Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 12
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR12 MENNTAMÁL Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara (FF) kol- felldu samkomulag ríkisins, FF og Félags stjórnenda í framhaldsskól- um í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk á mánudag. Tæplega 75 prósent félagsmanna neituðu sam- komulaginu. Um er að ræða viðbót við núgild- andi kjarasamning framhaldsskóla- kennara síðan í fyrra, sem gildir til marsloka 2014. Viðbótin er liður í innleiðingu nýrra framhaldsskóla- laga sem voru samþykkt árið 2008. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, býst ekki við því að niðurstaðan muni fresta innleiðingu laganna, en áætlað er að þau verði innleidd að fullu árið 2015. „Auðvitað eru þetta ákveðin von- brigði. Þetta var gluggi sem opnað- ist í samningum sem gilda til árs- ins 2014 og okkur gafst færi á að endurskoða þá,“ segir Katrín. „Ég vonaði að þetta gæti orðið liður í að bæta kjör kennara sem eru sannar- lega ekki nægilega góð á Íslandi. En ég er ekki að sjá fyrir mér að lögunum verði frestað frekar.“ Steinn Jóhannsson, skólameist- ari Fjölbrautaskólans við Ármúla, er ósammála menntamálaráðherra. „Þetta mun án efa seinka inn- leiðingu laganna,“ segir hann. „Það eru vonbrigði að samkomulagið náðist ekki, en það kemur mér ekki á óvart miðað við umræðurnar síð- ustu vikur.“ Í ljósi þess að samn- ingurinn var felldur munu fram- haldsskólakennarar ekki taka þátt í vinnu við nýjar námskrár, sem er einn liður í innleiðingu laganna. „Þeirra stærsta vinna er að þróa nýjar áfangalýsingar í samræmi við ný lög. Við vonuðumst eftir því að fjármagn myndi skila sér svo kennarar fengju borgað, en því miður vitum við ekkert hvað gerist núna,“ segir hann. „Ég er spennt- ur að heyra hvað ríkisvaldið mun gera.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Bullandi óánægja fram- haldsskólakennara með laun og kjaramál skýri að hluta til afstöðu þeirra. „Við vorum margsinnis búin að ítreka að ef innihaldið yrði rýrt yrðu viðtökurnar ekki góðar,“ segir hún. „Nú hafa kennarar talað og þetta er niðurstaðan.“ Aðalheiður segir ríkisvaldið þurfa að hafa frumkvæði að því að boða til samningafunda á ný. „Héðan í frá munum við undir- búa harða kjarasamninga fyrir árið 2014. Við munum koma þeim skilaboðum til kennara að þeir taki ekki að sér vinnu við að þróa nýjar námsbrautir, nema það sé skýlaust greitt samkvæmt ákvæðum.“ sunna@frettabladid.is Við munum koma þeim skilaboðum til kennara að þeir taki ekki að sér vinnu við að þróa nýjar námsbrautir, nema það sé skýlaust greitt samkvæmt ákvæðum. AÐALHEIÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR, FORMAÐUR FÉLAGS FRAMHALDSSKÓLAKENNARA FRAKKLAND, AP Svikahrappur- inn Thierry Tilly hlaut í fyrra- dag átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa svikið nærri 750 millj- ónir króna út úr auðugri fjöl- skyldu í Frakk- landi. Hann taldi Vedrines-fjöl- skyldunni trú um að samsæri frímúrara væri í gangi gegn henni og líf fjöl- skyldunnar væri í hættu. Árum saman læsti fjölskyldan sig inni á sveitasetri sínu, seldi eigur og afhenti svikahrappnum, sem í heil níu ár komst upp með svikamylluna. - gb Dómsúrskurður í Frakklandi: Svikari fær átta ára fangelsisvist THIERRY TILLY GAMAN Í AFGANISTAN Stúlka rólar sér í skemmtigarði í borginni Jalalabad í Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Magnús Jóhann- esson ráðuneytisstjóri verður fyrsti framkvæmdastjóri fasta- skrifstofu Norðurskautsráðsins. Þetta var ákveðið á fundi emb- ættismannanefndar Norður- skautsráðsins í Svíþjóð í gær. Magnús er ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu og hefur gegnt því starfi í tuttugu ár. Hann var áður siglingamála- stjóri. Magnús var valinn úr hópi 36 umsækjenda og hefur líklega störf í Tromsö í Noregi í febrú- ar næstkomandi. - þeb Magnús til Norðurskautsráðs: Viðurkenning á störfum Íslands VÍSINDI Ekkert bendir til þess að fyr- irbæri utan úr geimi muni koma til með að tortíma lífi á jörðinni fyrir árslok og sögur um yfirvofandi heimsendi 21. desember næstkom- andi eiga ekki við rök að styðjast. Þetta kemur fram á vef NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, en vísindamenn stofnunarinnar fóru nýlega yfir ýmis álitamál sem upp hafa komið síðustu misseri. Ein sú lífseigasta er að reiki- stjarna að nafni Nibiru muni rekast á jörðina í desember og granda öllu lífi, á sama tíma og fornu dagatali Maya lýkur. NASA bendir hins vegar á að árið 2003 hafi sömu spár verið á lofti en þeim hafi svo verið breytt í ljósi þess að heimurinn fórst ekki. Ekk- ert fyrirbæri stefni nú á jörðina. Þá steðji lífi á jörð engin hætta af nokkurs konar uppröðun reiki- stjarnanna í sólkerfinu eða umpól- un segulsviðs jarðar, ef svo ólíklega vildi til að það ætti sér stað innan nokkurra þúsunda ára. Þegar allt kemur til alls, segja NASA-menn, eru fullyrðingar og kenningar á floti í bókum, bíómynd- um og á vefsíðum alfarið án raka. Jarðarbúar geti því andað rólega. - þj Vísindamenn NASA kveða niður bábiljur um yfirvofandi tortímingu jarðar: Enginn heimsendir er í nánd ÓHULT, Í BILI Vísindamenn NASA segja engar vísbendingar um að líf á jörðu muni tortímast fyrir árslok, jafnvel þótt til lengri tíma sé litið. MYND/NASA VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi í október mældist 4,5 prósent sam- kvæmt því sem fram kemur í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi í september var fimm prósent, en í október í fyrra mældist það sjö prósent. Í tölum Hagstofu kemur fram að í síðasta mánuði hafi að jafnaði verið 178.500 manns á vinnumark- aði. Af þeim voru 170.400 starfandi og 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,5% og hlutfall starfandi 75,9%. - þj Tölur Hagstofu Íslands: Atvinnuleysi 4,5% í október Nýtt kjarasamkomulag við ríkið kolfellt af kennurum Framhaldsskólakennarar kolfelldu samkomulag ríkisins og FF. Niðurstaðan vonbrigði, segir menntamála- ráðherra. Skólameistari býst við frekari frestun á innleiðingu laga. Skýrist af bullandi óánægju með kjör. Framhaldsskólakennarar um nýju samningana: „Reynið ekki aftur að bjóða okkur annað eins.“ Gylfi Þorkelsson „Það hlýtur að teljast til tíðinda að heil starfsstétt skuli þurfa að semja sérstaklega um að fá greitt fyrir yfirvinnu.“ Guðríður Arnardóttir „Kennarar verða að vera stað- fastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðslu- áróðri.“ Guðjón Ragnar Jónasson Af netinu NÝ LÖG SÖGÐ Í UPPNÁMI Skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla segir niðurstöðuna seinka innleiðingu nýrra laga um framhaldsskóla enn frekar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Niðurstöður Nei Já Auðir seðlar 1.639 á kjörskrá Kjörsókn 66% 74% 22,3% 3,7% www.volkswagen.is Volkswagen Jetta Highline Komdu og reynsluaktu Volkswagen Jetta Fullkominn fjölskyldubíll Jetta Highline er ríkulega búinn staðalbúnaði á hagstæðu verði. Má þar meðal annars nefna 16” álfelgur, leðurklætt fjölrofa stýri, nálgunarvara í stuðurum, ESP stöðugleika- stýringu, þokuljós, hita í sætum, rafstýrða upphitaða spegla og margt fleira. Volkswagen Jetta Highline kostar aðeins frá 3.850.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.