Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 56
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR40 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. stagl, 6. skóli, 8. tæki, 9. hrós, 11. nesoddi, 12. einkennis, 14. hopp, 16. hvað, 17. skammst., 18. hætta, 20. tveir eins, 21. halda brott. LÓÐRÉTT 1. ávinna, 3. strit, 4. skemill, 5. slag- brandur, 7. þjóðsaga, 10. ílát, 13. hjör, 15. ögn, 16. samkvæmi, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. tafs, 6. fg, 8. tól, 9. lof, 11. tá, 12. aðals, 14. stökk, 16. ha, 17. möo, 18. ógn, 20. rr, 21. fara. LÓÐRÉTT: 1. afla, 3. at, 4. fótskör, 5. slá, 7. goðsaga, 10. fat, 13. löm, 15. korn, 16. hóf, 19. nr. Ég mundi aftur á móti pluma mig frábærlega í fangelsi! Ég yrði ekki bitch fyrir neinn! Einmitt! Þú mundir frekar spila flautusólóið með Village People! Nei þar hefur þú rangt fyrir þér, stóra nef! Því ég yrði nógu klár til að koma mér í samband við kvenkyns fangelsisvörð! Alltaf öruggur og til í tuskið inn á milli á bókasafninu! Auð- vitað! Við skulum búa til skothelt plan! Rænum rosalegri peninga- summu, stingum af til Brasilíu og liggjum á ströndinni með kokkteila í hönd að eilífu! Passa Kamilla og Dúddi inn í þetta plan? Nei, nei! Þetta hefur ekkert með raunveru- leikann að gera! Þá erum við sam- mála! Ég gerði mig að fífli fyrir fimm mínútum og það er strax komið á Youtube? Auðvitað. Það eru myndavélar alls staðar! Það er ekkert til sem heitir næði eða nafnleysi lengur, Palli. Heimurinn er leiksvið. Og allir eru að bíða eftir að þú gerir eitthvað heimskulegt. Notaðirðu uppáhalds bökunarplötu langa- langömmu undir olíuleka?? Ég vissi það ekki! Snökt! Hluti af fjöl- skyldusögu okkar hefur verið eyðilagður! Grandað! Hent í ruslið! Kannski næ ég að þrífa hana. Ef ekki, má ég þá nota hana í sand- kassanum? Önnur leið til að vita að það er kominn tími til að skipta um sokka … Það er bara ein mynd af konu á forsíð-unni. Guð hjálpi okkur. Við verðum að finna fleiri.“ Upphrópanir eins og þessa er ekki óalgengt að heyra á ritstjórninni seinnipartinn á föstudögum. Helgarforsíða með tómum körlum væri nefnilega stórslys. Brot á fjölmiðlalögum og hvað veit ég. Hins vegar virðast þau lög einungis virka í aðra áttina því engar slíkar upphrópanir heyrast þegar konur einoka forsíðuna. Það er bara flott og æðislegt. Klapp á bakið móment: Vel gert hjá okkur. Við erum sko aldeilis að standa okkur. ÁÐUR en þið farið að froðufella er rétt að taka fram að ég skil ósköp vel að konur skuli vera orðnar langþreyttar á því að bera skarðan hlut frá borði í fjöl- miðlaumfjöllun. En – og það er stórt en – það helgast að miklu leyti af því að fjölmiðlar eltast við það sem fréttnæmt þykir og í þeim greinum þar sem mest gengur á eru karlmenn einfaldlega í meirihluta. Hundfúlt ástand, vissulega, en engu að síður staðreynd. Varla er krafan sú að fjöl- miðlar skrumskæli veruleikann í nafni jafnréttis. Eða hvað? TÖKUM bókmenntaumfjöllun sem dæmi. Í hverri einustu viku má lesa langar runur skammar yrða á Facebook eftir útsendingu Kilj- unnar. „Alltaf talað við kalla!“ „Óþolandi karlremba!“ „Hvar eru konurnar?“ Fyrir- gefið, en þær eru þarna. Í stærra hlutfalli en efni standa til meira að segja. Konur skrifa innan við þrjátíu prósent af skáld- verkum sem koma út á Íslandi. Er þá raun- hæft að krefjast þess að þær fái fimmtíu prósent af umfjöllun um bókmenntir? Á hvaða forsendum? Þau rök að ljóðabókin sem langamma skrifaði hafi verið þöguð í hel virka ekki lengur. Hellingur af ljóða- bókum eftir langafa voru líka þagaðar í hel. Það eru nefnilega oftast gæði verkanna sem ráða því hvort bókmenntaverk lifa eða deyja. Ekki kynfæri höfundarins. Konur hafa fengið Hin íslensku bókmenntaverð- laun oftar en hlutfall kvenrithöfunda gefur tilefni til en engu að síður eru enn veitt sérstök bókmenntaverðlaun kvenna. Getið þið ímyndað ykkur darraðardansinn sem yrði stiginn ef sett yrðu á fót sérstök bók- menntaverðlaun karla? Það væri nú aldeilis mismunun og brot á öllum jafnréttislögum. KYNJAKVÓTAKÚGUN virkar ekki sem jafnréttistæki. Og þetta langdregna rama- kvein er því miður ekki hugverkum og afrekum kvenna til framdráttar. Í bak- grunninum leynist enn sú hugsun að karlar tali fyrir hönd mannkynsins alls, konur ein- ungis fyrir hönd kynsystra sinna. Eru það þau skilaboð sem við viljum senda dætrum okkar? Mannkynið og kvenkynið Góa og Fjarðarkaup kynna með stolti www.jolagestir.is Miðasala á Miði.is og í síma 540 9800 Miðasala á aukatónlei ka í fullum ga ngi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.