Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 54
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR38 Heila- og taugaskurðlækningadeild Landspítalans í Fossvogi hefur fengið að gjöf ómskoðunartæki til að mæla blóðflæði í æðum við skurðaðgerðir. Gjöfin er til minningar um Jakob Örn Sigurðarson sem lést þann 9. mars 2008 af völdum heilablæðingar. For- eldrar og einn af þremur bræðrum Jakobs Arnar afhentu deildinni gjöf- ina á föstudaginn fyrir viku. Aðdragandi gjafarinnar var sá að fyrirtækið Sensa ehf. varð tíu ára fyrr á árinu og í tilefni afmælisins, og þess að að Jakob Örn var 10 ára þegar hann lést, færði fyrirtækið fjölskyldunni peningagjöf til minningar um dreng- inn, en faðir Jakobs hefur starfað þar frá árinu 2003. Herdís Þorláksdóttir, móðir Jakobs Arnar, segir gjöfina hafa komið fjölskyldunni þægilega á óvart. „Starfsmenn fyrirtækisins þekktu Jakob mjög vel og við vissum að þau hugsuðu hlýtt til hans og vildu halda minningu hans á lofti. Það sem kom okkur hins vegar á óvart var hversu vegleg gjöfin var.“ Fjölskyldunni var falið að gefa gjöf- ina áfram þangað sem hún kæmi að góðum notum og ráðfærði sig því við Ólaf Thorarensen lækni. Þau fengu þær upplýsingar að á innkaupalista heila- og taugaskurðlækningadeild- arinnar væri ómskoðunartæki sem mældi blóðflæði og því var ákveð- ið að verja peningunum til kaupa á slíku tæki. „Við máttum velja málstaðinn og ákváðum strax að við vildum gefa gjöf sem mundi hjálpa fólki sem hafði fengið heilablæðingu. Ólafur hefur alltaf reynst okkur mjög vel og við leituðum því til hans, nefnd- um upphæðina og spurðum hvort það væri eitthvað sem deildina vantaði. Tækið gerir læknum kleift að greina hvar æð liggur í höfðinu þegar milli- metri skiptir máli og er því gríðarlega mikilvægt þó það hafi hingað til ekki verið til á deildinni sökum fjárskorts.“ Herdís segir það góða tilfinningu að geta komið færandi hendi. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur og þetta var gleðileg stund þó barnmiss- ir fylgi manni alltaf. Það er gott að geta gefið í minningu barnsins síns og haldið minningu þess lifandi. Gjöf- in minnir fólk líka á að Jakob er hluti af okkur, sem skiptir máli, og minn- ir á hvernig lífið getur breyst á einu augnabliki. Tækið er því ekki eins og hvert annað tæki sem er keypt heldur er það minning um barn,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is timamot@frettabladid.is Það er gott að geta gefi ð í minningu barnsins síns og haldið minningu þess lifandi. Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, LAUFEY KRISTJÁNSDÓTTIR Flétturima 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum 10. nóvember. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 19. nóvember klukkan 13.00. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Guðmundsson Hafdís Engilbertsdóttir Baldvin Steindórsson Kristján Eggert Engilbertsson Sif Jónsdóttir Jón Arnar Sigurjónsson Eva Mjöll Ingólfsdóttir Kristinn S. Helgason Andri Már Ingólfsson Valgerður Franklínsdóttir KARL MARÍUS JENSSON CARLO áður til heimilis í íbúðum aldraðra að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 9. nóvember 2012. Útför hans fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Vinir og vandamenn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR EYJÓLFSSON verkfræðingur, Lundi 88, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 9. nóvember. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju þann 16. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið eða önnur líknarfélög. Margrét Petersen Eyjólfur Sigurðsson Kristín Þorgeirsdóttir Inga Lára Sigurðardóttir Arnfinnur Jónasson Ævar Páll Sigurðsson Jenny Hansen og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, KRISTÍN STEINARSDÓTTIR kennari, Bleikjukvísl 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 12. nóvember. Sigurbjörn Magnússon Magnús Sigurbjörnsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir Steinarr Guðjónsson Elsa Pétursdóttir Ástkær faðir okkar og afi, KÁRI GUÐMUNDSSON loftskeytamaður, Barónsstíg 57, Reykjavík, lést mánudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Margrét Káradóttir Jón B. Eysteinsson Sigrún Káradóttir Erlendur Magnússon Katrín María Káradóttir og afabörn. Lokað verður föstudaginn 16. nóvember frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar Ólafs Angantýssonar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands Ástkær frænka okkar og mágkona, RAGNHEIÐUR ÁSBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR Sólheimum 23, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 4. nóvember, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Guðjón Ásbjörn Ríkharðsson Kristján Björn Ríkharðsson Þórunn Björg Einarsdóttir Adólf Adólfsson Monika Magnúsdóttir Vilborg Inga Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Okkar ástkæri HREINN HERMANNSSON Bólstaðarhlíð 56, lést á krabbameinsdeild Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn 6. nóvember. Útför fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Hrefna Haraldsdóttir Hermann Kr. Hreinsson Haraldur Guðmundsson Helen Nilsen Guðjónsdóttir barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna. JONNY LEE MILLER leikari fæddist þennan dag árið 1972. „Ef ég liti á sjálfan mig sem kvikmyndastjörnu væri ég kjáni. Ég þekki engan sem hugsar þannig. Ég þekki ekki einu sinni kvikmyndastjörnur sem hugsa þannig.“ HERDÍS ÞORLÁKSDÓTTIR: HEFUR MIKLA ÞÝÐINGU FYRIR OKKUR Mikilvæg gjöf í minningu barns GLEÐILEG STUND Ingvar Hákon Ólafsson og Aron Björnsson, læknar á deildinni, ásamt foreldrum Jakobs, Herdísi Þorláksdóttur og Sigurði Jóns- syni, og Rafnari Erni, bróður Jakobs. Á myndinni er einnig Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa. Á þessum degi árið 1985 gekk mikið óveður yfir landið sunnan- og vestanvert. Þakplötur fuku meðal annars af húsum í Reykja- vík og rúður fuku inn í heilu lagi eða brotnuðu. Þó nokkrir íbúar í Breiðholti yfirgáfu íbúðir sínar meðan veðrið gekk yfir í öryggis- skyni. Vindhraðinn í verstu hviðunum fór upp í 83 hnúta og í Hvalfirði mældust vindhviðurnar mest 105 hnútar. Lögreglan og björg- unarsveitarmenn aðstoðuðu fólk við að komast á milli staða og á mörgum stöðum þurfti aðstoð við að festa lausa hluti niður. Þá slasaðist kona á Kleppsvegi er hún varð fyrir fjúkandi járnplötu. Veðurofsinn olli ekki aðeins tjóni í Reykjavík heldur skemmd- ust mannvirki á Snæfellsnesi, á Húsafelli og trégólf á brúnni yfir Geirdalsá í Reykhólasveit fauk af í heilu lagi. ÞETTA GERÐIST: 15. NÓVEMBER 1985 Veðurofsi á Suðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.