Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 22
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is Aðalfundur Evrópusamtakanna – Schengen: Kostir og gallar Aðalfundur Evrópusamtakanna verður haldinn í dag fimmtudag 15. nóvember kl.17.15 að Skipholti 50a (húsnæði Já Ísland). Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi: 1. Hefðbundin aðalfundarstörf. 2. Evrópumaður ársins. Tilkynnt um útnefninguna. 3. „Schengen og alþjóðleg samskipti Íslands“. Jóhann R. Benediktsson, fyrrum sýslumaður á Keflavíkurflugvelli og núverandi framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins HBT flytur erindi. Allir áhugamenn um Evrópumál hjartanlega velkomnir. Yfirskrift fundarins er: mál í sjávarútvegiVerðlags- og samkeppnis Dagskrá: Kl. 16:00 on, formaður SFÚ, setur fundinnJón Steinn Elíass Kl. 16:10 ygsson, stjórnarmaður í SFÚGunnar Örn Örl lfer yfir helstu má Kl. 16:30 olbeinsson, framkvæmdastjóriJóhannes Ingi K ar hf. flytur aðalræðu fundarinsKortaþjónustunn Kl. 16:50 Hlé Kl. 17:00 skýrsla KPMG um áhrif tvöfaldrar Kynnt verður ný sjávarútvegi á tekjumyndunverðmyndunar í sveitarfélaga Kl. 17:20 ávörp og taka þátt í Þingmenn flytja umpallborðsumræð tir, FramsóknarflokkurEygló Harðardót órðarson, SjálfstæðisflokkurGuðlaugur Þór Þ ngrímsson, Björt framtíðGuðmundur Stei núsdóttir, Vinstri grænirLilja Rafney Mag ram, SamfylkingMagnús Orri Sch nginÞór Saari, Hreyfi Kl. 18:00 Fundarlok Allir velkomnir pinn aðalfundur SFÚO mtudaginn, 15. nóvember 2012Fim urinn verður haldinn á Fund Borg og hefst kl. 16:00.Hótel www.sfu.is • sfu@sfu.is Þór Saari Magnús Orri Schram Lilja Rafney Magnúsdóttir Jón Steinn Elíasson Jóhannes Ingi Kolbeinsson Gunnar Örn Örlygsson Guðlaugur Þór Þórðarson Guðmundur Steingrímsson Eygló Harðardóttir MILLJARÐAR KRÓNA var upphæð vergs gjaldeyrisforða Seðla- bankans í lok október. Hreinn gjaldeyrisforði var 467 milljarðar.548 5,735 Nokkur fjöldi fyrirtækja hefur falast eftir aðild að þekkingar- miðstöðinni Festu um samfélags- ábyrgð fyrirtækja. Miðstöðin var stofnuð á síðasta ári af sex fyr- irtækjum en á næstunni verður fleiri fyrirtækjum boðið að taka þátt í starfinu. „Það er að verða eins konar vit- undarvakning meðal íslenskra fyrirtækja þegar kemur að þess- um málum. Við höfum verið á eftir öðrum þjóðum, Norður- löndin eru til dæmis sérstaklega framarlega, en vonandi getum við farið að nálgast þau,“ segir Reg- ína Ásvaldsdóttir, framkvæmda- stjóri Festu. Festa er sjálfstæð stofnun með samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík. Stofnunin var stofn- sett af sex íslenskum fyrirtækj- um; Alcan á Íslandi, Íslandsbanka, Landsbankanum, Landsvirkjun, Símanum og Össuri. Regína segir stofnunina hafa staðið fyrir fjölda funda og nám- skeiða um samfélagsábyrgð fyrir- tækja á þessu ári sem hafi verið mjög vel sótt. „Það er því greini- lega vaxandi áhugi meðal íslenskra fyrirtækja fyrir því að vinna að samfélagsábyrgðarverkefnum,“ segir Regína. - mþl Mikill áhugi á þátttöku í starfi Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja: Vitundarvakning um samfélagsábyrgð Það er því greini- lega vaxandi áhugi meðal íslenskra fyrirtækja fyrir því að vinna að sam- félagsábyrgðar- verkefnum. REGÍNA ÁSVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI FESTU Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti í gær þá ákvörðun sína að hækka nafnvexti bankans um 0,25 prósentustig. Í yfirlýsingu nefndarinnar er þó gefið undir fót- inn með að vaxtahækkunarferlinu kunni að vera lokið um sinn. „Ef við lítum á grunnspá bank- ans núna, sem gengur út frá því að verðbólgan sé að ná hámarki á þessum ársfjórðungi og fari svo lækkandi, þá er ýmislegt sem bendir til þess að núverandi nafn- vextir bankans nægi til þess að verðbólgumarkmiðið náist á spá- tímanum,“ sagði Már Guðmunds- son seðlabankastjóri á kynn- ingarfundi vegna ákvörðunar peningastefnunefndarinnar í gær. Már bætti þó við að vitaskuld væri óvissa um þróun verðbólg- unnar, ekki síst með tilliti til gengisþróunar krónunnar sem hefur nokkur áhrif á verðbólg- una. Þá rak hann þann varnagla að við endurskoðun kjarasamn- inga á næsta ári þyrfti að tryggja að launahækkanir myndu ekki ýta undir verðbólguna. Eftir vaxtahækkunina í gær eru virkir nafnstýrivextir Seðla- bankans 5,735%. Vextir bankans hafa hægt og bítandi farið hækk- andi síðan í ágúst í fyrra en síðan þá hafa þeir verið hækkaðir alls sex sinnum um samtals 1,75 pró- sentustig. Nafnvaxtahækkanirnar samhliða hjöðnun verðbólgu hafa dregið umtalsvert úr slaka pen- ingastefnunnar og hafa raunstýri- vextir þannig hækkað um tvö pró- sentustig á þessum tíma. Ákvörðun peningastefnunefnd- arinnar kom ekki á óvart þar sem allir greiningaraðilar höfðu spáð 0,25 prósentustiga vaxtahækkun. Hins vegar virðist sú yfirlýsing nefndarinnar að vaxtahækkun- arferlinu gæti verið lokið hafa komið mörkuðum á óvart. Þann- ig lækkaði ávöxtunarkrafa á alla ríkisskuldabréfaflokka nema þann stysta í gær sem bendir til þess að vaxtavæntingar hafi færst niður á við. magnusl@frettabladid.is Sér fyrir endann á hækkunarferli vaxta Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði í gær vexti bankans um 0,25 prósentustig. Þá kynnti bankinn nýja hagspá í gær sem bendir til þess að hag- vöxtur verði nokkru minni á árinu en búist var við en meiri á því næsta. Seðlabankinn kynnti uppfærða hagspá samhliða vaxtaákvörðun peninga- stefnunefndarinnar í gær. Í spánni er gert ráð fyrir 2,6% hagvexti á þessu ári sem er hálfu prósentustigi minni en miðað var við í spá bankans í ágúst. Seðlabankinn væntir þó kröftugri hagvaxtar á næsta ári en áður, spáir 2,9% hagvexti í stað 2,2% áður. Sem fyrr telur bankinn að aukin fjárfesting verði helsti aflvaki hagvaxtar á næstu misserum en framlag einkaneyslu er einnig nokkurt. Telur bankinn að fjárfesting aukist um 9% á þessu ári og einkaneysla um 2,5%, sem er reyndar nokkru minni vöxtur en í ágúst- spánni. Þá gerir bankinn ráð fyrir svipuðum vexti einkaneyslu og fjárfestingar á næstu árum. Loks metur Seðlabankinn horfur um atvinnuleysi svipaðar og í síðustu spá. Telur bankinn að atvinnuleysi verði að meðaltali 5,8% á þessu ári, 5,0% á því næsta og 4,2% árið 2014. Hagvöxtur minni í ár en meiri á næsta ári FRAMKVÆMDIR Í nýrri hagspá Seðlabankans er gert ráð fyrir því að fjárfesting aukist um 9% á þessu ári og um svipað hlutfall á næstu tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PRÓSENT eru svokallaðir virkir nafnstýrivextir Seðlabankans. Færeyskt-íslenskt viðskiptaráð var stofnað síðasta laugardag í Þórshöfn í Færeyjum. Um fjöru- tíu fyrirtæki gerðust stofnaðilar, nítján færeysk og tuttugu íslensk. Ráðinu er ætlað að styrkja enn frekar samskipti þjóðanna á sviði verslunar og viðskipta auk þess að vera vettvangur til að stofna til viðskiptatengsla og til almennra skoðanaskipta. Formaður ráðsins var kosinn Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, en framkvæmdastjóri þess er Kristín S. Hjálmtýsdóttir. - mþl Nýtt viðskiptaráð stofnað: Efla tengsl Færeyja og Íslands ÞÓRSHÖFN Á LAUGARDAG Gísli Gíslason formaður er annar frá vinstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.