefur hálf milljón landtöku- fólks verið flutt inn á Vesturbakk- ann, þvert á Genfarsáttmála. Forysta Palestínumanna hefur leitað leiða til að styrkja stöðu þjóð- arinnar með því að fá alþjóðlega viðurkenningu í von um að það gæti aukið möguleika á raunverulegum friðarviðræðum. Meirihluti þjóða heims viður- kenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki strax eftir sjálf- stæðisyfirlýsinguna 1988 en í þeim hópi voru hvorki Vesturveldin né hin svokölluðu vestrænu ríki. Þegar Suður-Ameríka fór að losa sig undan oki bandarísku heims- valdastefnunnar á síðustu árum viðurkenndu ríkin hvert af öðru Palestínu. Síðan gerðist það fyrir ári síðan, að Alþingi Íslendinga ályktaði sam- hljóða að viðurkenna bæri Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki og áréttaði jafnframt rétt palestínsks flóttafólks til að snúa heim aftur. Þessi ályktun sem var gerð 29. nóvember er söguleg fyrir margra hluta sakir og því miður er hún enn einstæð í röðum vestrænna ríkja sem hafa ekki viðurkennt sjálf- sagðan rétt palestínsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar og sjálfstæðis. Viðurkenningin varð síðan form- lega að veruleika á fundi íslenska og palestínska utanríkisráðherr- ans í Reykjavík þann 15. des ember 2011. Hlutur utanríkisráðherra okkar, Össurar Skarphéðins sonar, er slíkur í þessu máli, að hans mun lengi minnst, jafnt í Palestínu sem hérlendis og víðar. Framganga Öss- urar í Palestínumálinu hefur verið þessari þjóð til mikils sóma og ekki að ástæðulausu hve oft undirrit- aður fékk að heyra orð sem þessi í tengslum við viðurkenninguna; mikið er ég stolt af Alþingi og utan- ríkisráðherra. Margir sögðu líka, nú er ég stoltur yfir því að vera Íslendingur. Þetta var mjög á skjön við hið litla traust sem mældist þá almennt á stjórnmálamönnum. En þessi stefnumótun varð ekki til í tómarúmi. Hún var rökrétt framhald af stefnu Alþingis sem mótuð var árið 1989, og annar ógleymanlegur atburður á þeim ferli var heimsókn Steingríms Her- mannssonar, þáverandi forsætisráð- herra, til Arafats forseta í maí 1990 sem hafði aðsetur með útlagastjórn í Túnis. Steingrímur varð fyrst- ur vestrænna þjóðarleiðtoga til að rjúfa múrinn. Össur leiðir okkur í þau fótspor. Í dag minnumst við sjálfstæðis- yfirlýsingar Palestínu og eftir tvær vikur, þann 29. nóvember, munum við halda upp á eins árs afmæli sam- þykktar Alþingis og 25 ára afmæli Félagsins Ísland-Palestína. Þennan dag munu samstöðufundir með Pal- estínu haldnir víðs vegar um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna og vonir eru bundnar við að á þeim degi samþykki Allsherjarþingið til- lögu sem felur í sér viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu, þótt full aðild fáist ekki strax. Þetta mun auðvelda Palestínu aðild að alþjóðastofnunum eins og Alþjóða stríðsglæpadómstólnum, þannig að hægt verður að draga ráðamenn til ábyrgðar fyrir stríðs- glæpi Ísraels. Bandaríkjastjórn og Ísrael hamast gegn þessu og þegar eru hafnar efnahagslegar refsiað- gerðir gegn Palestínu fyrir þá sök að framfylgja sínum sjálfsagða rétti. Evrópuríkin standa mörg hik- andi hjá. Mikið má okkur þykja vænt að geta borið höfuðið hátt í þessu rétt- lætismáli. Þökk sé Alþingi og utan- ríkisráðherra. Heill sé þjóð og ríkis- stjórn sem eru samhuga í góðu máli. 15. nóvember – sjálfstæðisyfirlýsing Palestínu Ég er knúinn til að svara orðum Sigmars Guðmundssonar varðandi tónlistarflutning í þætt- inum Kastljósi sem birt voru í Fréttablaðinu 13. nóvember. Samkvæmt greininni segir hann: „Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi“ og síðar: „Ástæð- an er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistar mönnum fyrir að koma þar fram…“ Forsaga málsins er að í gildi hefur verið kjarasamningur milli Félags íslenskra hljóm- listarmanna (FÍH) og RÚV um greiðslur fyrir framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Fyrir nokkrum árum komum við til móts við þau sjónarmið RÚV- manna að framkoma í Kastljósi hefði ákveðið kynningargildi fyrir viðkomandi listamann/ menn og samið var um svokall- aðan „kynningartaxta“ sem gilt hefur síðan og kveður á um tölu- verða lækkun frá taxta. Er í lagi að tónlistarmenn vinni ókeypis? Þetta sömdum við um með hálfum huga af því að með framkomu tón- listarmannanna í Kastljósi er að verða til sjónvarpsefni sem nýtur mikils áhorfs og vinsælda og á auðvitað að vera metið sem slíkt í endurgjaldi. Af hverju að semja sig niður í launum? Svarið liggur annars vegar í þrýstingi frá hluta tónlistarmanna, sem telja hags- munum sínum vegna útgáfu hljóð- rita best borgið með því að koma fram í Kastljósi þó engin laun séu í boði. Hins vegar var fallist á af okkar hálfu að létta undir með RÚV í fjársvelti þess svo þessar upptökur og útsendingar héldu þó áfram. Kjarni málsins er þó alltaf af okkar hálfu, að tónlistarmenn skapa mikil verðmæti með „Kast- ljósspilamennskunni“ og eiga að fá borgað fyrir þau. Rétt er að benda á að aðeins hluti þeirra sem koma fram í flestum útsendingum hafa beina hagsmuni af „kynningunni“ sem Sigmar er svo rausnarlegur að bjóða. Fyrst og fremst eru það þeir sem eru útgefendur og/eða höfundar og telja sig þá „ná inn fyrir kostnaði“ annars staðar. Eftir sitja hinir sem taka oft þátt vegna félagslegs þrýstings og bera ekkert úr býtum. Er hægt að tala svona í forsvari fyrir opinbert fyrirtæki? Verst í þessu máli er að opin- ber starfsmaður skuli leyfa sér að tala á þeim nótum sem hér eru raktar. RÚV er rekið fyrir opinbert fé, ætlar stofnunin að ganga fram fyrir skjöldu með að byggja útsendingar á ókeypis vinnuframlagi annarra, þvert gegn gerðum samningum? Ég efa að starfsmenn RÚV fáist til að vinna launalaust við þáttagerð og útsendingar, er hægt að ætlast til þess af öðrum utanaðkomandi? Reyndar dettur mér í hug í því samhengi: Nú mælir göturnar mikill fjöldi ungs og vel mennt- aðs fólks í fjölmiðlafræði sem ekki hefur enn fengið vinnu við sitt hæfi. Leyfa mætti þeim að koma fram ókeypis í svo sem eitt sinn sem stjórnendur Kastljóss. Þau fengju kynningu til að fleyta þeim áfram í störf sem jafnvel væru launuð og spara mætti laun Sigmars. Eru ekki allir að tapa á að þetta er ekki gert? Ef við berum ekki virðingu fyrir störfum okkar, hver gerir það þá? Tónlistarlíf á Íslandi vekur um þessar mundir heimsathygli. Nýafstaðin Iceland Airwaves- hátíð ber því vitni, þegar þúsundir útlendinga flykkjast hingað til að upplifa hvað er að gerast. Grunn- ur þessarar öflugu tónlistarflóru er vel menntað fólk á öllum aldri sem hefur til að bera hæfileika og metnað. Ég skora á allt þetta fólk að bera nægilega virðingu fyrir sjálfu sér og starfi sínu til að beygja ekki af og láta stundar- hagsmuni grafa undan framtíðar- tilveru sinni. Enn fremur skora ég á forráðamenn RÚV að láta ekki raddir af þessu tagi tala í sínu nafni, þeim er það ekki sæmandi. Kastljósinu beint að Sigmari Þetta er í vinnslu“, „Verið er að ræða þetta“ og „Nefnd hefur verið skipuð til að skoða þessi mál“ eru frasar sem oft heyrast við úrlausn samfélagslegra vanda- mála. Stundum skilar slík vinna einhverjum árangri og stundum ekki, þannig er lífið. Staða hús- næðisskuldara eftir efnahags- hrunið 2008 er eitt slíkt vanda- mál. Nefndir voru skipaðar og leiðir fundnar á borð við 110% leiðina. Þær leiðir hafa nú verið framkvæmdar fyrir stóran hóp húsnæðisskuldara. Einn hópur skuldara situr þó eftir með sárt ennið, sá hópur sem tók hús- næðislán með lánsveði í annarri eign, oftast vandamanna. Þessar skuldir eru skiljanlega í litlum van skilum enda fæstir sem vilja láta selja ofan af foreldrum sínum eða tengdaforeldrum og greiða þessar skuldir fyrst allra skulda heimilisins. Miklu hefur verið lofað en ekkert gert til að leiðrétta stöðu þessa hóps. Jafna verður stöðu skuldara með lánsveð þannig að hún verði sam- bærileg stöðu annarra húsnæðis- skuldara. Það er bæði brýnt út frá sanngirnis- og réttlætissjónar- miðum. Skýrsla nefndar efnahags- ráðherra sem tók út framkvæmd á 110% leiðinni kom út í septem- ber 2011. Þar kom meðal annars fram að það voru einna helst þeir sem vildu sýna aðhald og var- kárni við húsnæðiskaup sem tóku lánsveð. Önnur niðurstaða var sú að sá hópur hefði setið eftir við framkvæmd 110% leiðarinnar og standi því nú verr að vígi en þeir sem tóku 100% lán hjá viðskipta- bönkunum. Margir hafa reynt að vekja athygli á þessari stöðu láns- veðsskuldara og því óréttlæti sem skuldarar með lánsveð hafa verið beittir við framkvæmd 110% leið- arinnar fram til þessa. Rúmt ár er nú liðið frá því að skýrslan kom út og enn þá hefur ekkert gerst og staða skuldara með lánsveð verri en staða ann- arra húsnæðisskuldara. „Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó …“ segir í gömlum texta. Ég hef þó áhyggjur af því að hjólin undir bílnum hjá fjölskyld- um með lánsveð séu orðin mun færri en þrjú og að bíllinn fari að stöðvast hjá ansi mörgum, sem nú eru fangar með fjölskyldur sínar í mikið yfirveðsettu húsnæði og komast ekkert, frekar en bíll sem vantar öll hjólin undir. Þrjú hjól undir bílnum – staða heimila með lánsveð Utanríkismál Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland- Palestína Fjármál Elín Sigurðardóttir félagsfræðingur með lánsveð Menning Gunnar Hrafnsson tónlistarmaður og stjórnarmaður í FÍH Einn hópur skuld- ara situr þó eftir með sárt ennið, sá hópur sem tók húsnæðislán með lánsveði í annarri eign, oftast vandamanna. Hlutur utanríkis- ráðherra okkar, Össurar Skarphéðinssonar, er slíkur í þessu máli að hans mun lengi minnst …
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.