Fréttablaðið - 15.11.2012, Síða 36

Fréttablaðið - 15.11.2012, Síða 36
36 15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR Undanfarna áratugi hafa end-urtekið komið fram vísinda- greinar sem vekja athygli og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nýleg dæmi er t.d. grein frá NASA sem birtist í hinu virta ritrýnda tímariti Science. Þar var sagt frá bakteríu sem nýtti sér arsenik í umhverfi með tak- mörkuðum næringarefnum.1 NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikil- vægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þess- ar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.2 Árið 2006 birtist vísindagrein í PLoS Pathogens sem greindi frá tilvist gammaretróvíruss- ins XMRV og tengslum hans við blöðruhálskirtilskrabbamein.3 Önnur grein sem vakti líka mikla athygli fjölmiðla birtist í Science árið 2009.4 Þar var greint frá því að sami vírus (XMRV) hefði einnig tengsl við síþreytu eða síþreytufár (e. chronic fatigue syndrome (CFS)). Þetta vakti að sjálfsögðu vonir hjá CFS-sjúk- lingum um að lækning væri í sjónmáli. Allar rannsóknir hafa bent til þess að niðurstöður þessar- ar greinar frá 2009 væru rang- ar. Aðalhöfundur greinarinnar reyndi í fyrstu að mótmæla þessu harðlega, dró niðurstöðurnar ekki sjálfviljug til baka og var eins og guð í augum sumra sjúk- linga, að berjast gegn öllum vís- indaheiminum fyrir nýrri lækn- ingu. Ritstjórn Science tók þá ákvörðun í lok árs 2011 að draga greinina til baka.5 Endahnútinn á söguna batt síðan 10 sinnum stærri rannsókn sem staðfesti að niðurstöður 2009 greinarinn- ar væru rangar.6 Aðalhöfundur greinarinnar frá 2009 er meðhöf- undur þessarar greinar og segist vera ævinlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í að afsanna fyrri niðurstöður. Varð- andi greinina frá 2006, þá höfðu höfundar hennar neitað að draga hana til baka þótt nánast öllum niðurstöðum hennar hefði líka verið hafnað af vísindasamfé- laginu. Í september 2012 tók rit- stjórn PLoS Pathogens þá ákvörð- un að draga greinina til baka og um leið birtist grein eftir sömu höfunda sem fjallar um hvað hafi farið úrskeiðis.7 Árið 2011 hafði birst grein um að XMRV-vír- usinn hefði líklega orðið til við samruna tveggja annarra vír- usa í rannsóknarstofu á 10. ára- tug síðustu aldar, væri ekki nátt- úrulegur og hefði litla möguleika á að sýkja fólk.8 Sjá nánar á vef Science.9 Ofangreind dæmi sýna vel hvernig vísindin vinna og hvern- ig niðurstöðum sem ekki standast skoðun er ýtt út af borðinu, jafn- vel þótt það taki mörg ár eða ára- tugi. Viðkomandi vísindamenn munu alltaf eiga erfitt með að viðurkenna mistök og draga nið- urstöður sínar til baka. Mistök eða mengun við framkvæmd til- rauna og oftúlkun rannsókna- niðurstaðna geta valdið röngum ályktunum. Fjárhagslegir hags- munir, möguleikar á styrkjum frá rannsóknarsjóðum, sam- tökum sjúklinga/áhugamanna til áframhaldandi rannsókna og pólitísk rétthugsun eiga það til að valda þrýstingi á vísindamenn, rannsóknarstofur og fyrirtæki að birta niðurstöður sem ekki eru nógu vandaðar eða fullgerðar. Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, fjölmiðlafólk og leikmenn efist alltaf um niður- stöður, hvort sem það er í rit- rýndum vísindatímaritum, á blaðamannafundum eða í frétta- tilkynningum. Sérstaklega þegar niðurstöður ganga gegn núver- andi þekkingu eða valda straum- hvörfum. Einungis ítrekaðar til- raunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær „réttri“ niðurstöðu. Ef niðurstöðurn- ar eru rangar mun vísindasam- félagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega. Eins og einhver orðaði það: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það oftast of gott til að vera satt“ og það gildir um vís- indi líka. Heimildir 1. Wolfe-Simon F, et al. A Bacterium That Can Grow by Using Arsenic Instead of Phospho- rus. Science. 2011;332(6034):1163-6. 2. Reaves ML, et al. Absence of Detectable Arsenate in DNA from Arsenate-Grown GFAJ- 1 Cells. Science. 2012;337(6093):470-3. 3. Urisman A, et al. Identification of a novel Gammaretrovirus in prostate tumors of patients homozygous for R462Q RNASEL variant. PLoS pathogens. 2006;2(3):e25. 4. Lombardi VC, et al. Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome. Science. 2009;326(5952):585-9. 5. Alberts B. Retraction. Science. 2011;334(6063):1636. 6. Alter HJ, et al. A Multicenter Blinded Analysis Indicates No Association between Chronic Fatigue Syndrome/Myalgic Encephalomye- litis and either Xenotropic Murine Leukemia Virus-Related Virus or Polytropic Murine Leukemia Virus. mBio. 2012;3(5). 7. Lee D, et al. In-Depth Investigation of Archival and Prospectively Collected Samples Reveals No Evidence for XMRV Infection in Prostate Cancer. PLoS ONE. 2012;7(9):e44954. 8. Paprotka T, et al. Recombinant Origin of the Retrovirus XMRV. Science. 2011;333(6038):97-101. 9. Cohen J, Enserink M. False Positive. Science. 2011;333(6050):1694-701. Einungis ítrekaðar tilraunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær „réttri“ niðurstöðu. Ef niðurstöð- urnar eru rangar mun vísindasamfélagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega. Svona vinna vísindin Vísindi Hans Guttormur Þormar framkvæmdastjóri Lífeindar ehf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.