Fréttablaðið - 15.11.2012, Side 6

Fréttablaðið - 15.11.2012, Side 6
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR6 STJÓRNSÝSLA Frásagnir af óráð- síu í framkvæmdastjóratíð séra Sigurðar Helga Guðmundssonar hjá hjúkrunarheimilinu Eir kalla enn frekar á rannsókn á málefn- um heimilisins, að mati lögmanns íbúa. „Þessar ásakanir sýna enn frek- ar en áður hversu mikilvægt er að ráðist verði í rannsókn á starfsemi Eirar síðustu ára og fjárhagsmál- um heimilisins. Það er ljóst að það þarf ekki bara að skoða byggingar- framkvæmdir heldur reksturinn í heild sinni,“ segir lögmaðurinn Stefán Árni Auðólfsson, sem hefur farið fram á að öll stjórn heimilis- ins íhugi stöðu sína rækilega eftir að alvarleg fjárhagsvandræði þess komu í ljós. Ýmislegt bendir til að fjárhags- erfiðleika og óráðsíu innan Eirar megi rekja mörg ár aftur í tímann í framkvæmdastjóratíð séra Sig- urðar Helga Guðmundssonar sem lét af starfi á síðasta ári. DV hefur fjallað um málefni séra Sigurðar undanfarna daga. Þar hefur hann verið sakaður um frændhygli og sjálftöku og einn- ig hefur þar komið fram að hann hafi látið hjúkrunarheimilið greiða fyrir 200 þúsunda króna ferð dótt- ur sinnar og fjölskyldu hennar til Alicante á Spáni. Sigurður hefur útskýrt þetta á þann veg að kaupin á ferðinni hafi verið þóknun fyrir lögmanns- þjónustu sem tengdasonur hans, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hefði veitt Eir en aldrei fengið greitt fyrir. Framkvæmdastjóri Eirar fór fram á það við Ríkisendurskoðun fyrir nokkrum vikum að hún tæki þessa tilteknu greiðslu til sérstakr- ar athugunar. Fram hefur komið í fréttum að Ríkisendurskoðun hafnaði að taka húsrekstrarsjóð Eirar til athug- unar, enda félli hann ekki undir verksvið stofnunarinnar. Greiðsl- an til Jóhannesar var hins vegar innt af hendi af rekstrarsjóðnum, sem Ríkisendurskoðun getur tekið til athugunar, að sögn Sveins Ara- sonar ríkisendurskoðanda. Ríkisendurskoðun svaraði beiðni Sigurðar Rúnars Sigurjóns- sonar, framkvæmdastjóra Eirar í gær, en Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hver niðurstaðan varð. Sigurður Rúnar hafði ekki fengið svarið í hendur í gær. Um framkvæmdastjóratíð séra Sigurðar Helga hafði Sigurður Rúnar þetta að segja: „Þetta er fortíðin, ég hef aldrei hitt mann- inn, séð hann eða talað við hann. Þetta er bara eitthvað sem ætti að skoða af hálfu rannsóknaraðila en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta.“ Fulltrúaráð stofnaðila Eirar kemur saman til upplýsingafund- ar með stjórnarmönnum á föstu- dag. Gert er ráð fyrir að í kjölfarið verði boðað til formlegs fulltrúa- ráðsfundar með tveggja vikna fyr- irvara. stigur@frettabladid.is 1. Hvaða bók Arnaldar Indriðason- ar ætla erlendir kvikmyndafram- leiðendur að kvikmynda? 2. Hversu margar kindur eru taldar hafa drepist í veðurofsanum nyrðra í haust? 3. Hver er fyrirliði kvennalandsliðs Íslands í handknattleik? SVÖR: FÆREYJAR Jafnaðarflokkurinn fékk sjö menn kjörna í bæjarstjórnar- kosningum í Þórshöfn í Færeyj- um í fyrradag og þar með hreinan meirihluta. Þjóðveldi fékk þrjá menn kjörna, Fólkaflokkurinn tvo og Sambandið einn. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram um allar Færeyjar og meðal annarra úrslita má nefna að í Klaksvík, næstfjölmennasta bæ eyjanna, mynduðu Sjálfstýris- flokkurinn, Þjóðveldi og Jafnaðar- flokkurinn meirihluta. Heildarkjörsókn var 82,8%, sem er nokkru meira en í síðustu kosningum þegar rúm 78 prósent greiddu atkvæði. - þj Kosningar í Þórshöfn: Jafnaðarmenn hrósuðu sigri FRÁ ÞÓRSHÖFN Kosið var til sveitar- stjórna í Færeyjum í fyrradag. Jafnaðar- menn hlutu hreinan meirihluta í höfuð- staðnum Þórshöfn. Lykilatriði í fjármögnun atvinnutækja Lykill býður fyrirtækjum örugga fjármögnun atvinnutækja Það er lykilatriði að tala við réttan aðila þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja. Starfsfólk okkar býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og veitir skjóta og góða þjónustu ásamt ítarlegum upplýsingum um bestu valkosti í fjármögnun hverju sinni. Lykill – opnar á möguleika. Lykill er hluti af MP banka Ármúli 13a Sími 540 1700 Lykill.is B ran den bu rg B ran de B ran de B ran dd n bu rg n bu rg n bu rg ÚGANDA Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Ísland muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frum- varpi sem gerir samkynhneigð að dauðasök í Úganda. Rebecca Kadaga, forseti úgandska þingsins sagði á fjöl- mennum fundi í höfuðborginni Kampala, að frumvarpið verði sam- þykkt fyrir árslok. Hún segist þess fullviss að flestir Úgandabúar séu samþykkir því. Hundruð stuðnings- manna frumvarpsins komu saman á fundinum, meðal annars kristnir trúboðar sem báðu Kadaga um að færa Úgandabúum lögin í jólagjöf. Frumvarpið kom fyrst fram árið 2009 en því hefur verið frestað vegna alþjóðlegs þrýstings, en það hefur verið fordæmt víða um heim. Meðal þeirra sem hafa fordæmt ofsóknir gegn samkynhneigðum og þetta frumvarp eru íslensk stjórn- völd, en yfir milljarður króna hefur farið í þróunaraðstoð til Úganda undanfarin ár. Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands er einnig með starfsstöð í Úganda og starfrækir sendiráð í Kampala. „Ísland mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpinu. Á sínum tíma mót- mæltum við þessu harðlega og vorum í hópi erlendra ríkja sem fór á fund forseta Úganda til að koma á framfæri hörðum mótmælum. Hann tók því vel og sagði þá að slík lög yrðu ekki staðfest,“ segir Össur. Í millitíðinni hafa farið fram kosningar. „Það er áhyggjuefni og sorglegt að frumvarp sem er meng- að af svona fordómum komi fram. Við munum bregðast illa við þessu og sömuleiðis þær þjóðir sem við höfum ráðfærst við, ekki síst Norð- urlanda- og Vestur-Evrópuþjóðir.“ - þeb Utanríkisráðherra harðorður vegna fyrirætlana úgandska þingsins um lög gegn samkynhneigðum: Munum rísa gegn dauðadómi samkynhneigðra 1. Napóleónsskjölin, 2. um 10.000, 3. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Rannsaka skal séra Sigurð Séra Sigurður Helgi Guðmundsson hafnar braski sem framkvæmdastjóri Eirar. Farið fram á það við Ríkis- endurskoðun að hún taki greiðslu til tengdasonar Sigurðar til skoðunar. Ríkisendurskoðun svaraði í gær. SAKAÐUR UM ÝMISLEGT Séra Sigurður hefur verið sakaður um frændhygli með því að ráða skyldmenni sín til starfa hjá Eir og sjálftöku með því að láta Eir skipta við hans eigið fyrirtæki. Hann hafnar þessu öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Séra Sigurður Helgi, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Eirar vorið 2011, sendi frá sér yfirlýsingu í gær í tilefni af umfjöllun um störf hans. „Ég hafna því alfarið að störf mín þar hafi orkað tvímælis,“ segir í yfir- lýsingunni. „Því fagna ég því ef gerð verður úttekt á rekstri hjúkrunarheimil- isins. Hún mun væntanlega leiða í ljós hvort eitthvað hafi verið athugavert við störf mín sem framkvæmdastjóri eða við störf stjórnar heimilisins á þessum tíma.“ Hann kveðst ekki telja rétt að tjá sig frekar um málið að sinni. Hafnar braski og fagnar úttekt JÓHANNES RÚNAR JÓHANNSSON SVEINN ARASON Í ÚGANDA Ef frumvarpið verður að lögum verður samkynhneigð dauðasök í Úganda. MYND/ÚR SAFNI Vara við stórstreymi Landhelgisgæslan vekur athygli á að samfara slæmri veðurspá verður óvenju mikil sjávarhæð næstu daga. Eru umráðamenn skipa, báta og hafna beðnir um að hafa varann á. Á þetta sérstaklega við um hafnir suðvestan- lands. ÖRYGGISMÁL Féll af reiðhjóli og rotaðist Ung stúlka féll af hjóli í Keflavík í byrjun vikunnar og rotaðist. Hálka var á götum bæjarins þegar óhappið varð. Stúlkan var ekki með hjálm. Hún var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítalann. LÖGREGLUMÁL VEISTU SVARIÐ? Þetta er fortíðin, ég hef aldrei hitt mann- inn, séð hann eða talað við hann. SIGURÐUR RÚNAR SIGURJÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI EIRAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.