Fréttablaðið - 15.11.2012, Page 38

Fréttablaðið - 15.11.2012, Page 38
FÓLK|TÍSKA LISTAKONA Lísbet Sveinsdóttir hefur rekið ELM í tólf ár ásamt tveimur öðrum konum. Reksturinn var flókinn og nú hefur hann verið lagður niður. Lísbet Sveinsdóttir, myndlistar-maður og einn eigenda ELM, segir að hönnun ELM hafi verið seld um allan heim. Fyrirtækið hafi vaxið mikið og orðið flókið í rekstri. „Þegar upp- hafsfólkið er ekki lengur með puttana í öllu vill starfsemin fljóta en fatabrans- inn er margslunginn,“ útskýrir Lísbet. „Við fundum ekki mikið fyrir kreppunni, hún kom hægt til okkar. Íslenskar konur voru tilbúnar til að kaupa íslenska hönnun og búðin hér á landi gekk ágæt- lega,“ segir Lísbet sem telur að þær þrjár sem ráku ELM, það er Erna Steina Guðmundsdóttir, Matthildur Halldórs- dóttir og hún sjálf, muni hasla sér völl, hver á sínu sviði. „Ég ætla að sinna myndlistinni en mun hafa fatahönn- unina með fram en það verður ekki svona stórt. Ég sé það fyrir mér minna og hagkvæmara en ELM,“ segir hún. Lísbet segir að íslenskar konur standi sig ákaflega vel varðandi hér- lenda hönnun og séu duglegar að kaupa hana. „Það mætti vera meiri stuðningur við þessi litlu hönnunarfyrirtæki því hann mundi skila sér aftur til þjóð- félagsins. Það er margt klárt fólk að út- skrifast í þessari grein,“ bætir hún við. „Það hefur verið jákvæð samkeppni á þessum markaði og margir ungir hönn- uðir hafa verið að skapa sér atvinnu- tækifæri. Ég býst við að nýja hönnunar- húsið í gamla Sautján-húsinu muni ýta undir frekari listsköpun.“ Lísbet segist ekki vita hvar hægt verði að nálgast fatahönnun sína í fram- tíðinni en það komi í ljós. „Við Erna Steina eigum húsið við Laugaveg og ég geri ráð fyrir að við munum gera eitt- hvað skemmtilegt í þessu húsi þótt það verði ekki fyrr en eftir eitt ár. Við erum að teikna og draga upp eitthvað nýtt sem verður örugglega skemmtilegt og hluti af þeirri hönnun sem við ein- blínum á í framíðinni. Ég var ein af þeim sem komu að Sólon á sínum tíma og sé fyrir mér músík í ELM-húsinu. Þar er góður bakgarður sem býður upp á að njóta listarinnar. Maður á að endur- skapa sig og breyta til á tíu til tólf ára fresti.“ ■ elin@365.is ELM HÆTTIR NÝTT Á TEIKNIBORÐINU Verslunin ELM, sem hefur verið starfrækt á Lauga- vegi 1 í tólf ár, hefur hætt starfsemi en hún var eftirlætisverslun margra kvenna. Á næsta ári verður nýr og spennandi rekstur í húsinu. Fyrir jólahlaðborðið og árshátíðina Við erum á Facebook 30% afsláttur fimmtudag til laugardags Glæsilegir sparikjólar, ótrúlegt úrval Stærðir 38-46 Ný sending Við erum á Facebook Bæjarlind 6 S. 554 7030 Eddufelli 2 S. 557 1730 www.rita.is Skokkur á 14.900 kr. Kjóll á 12.900 kr. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir TÆKIFÆRI „Maður á að endurskapa sig og breyta til á tíu til tólf ára fresti.“ „Það er allt á fullu hérna núna við und- irbúning en húsið verður opnað klukk- an 16 á morgun,“ sagði Bryn hildur Þórðardóttir fatahönnuður þegar Fólk sló á þráðinn til hennar í gær, en hún er ein þeirra 60 hönnuða sem selja vörur sínar í ATMÓ hönnunarhúsi á Laugavegi 89. Dyrnar verða opn- aðar á ATMÓ klukkan 16 í dag og því var handagangur í öskjunni. „Það verður klippt á borðann klukkan 16.30 með viðhöfn og opnunarhófið stendur til klukkan 19. Þetta verður staðurinn til að hanga á og njóta góðrar hönnunar og fá sér eitthvað í gogginn í leiðinni,“ segir Brynhildur en veitingastaðurinn Gló verður einnig þarna til húsa. Brynhildur hannar prjónafatnað undir merkinu Lúka og hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt frá því hún stofnaði það ásamt Gunnhildi systur sinni árið 2009. Síðustu tæp tvö ár hefur Bryn- hildur rekið fyrirtækið ein og er hún að taka það í gegn þessa dagana. „Ég notaði tækifærið núna og lét gera nýtt lógó og einnig er ég að setja upp vefverslun sem fer í loftið í desember. Þá var ég að fá nýjar peysur og kjóla í haust- og vetrar- línuna sem verða hér í ATMÓ og hér verða einnig herravörur Lúka,“ segir Brynhildur. Vörur Lúka eru framleiddar hér á landi en Brynhildur segir mikilvægt að vera í tengslum við framleiðslu- ferli eigin vöru. „Ég vil halda því þannig eins lengi og ég get. Ég vil þekkja þann sem fram- leiðir vöruna mína. Þannig tekur maður ákveðna ábyrgð á því sem kemur frá manni.“ Nánar má forvitnast um hönnun Brynhildar á www.lukaartdesign.is og á Facebook. LÚKA VERÐUR MEÐ Í ATMÓ OPNAR Í ATMÓ Brynhildur Þórðardóttir fatahönnuður er ein þeirra 60 íslensku hönn- uða sem selja vörur sínar í nýrri verslun á Laugavegi. Öll hönnun Brynhildar er framleidd á Íslandi. MYND/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.