Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 10
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR SPÁNN, AP Mikil þátttaka var í verk- föllum og mótmælafundum í Mið- jarðarhafsríkjum Evrópu þar sem skuldakreppan hefur komið einna þyngst niður á almenningi. Þátttakan var minni norðar í álf- unni, en verkalýðsfélög í ríkjum ESB höfðu boðað til samhæfðra aðgerða í gær gegn niðurskurðar- hörku stjórnvalda. „Það er félagslegt neyðarástand í suðrinu,“ segir Bernadette Segol, framkvæmdastjóri Bandalags evr- ópskra verkalýðsfélaga. „Allir vita að sú stefna sem verið er að fram- kvæma núna er ósanngjörn og að hún virkar ekki.“ Stjórnvöld margra ríkja hafa skorið niður í ríkisútgjöldum, fækk- að starfsfólki, lækkað laun þess og eftirlaun, ásamt því að hækka skatta. Með þessum aðgerðum er vonast til að draga megi úr fjárlaga- halla og bæta skuldastöðu ríkjanna. Sparnaður stjórnvalda hefur hins vegar bitnað harkalega á almenn- ingi, einna mest í Grikklandi en einnig á Spáni, Ítalíu, í Portúgal og Frakklandi. Atvinnuleysi er yfir 25 prósentum á Spáni og Grikklandi, en í þessum löndum er meira en helmingur fólks undir 25 ára aldri án atvinnu. Milljónir manna lögðu niður vinnu í þessum löndum. Fjölmenn- ir mótmælafundir voru haldnir og snerust þeir sums staðar upp í óeirð- ir og átök við lögreglu. Í Madríd á Spáni voru tugir mótmælenda hand- teknir. Evrópsku verkalýðsfélögin krefj- ast þess að hætt verði við niður- skurðarstefnuna og í staðinn komi aðgerðir sem verji stöðu almenn- ings og dragi úr atvinnuleysi. „Auðvitað er þetta pólitískt verk- fall, gegn stefnu sjálfseyðileggj- andi og andfélagslegra stjórnvalda,“ segir Fernandez Toxo, leiðtogi spænska verkalýðsfélagsins CCOO. Atvinnurekendur segja verkföll hins vegar ekki réttu leiðina: „Ef efnt er til verkfalla í aðildarríkjun- um og fyrirtækjunum þá gerir það ekki annað en að skaða efnahags- lífið,“ segir Philippe de Buck, fram- kvæmdastjóri Eurobusiness, sam- taka evrópska iðnaðarins í Brussel. „Og það er ekki rétta leiðin núna.“ gudsteinn@frettabladid.is SAMFÉLAGSMÁL Kristinn Hall- dór Einarsson, Jón Guðnason og Trausti Kristjánsson hlutu viður- kenningar Íslenskrar málnefnd- ar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu í ár. Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, hlaut viðurkenningu fyrir að hafa frumkvæði að gerð nýs íslensks talgervils, sem félagið kynnti fyrr á árinu. Talgervillinn er hugbúnaður sem breytir texta í tal. Talgervilinn er hægt að nota í tölvum, símum og annars konar tölvustýrðum búnaði. Hann er því ómetanlegt hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta auk þess að vera stórtíðindi fyrir íslenska máltækni og íslenska tungu. Þá fengu Jón Guðnason, lektor í tölvunarfræði, og Trausti Krist- jánsson, aðjunkt við Háskólann í Reykjavík, viðurkenningu fyrir framlag sitt til nýs talgreinis fyrir íslensku. Google kynnti tal- greini fyrir íslensku í lok sum- ars, en hann nemur talað mál og breytir í ritaðan texta. Jón og Trausti voru lykilmenn í því að talgreinirinn varð til á íslensku. - þeb Íslensk málnefnd veitti viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu: Voru lykilmenn í gerð talgreinis FENGU VIÐURKENNINGU Jón og Trausti voru lykilmenn í íslensku raddleitinni hjá Google. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NISAN NOTE VISIA Nýskr. 06/11, ekinn 46 þús. km. bensín, beinskiptur. Frábær kaup kr. 1.990 þús. Rnr.200929 Mikið úrval af nýlegum, lítið eknum bílum á góðu verði í nóvember! Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 06/11, ekinn 49 þús km. dísel, sjálfskiptur Rnr. 260006 HYUNDAI Santa Fe METAN Nýskr. 08/12, ekinn 9 þús. km. bensín METAN, sjálfskiptur. Frábær kaup kr. 5.690 þús. Rnr.120078 HYUNDAI iX35 GLS Nýskr. 08/12, ekinn 16 þús km. bensín, sjálfskiptur. Frábær kaup kr. 4.690 þús. Rnr.151480. CHEVROLET LACETTI STATION Nýskr. 01/11, ekinn 26 þús. km. bensín, beinskiptur. Frábær kaup kr. 1.990 þús. Rnr.151534. HYNDAI i30 Classic Nýskr. 05/11, ekinn 45 þús km. bensín, beinskiptur Frábær kaup kr. 1.990 þús. Rnr.190652 NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 06/11, ekinn 12 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Frábær kaup kr. 2.190 þús. Rnr. 280269. Frábær kaup kr. 6.790 þús. Gerðu frábærkaup í nóvember Gott úrval af 4x4 bílum Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði! © GRAPHIC NEWS Atvinnuleysi á evrusvæðinu Alls eru nú 18,5 milljónir manna án atvinnu í evruríkjunum sautján. Þetta er einn af hverjum níu á vinnumarkaði landanna. Aldrei hefur atvinnuleysi á svæðinu verið meira. Atvinnuleysishlutfall % (Sep 2012) 15-74 ára yngri en 25 ára G rik kl an d* Sp án n Fr ak kl an d Ev ru rík in 1 7 Þý sk al an d Po rtú ga l Be lg ía Íta lía Írl an d *Tölur frá ágúst og júlí 2012 Heimild: EUROSTAT 52,4 34,5 25,7 25,8 15,1 55,6 23,3 18,0 25,4 7,4 11,6 35,1 35,1 8,0 15,7 5,4 10,8 Milljónir mótmæla niðurskurðarhörku Verkföll skullu á í Grikklandi, á Ítalíu, Spáni og í Portúgal og mótmæli í nærri tuttugu öðrum Evrópuríkjum gegn niðurskurði. Verkalýðsfélög krefjast mild- andi mótvægisaðgerða. Óeirðir brutust víða út í tengslum við mótmælin. MANNFJÖLDI MÓTMÆLIR Í Rómaborg og fleiri borgum Ítalíu var mikil þátttaka í mótmælafundum. NORDICPHOTOS/AFP ÞJÓÐKIRKJAN Tvær þingsályktun- artillögur hafa verið lagðar fyrir Kirkjuþing 2012 er varða hlunn- indi presta af kirkjujörðum. Í annarri er lagt til að allar tekjur af hlunnindum kirkjujarða renni óskiptar til kirkjumála- sjóðs, en ekki þeirra sem sitja jarðirnar. Í ályktuninni segir að öllum ákvæðum haldsbréfa fyrir prests- setur um hlunnindi verði sagt upp frá og með 1. janúar 2013, með árs fyrirvara. Önnur ályktun um hlunnindi var lögð fram af Birnu G. Kon- ráðsdóttur, sem á sæti í kirkju- ráði. Þar segir að kirkjuráð skuli láta vinna skýrslu þar sem öll þau hlunnindi koma fram er kirkju- jarðir bera, hvort sem þau tengj- ast vinnuframlagi eða ekki. Fréttablaðið fjallaði um málið á dögunum, þar sem kom meðal annars fram að hlunnindi presta vegna laxveiðitekna geti skipt milljónum króna á ári. Engin skrá yfir greiðslur er þó til á Biskups- stofu, en unnið er að gerð slíkrar skrár. Báðum málum var vísað til fjárhagsnefndar á Kirkjuþingi. - sv Fjöldi mála hefur verið afgreiddur á Kirkjuþingi 2012 sem nú stendur yfir: Hlunnindagreiðslur heitt efni KIRKJUÞING Í GRENSÁSKIRKJU Kirkjuþing 2012 hófst 10. nóvember síðastliðinn og hefur fjöldi mála nú þegar verið afgreiddur. MYND/ÚR SAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.