Fréttablaðið - 15.11.2012, Page 60

Fréttablaðið - 15.11.2012, Page 60
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR44 44 menntun@frettabladid.is Samfélagið snýst um að kynin vinni saman og skólinn þarf að endurspegla það. Ég vil ekki bara að börnin mín kunni að lesa og reikna, þau eiga líka að læra að verða góðir borgarar. Breski skólastjórinn John Morris hefur í nokkur ár miðlað af reynslu sinni til reykvískra kennara. Morris sem hefur náð góðum árangri í kennslu drengja segir ekki vænlegt að skilja kynin að í skólum, strákar og stelpur þurfi að læra að vinna saman í skólum eins og í samfélaginu. Upphaf samstarfs Johns Morris, skólastjóra barnaskólans Ardleigh Green Junior í Essex á Bretlandi, við íslenska skóla hófst þegar kennarar í Vesturbæjarskóla sóttu skóla hans heim til þess að kynna sér aðferðir sem þróaðar höfðu verið í skólanum til að bæta námsárangur drengja. Í Ardleigh Green hafði náðst góður árangur í því að minnka mun á milli drengja og stúlkna í námi. „Við höfum reyndar einblínt á bæði kynin og um leið og við höfum náð árangri með drengi hafa stúlkurnar líka bætt sig,“ segir Morris. „Það henta ekki endilega sömu aðferðir strákum og stelpum og það er mik- ilvægt að gera sér grein fyrir því. Stund- um þarf að brjóta niður lærdómsferlið til þess að ná betur til strákanna, gefa þeim tíma til að fanga hugtökin og þekkinguna, fagna lærdómsferlinu og einblína ekki bara á árangurinn. Strákar þurfa hvatningu rétt eins og stelpur.“ Þrátt fyrir að strákar og stelpur séu ólík og þurfi stundum ólíka nálgun á námsefni segir Morris að sitt mat sé að ekki sé vænlegt að skilja kynin að í námi: „Samfélagið snýst um að kynin vinni saman og skólinn þarf að endurspegla það. Ég vil ekki bara að börnin mín kunni að lesa og reikna, þau eiga líka að læra að verða góðir borgarar og lifa í samfélagi þar sem bæði kynin vinna saman,“ segir Morris og bætir við að miklu máli skipti að krakkar læri að læra. „Meginþáttur lærdómsstefnunnar í mínum skóla er að leggja áherslu á grunn- þættina, ensku og stærðfræði. Við viljum að börn séu skapandi og fái að njóta sín, en til þess að þau geri það þurfa þau að ná góðum tökum á þessum grunnþáttum. Og hér er mik- ilvægt að færa þeim hæfileikana til að læra. Við viljum að börnin okkar verði þrautseig, ábyrg, útsjónarsöm, hugsandi og tilbúin til að læra. Með því að flétta þessu öllu saman þá ná börn að blómstra. Ég tala gjarnan um að börn þurfi bæði rætur og vængi, þau þurfi traustan grunn til þess að geta flogið.“ Morris hefur miðlað sinni reynslu og þekkingu sem skólamaður til íslenskra kennara í nokkur ár. „Um 200 kennarar í reykvískum skólum hafa heimsótt okkur í Ardleigh Green og fjórtán skólastjórar. Við ræðum þá við kennarana um hina bresku nálgun á menntun og um leið fáum við tæki- færi til að kynnast því sem hér er gert vel, og ég verð að segja að ég er fullur aðdáunar á skólastarfi hér á landi. Þrátt fyrir niður- skurð er geysilega mikill metnaður og það er einkar gaman að sækja íslenska skóla heim.“ Morris segist geta lært margt hér á landi um leið og hann miðlar sinni reynslu til BÖRN ÞURFA RÆTUR OG VÆNGI John Morris var valinn skólastjóri ársins í London og Austur-Englandi á þessu ári. Hann segir heiðurinn hafa verið mikinn og óvæntan. „Ég var tilnefndur af fyrr- verandi nemanda en kerfið hjá okkur er þannig að allir geta tilnefnt til verðlaunanna og svo er dómnefnd sem fer yfir tilnefningarnar.“ Morris er skólastjóri í skólanum Ardleigh Green Junior sem er fyrir börn á aldrinum sjö til ellefu ára. Skólinn, sem er í Essex, hefur náð afburða árangri eins og fram kemur í opinberu mati Ofsted. Hann er í hefðbundnu millistéttarhverfi en fjölmargir nem- endur utan hverfis sækja líka í skólann, ekki síst þeir sem þarfnast sérstaks stuðnings. SKÓLASTJÓRI ÁRSINS íslenskra kennara. „Útikennslan hér þykir mér til að mynda til fyrirmyndar og kennsla skapandi greina er mjög langt komin, þar eruð þið framar okkur. Hins vegar má segja að við séum komin lengra með kennslu grunngreinanna, stærðfræði og móður- máls.“ Morris segir athyglisvert fyrir hann að sækja íslenska skóla heim. „Byggingarnar hér eru margar svo nýjar og flottar. Það er líka gaman fyrir mig að upplifa hið óform- lega andrúmsloft sem hér ræður ríkjum, hér er enginn í skólabúningum og fornöfnin eru notuð í samskiptum. Skólinn sem ég stýri er enn í sömu byggingu og hann var í þegar hann var reistur árið 1945. Við hins vegar stöndum mun betur í tækjakosti en íslensk- ir skólar. Og ég tel það mjög mikilvægt að skólar séu vel búnir tölvum. Við erum að mennta börn fyrir störf sem við þekkjum ekki enn, og því er það mikil áskorun að dragast ekki aftur úr í tæknimálum þannig að börnin okkar geti tekist á við framtíð- ina.“ sigridur@frettabladid.is Í GÓÐRA KRAKKA HÓPI John Morris sótti meðal annars Sæmundarskóla í Grafarholti heim í heimsókn sinni til Reykjavíkur á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum, stendur fyrir hátíðar- dagskrá í tilefni af degi íslenskr- ar tungu þann 16. nóvember næstkomandi. Málþingið verður haldið í Árnagarði við Suðurgötu, í stofu 301 og hefst kl. 17. Dagskráin inniheldur fjölbreytt fræðileg erindi, fjallað verður um mál- vernd innan fjölmiðla frá degi til dags, nýyrðasmíð, tökusagnir, íslenska tungu á stafrænni öld og málnotkun í dægurlagatextum. Einar Kárason og Dagur Hjart- arson munu lesa upp úr verkum sínum auk þess sem Svavar Knút- ur tekur lagið fyrir hátíðargesti. Boðið verður upp á léttar veiting- ar og eru allir velkomnir. Hátíðardag- skrá Mímis UPPLESTUR Einar Kárason skemmtir gestum í Árnagarði á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Barnabókasetur, rannsóknar- setur um barnabókmenntir og lestur barna, ásamt menningar- húsinu Hofi bjóða upp á yndis- lestur – lokkandi lestur barna- bóka fyrir börn á öllum aldri í Hofi laugardaginn 17. nóvember kl. 13-16. Barnabókahöfundarn- ir Kristín Helga Gunnarsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Þor- grímur Þráinsson og Kristjana Friðbjörnsdóttir lesa upp úr nýút- komnum bókum sínum og rifja upp bernskulestur sinn. Freyvangsleikhúsið býður upp á atriði úr leikritinu Skila- boðaskjóðunni. Leikarar munu skemmta og syngja með börnum og fullorðnum í notalegri kaffi- húsastemningu sem ríkja mun í Hömrum í Hofi. Áhugasamir gestir geta skoðað sýninguna Yndislestur æsku minnar sem var fyrsta verkefni Barnabóka- setursins. Yndislestur á Akureyri Ert þú fjárfestir framtíðarinnar? Taktu þátt í spennandi Ávöxtunarleik Keldunnar Keldan vill stuðla að bættu fjármálalæsi þjóðarinnar og stendur fyrir keppni í ávöxtun sem er opin öllum landsmönnum, 15 ára og eldri, og þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram í gegnum visir.is og fær hver þátttakandi 10 milljónir Keldukróna til þess að fjárfesta í mismunandi flokkum. Vegleg verðlaun Þeir sem skila bestu ávöxtuninni þegar keppnin verður gerð upp næsta vor eiga kost á veglegum verðlaunum. Meðal vinninga er flug fyrir 2 til New York með Icelandair og 200 þúsund kr. inneign í sjóði VÍB. Skráðu þig inn á visir.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /K E L 6 15 43 1 0/ 12 NÁMSKEIÐ Í KVEÐSKAP OG SÖNG verður haldið í gömlu kirkjunni á Blönduósi 17. nóvember. Kennari er Bára Grímsdóttir og mun hún kenna þátttakendum að kveða og syngja kvæða- og tvísöngslög sem tengjast Húnavatnssýslum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.