Fréttablaðið - 15.11.2012, Síða 62

Fréttablaðið - 15.11.2012, Síða 62
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR46 46 menning@frettabladid.is Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bóka- tíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáld- sögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisög- ur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónas- son segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. „Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum.“ segir hann. „Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi.“ Alls kemur út 101 íslenskt skáld- verk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Lang- samlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rit- höfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagna- gerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóð- skálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlut- fall ekki síst í ljósi þess hversu mörg „stór“ nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri for- laganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðar- innar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höf- unda. Alls koma út 64 íslenskar barna- bækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endur- minningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagna- jól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn. bergsteinn@frettabladid.is Bókaþjóð á breytingaskeiði Íslenskar barnabækur 64 Þýddar barnabækur 133 Barna- og ungl. hljóðb. 23 Íslensk skáldverk 57 Þýdd skáldverk 69 Skáldverk – hljóðbækur 31 Ljóð og leikrit 37 Endurútgefin íslensk skáldverk 44 Endur- útgáfa þýddar 21 Listir og ljósm. 22 Héraðsl., saga og ættfr. 20 Ævisögur og endurminn- ingar 29 Matur og drykkur 20 Fræði og bækur almenns eðlis 152 Útivist, íþróttir og tómstundir 26 Rafbækur 94 Eragon og drekinn Safíra hafa hlotið eldskírn í orrustum en lokabardaginn er eftir: Þau verða að takast á við konunginn illa, Galbatorix, og framtíð Alagesíu hvílir á herðum þeirra. S Ö G U L O K Lokabindi bókaflokksins um Eragon sem beðið hefur verið eftir. Arnaldur Indriðason Auður Ava Ólafsdóttir Auður Jónsdóttir Álfrún Gunnlaugsdóttir Bragi Ólafsson Böðvar Guðmundsson Einar Már Guðmundsson Einar Kárason Guðbergur Bergsson Gyrðir Elíasson Kristín Marja Baldursdóttir Kristín Steinsdóttir Kristín Ómarsdóttir Ólafur Gunnarsson Pétur Gunnarsson Sigurður Pálsson Steinunn Sigurðardóttir Yrsa Sigurðardóttir Þórarinn Eldjárn NOKKRIR NAFNTOGAÐIR SKÁLDSAGNAHÖFUNDAR OG LJÓÐSKÁLD Í JÓLABÓKAFLÓÐINU Í ÁR 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 1.000 800 600 400 200 0 HEILDARFJÖLDI SKRÁNINGA Í BÓKATÍÐINDUM 1991 TIL 2012 Bækur ★★★ ★★ Kuðungasafnið Óskar Árni Óskarsson Bjartur Þorparar í þykjustuheimi Kuðungasafnið ber undirtitilinn 54 ljóð um undarleg pláss. Þar lýsir höfundur í örsögum/prósaljóðum alls kyns skringilegum plássum þar sem hversdagurinn er með töluvert öðrum blæ en í öðrum þorpum á Íslandi. Öll ljóðin hefjast á orðunum Í þorpinu (…) er … nema síðasta ljóðið þar sem sögunni víkur til borgarinnar Víkur sem er raunar í síðustu línu ljóðsins einnig orðin að þorpi. Þorpin eru eins ólík og þau eru mörg. Í þorpinu Klifi ganga allir aftur á bak, í þorpinu Ósi brosa allir út að eyrum, í þorpinu Hruna búa níu ljóðskáld með störu og svo framvegis. Góðlátlegir orðaleikir með vísun í heim bókmennta og orðtaka eru algengir, til dæmis falla allir í þorpinu Vör í stafi, í þorpinu Þröm er ekkert lesefni að hafa og í þorpinu Þúfu sígur allt á ógæfuhliðina, svo nokkur dæmi séu tekin. Ljóðin eru mjög mislöng og hitta misjafnlega vel í mark. Sá kynjaheimur sem skáldið bregður upp örmyndum af á sér mismikla samsvörun/andstæðu í okkar raunverulegu þorpum en þótt fantasían sé allsráðandi má yfirleitt finna brodd sem beint er að ýmsum samfélagsmeinum. Sá broddur er þó varla nógu hvass til að stinga á nokkrum kýlum. Óskar Árni er sjóað ljóðskáld sem þekkir slagkraft orðanna og beitir þeim af list. Góðlátleg kímnin sem undir kraumar gerir lesturinn skemmtilegan en um leið eru ljóðin spéspeglar þar sem alls kyns undarlegheit samfélagsins eru skoðuð eins og til dæmis hinar ýmsu bæjarhátíðir sem haldnar eru í þorpum landsins: Í þorpinu Skálum eru fleiri dónar en í nokkru öðru þorpi á landinu. Á hverju ári eru haldnir þar svokallaðir Dónadagar sem laða til sín ferðamenn alls staðar að… bls. 31. Yfirleitt er töluvert kaos ríkjandi í hinum ímynduðu þorpum en skáldið virðist þó eygja von um betri daga því í eina þorpinu sem kemur fyrir í tveimur ljóðum, þorpinu Gerði, er í fyrra ljóðinu „allt á suðupunkti“ og ríkir hálfgert stríðsástand í samskiptum fólks (bls. 32) en í seinna ljóðinu um þorpið Gerði er „allt dottið í dúnalogn“ og allir lifa í sátt og samlyndi (bls. 57). Nú er bara að vona að það verði áhrínsorð. Í heild er Kuðungasafnið vel heppnað ljóða/örsögusafn og hugmyndaauðgi skáldsins virðast lítil takmörk sett. Það er vel þess virði að kíkja á safnið og skoða samfélagið og sjálfan sig í spéspeglunum. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Vel heppnað safn prósaljóða um ólík fantasíuþorp sem sýna lesendum samfélagið í spéspegli. YNDISLESTUR Á AKUREYRI Barnabókasetur, rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna, og Háskólinn á Akureyri standa fyrir málþinginu Yndislestur – aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri í Háskólanum á Akureyri á Degi íslenskrar tungu á morgun. Fimm fyrirlesarar halda erindi, þar á meðal Kristín Helga Gunnarsdóttir barnabókahöfundur. 842alls
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.