Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 20
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR20 20 hagur heimilanna Ekki þarf að flokka og telja skilagjaldsskyldar umbúð- ir, sem eru heilar, áður en komið er með þær í nýja tæknivædda stöð Endur- vinnslunnar að Dalvegi 28 í Kópavogi. Í desember á að opna nýja tæknivædda stöð við Hraunbæ 123. Móttöku skilagjaldsskyldra umbúða hefur hins vegar verið hætt í Sorpu við Dalveg og við Sævarhöfða. „Gömlu móttökustöðvarnar voru orðnar úreltar og við stóðum frammi fyrir því að gera þyrfti átak fyrir viðskiptavini. Núna þarf enginn að bíða úti þar sem húsnæð- ið er miklu stærra á nýju stöðvun- um. Þar er auk þess vaskur svo að fólk getur þvegið sér,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri End- urvinnslunnar, sem bætir því við að ástæðulaust hafi þótt að tækni- væða móttökuna við Sævarhöfða þar sem slík móttaka er rétt hjá eða við Knarrarvog. Helgi tekur það fram að nauð- synlegt hafi verið að tæknivæða skilakerfið. „Við höfum verið eitt minnst tæknivædda land í heimi hvað varðar svona skilakerfi og við erum að gera bragarbót á því. Við vonum að þetta sé ekki bara end- urvinnslu til góðs, heldur líka við- skiptavinum.“ Á nýju stöðvarnar við Dalveg og í Hraunbæ þurfa viðskiptavinir ekki að koma með flokkaðar og taldar umbúðir ef þær eru heilar en slíkt kerfi hefur verið í móttökunni við Knarrarvog í tvö ár. „Viðskipta- vinum hefur fjölgað hlutfallslega mest í Knarrarvogi. Við vonum að það sé vegna þess að menn hafa verið ánægðir með að þurfa ekki að flokka og telja heima hjá sér.“ Áfram verður heimilt að koma með beyglaðar umbúðir, að sögn Helga. „Við erum ein af fáum þjóð- um sem leyfa móttöku beyglaðra dósa og plastumbúða. Þegar lög um endurvinnslu voru sett 1989 vildu menn losna við allt rusl úr náttúru landsins hvar sem það lá. Þess vegna voru ekki sett mörk varðandi útlit þeirra. Annars stað- ar er ekki greitt fyrir beyglaðar umbúðir og sums staðar á Norður- löndum taka vélar ekki við beygl- uðum umbúðum. Hér eru engin áform um að taka ekki við slíkum umbúðum en við viljum benda við- skiptavinum á að það sé betra að fá umbúðirnar heilar.“ ibs@frettabladid.is Þarf ekki að flokka og beygla má dósirnar ENDURVINNSLA Umbúðum má skila óflokkuðum í nýju stöðinni við Dalveg 28. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ný tæknivædd stöð Endurvinnslunnar hefur verið opnuð við Dalveg 28 í Kópavogi. Í desember verður ný stöð opnuð við Hraunbæ 123 í Reykjavík. Móttöku umbúða hjá Sorpu við Dalveg og við Sævar- höfða hefur verið hætt. Áfram verður tekið á móti skilagjaldsskyldum umbúð- um hjá Sorpu í Jafnaseli og Ánanaustum í Reykjavík, Breiðhellu í Hafnarfirði og Blíðubakka í Mosfellsbæ. Sala á nefúðum hefur aukist mikið í Noregi og vara læknar þar við því að notkun þeirra geti orðið ávanabindandi og valdið bólgu í nefinu. Á vef Verdens Gang er haft eftir lækninum Hans Elver- land að hann hafi nokkrum sinnum í viku tekið á móti sjúklingum sem fengu ráðleggingar um hvernig þeir ættu að venja sig af notkun nefúða. Sumir þeirra hafi greint frá því að þeir hefðu farið í apótek sem voru með helgarvakt til þess að tryggja að þeir ættu örugglega nefúða. Sjúklingarnir kvarta undan teppu í nefinu eftir að áhrifum úðans lýkur. Elverland segir að teppan hverfi af sjálfu sér. Þeir verði bara að þrauka. Læknirinn tekur fram að stutt notkun nefúða valdi ekki vandamálum. Teppan verði hins vegar verri eftir tveggja vikna notkun. ■ Heilbrigði Notkun nefúða getur orðið ávanabindandi Neytendur fá rangar upplýsingar um réttindi sín þegar þeir versla á netinu. Þetta eru niðurstöður könnunar sænsku neytendastofunnar. Helmingur netfyrirtækjanna gefur ekki réttar upplýsingar, einkum þegar um er að ræða upplýsingar um rétt neytenda til að skila vöru sem þeir sjá eftir að hafa keypt. Könnunin tók til 413 sænskra netfyrirtækja. Yfir helmingur þeirra braut gegn einhverri reglu um upplýsingaskyldu og nær helmingur þeirra, eða 187, veitti rangar eða engar upplýsingar um fyrrgreindan skilarétt. Það getur leitt til þess að viðskiptavinir sitja uppi með dýra vöru sem þeir vilja í raun ekki eiga þar sem þeir geta ekki iðrast kaupanna. Viðskipta- vinir geta einnig tapað á viðskiptum við netfyrirtæki þegar þeir eru látnir borga flutning á vöru sem fyrir- tækin sjálf eiga að greiða. ■ Netviðskipti Rangar upplýsingar um rétt- indi hjá helmingi seljenda Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Mjólkur- búinu um að mistök hafi orðið af hálfu fyrirtækisins þegar ostar af tegundinni Glaðningi, sem voru undir þyngd, voru afgreiddir í verslanir. Á vef Neytenda- stofu segir að verið sé að innkalla vörur sem stóðust ekki vigt. Mjólkurbúið bendir jafnframt neytendum, sem keyptu vöru sem ekki náði vigt, á að hafa sam- band við fyrirtækið þar sem þeirra hlutur verður leiðréttur og bættur. Við könnun Neytendastofu á þyngd forpakkaðra osta í verslunum kom í ljós að 35 prósent af sýnum af Glaðningi reyndust vera undir leyfilegu fráviki frá þyngd sem tilgreind er á umbúðum. Léttasta sýnið reyndist aðeins 83 g í stað 130 g eða 35 prósent undir þyngd. Einstaka sýni voru einnig yfir meðalþyngd og var þyngsta sýnið 58 prósent yfir tilgreindri þyngd. ■ Matvæli Ostar undir þyngd innkallaðir 16,2% Móttaka skilagjaldsskyldra umbúða ER SÚ HLUTFALLSLEGA VERÐHÆKKUN sem hefur orðið á kílópakkningu af Kellogg‘s morgunkorni síðustu þrjú ár. RÖKKURHÆÐIR: Svo virðist sem alda ófriðar ríði nú yfir landið. Í gærmorgun bárust fréttir af ýmis konar undarlegum uppákomum. Þar má fyrst nefna hópslagsmál sem brutust út meðal grunnskólanema í Rökkurhæðum. Nemendurnir, flestir á aldrinum 10 til 13 ára, voru á skólalóðinni þegar atvikið átti sér stað. Matthías Kárason, nemandi í 10. bekk, varð vitni að slagsmálunum. Þegar hann ætlaði að skakka í leikinn vildi ekki betur til en að börnin réðust á hann eins og hópur villidýra. „Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Matthías um uppákomuna, „samt er ég ýmsu vanur.“ Ófriður er nýjasta bókin í bókflokknum um krakkana í Rökkurhæðum. Bókinni, sem kemur út í dag hefur nú verið dreift til bókasala á landsvísu og má því með sanni segja að það sé ófriður um allt land. Áhugasamir eru velkomnir í útgáfuhófið í verslun Eymundssonar við Austurstræti klukkan 17, föstudaginn 16. nóvember. Ófriður um allt land „Ég hef aldrei séð annað eins, samt er ég ýmsu vanur.“ Ófriður – Auglýsing hópslagsmál í friðsælu úthverfi (mynd frá vegfaranda).- rh Kókómjólk frá Mjólkursamsölunni (MS) var valin besta ferska mjólkurvaran á Norðurlöndum á fagsýningu norrænna mjólkursamlaga sem haldin er í Herning í Danmörku í þessari viku. Í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni segir að Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri á Selfossi, hafi veitt viðurkenn- ingunni móttöku úr hendi Jóakims Danaprins. Á sýningunni keppa um 1.600 mjólkurvörur um verðlaun. Haft er eftir Guðmundi að mjólkurvörur frá MS hafi unnið til fimm gullverðlauna, 13 silfurverðlauna og 15 bronsverðlauna. ■ Matvæli Jóakim prins veitti íslenskri kókómjólk viðurkenningu Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.