Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 28
28 15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Frétta- blaðinu í gær um fyrirhugaðar við- ræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. Í dag er opinber þjónusta tryggð fyrir öll börn, frá fæðingu til 18 ára aldurs, fyrir utan 15 mánaða tímabil á fyrstu tveimur æviárun- um. Dagforeldrar gegna mikilvægu hlutverki fyrir börn og foreldra á þessum aldri, vinna afar gott starf og brúa bilið með ágætum. Þjónust- an er þó ekki á forræði hins opin- bera. Sveitarfélögin greiða niður þjónustuna, þau setja henni ákveð- inn ramma og hafa með henni eft- irlit, en þau veita ekki þjónustuna. Það er rétt hjá Sigrúnu Eddu, að tillaga mín laut í raun ekki að því að brúa bilið milli fæðingaror- lofs og leikskóla, það er réttilega brúað með þjónustu dagforeldra og einkarekinna ungbarnaleikskóla. Tillagan laut að því að brúa bilið í opinberri þjónustu, því það er sannarlega til staðar. Það er staðföst skoðun mín að hið opinbera, ríki og sveitarfé- lög, eigi að bjóða upp á þjónustu fyrir öll börn, frá fæðingu þar til sjálfræði er náð. Ástæðan er þessi: Opinber þjónusta er hluti af samfélagslega ábyrgu velferðar- samfélagi. Hún er sá hluti þjón- ustunnar sem við viljum reka sameiginlega, við kjósum okkur fulltrúa til að móta stefnu og sinna eftirliti og við greiðum fyrir hana að stærstum hluta með framlagi í sameiginlegan sveitarsjóð. Til viðbótar við þessa opinberu þjónustu eru svo ýmsir valkost- ir sem margir kjósa að nýta sér af ýmsum ástæðum og því vil ég árétta að ég er ekki að leggja til að þjónusta dagforeldra leggist af. Hún er sjálfsagður og eðlilegur valkostur sem má endilega vera áfram til staðar fyrir þá foreldra sem það kjósa. Ég bind vonir við að viðræðurn- ar skili þeim árangri sem fyrst að sameiginlega axli ríki og sveitar- félög þá ábyrgð að tryggja opin- bera þjónustu fyrir öll börn, svo foreldrar hafi raunverulegt val. Sú þjóðsaga hefur verið lífseig hér á landi að við Íslendingar séum vel menntuð þjóð. Saman- burður á menntunarstigi fólks á evrópskum vinnumarkaði segir hins vegar aðra sögu, því sam- kvæmt gögnum Hagstofu Íslands og Eurostat hafa um 30% Íslend- inga á aldrinum 25-64 ára ein- göngu grunnmenntun samanborið við 25% í löndum ESB og 15-20% á Norðurlöndunum. Íslendingar eiga jafnframt þann vafasama heiður að brotthvarf nemenda úr fram- haldsskólum er hér mun meira en í Evrópu. Brotthvarf framhalds- skólanemenda á Íslandi er nærri 30% en meðaltal ESB-ríkja er um 13%. Heildarnámstími í grunn- og framhaldsskóla er óvenju langur á Íslandi, eða 14 ár samanborið við 12-13 ár í samanburðarlöndum. Þá er vægi bóknáms á kostnað verk- og tæknináms óvenju mikið í íslensku menntakerfi og ljóst að margir nemendur fara ekki í nám við hæfi. Samþætting menntunar og atvinnu Starfshópur undir minni forystu með þátttöku fulltrúa framhalds- skóla og háskóla, aðila vinnumark- aðarins, fulltrúa nemendahreyf- inga og ráðuneyta hefur sent frá sér skýrslu um samþættingu menntun- ar og atvinnu, sem hefur að geyma átján tillögur um aðgerðir til að bæta menntunarstig þjóðarinnar, draga úr brotthvarfi nemenda og auka vægi verk- og tæknináms. Skilvirkari menntastefna Lagt er til að stjórnvöld setji sér það markmið að allir nemendur í framhaldsskólum ljúki a.m.k. fram- haldsskólaprófi sem hafi sjálfstætt gildi sem lokapróf eða fyrsta þrep í frekara framhaldsnámi. Námið verði sveigjanlegt og lagað að áhugasviði nemenda, og geti farið að hluta til fram á vinnustað. Horft verði m.a. til reynslu Hollendinga sem náð hafa góðum árangri með skuldbindandi námslok í fram- haldsskólum. Stytting og betri nýting námstíma Mikilvægt er að nýta betur náms- tíma í grunn- og framhaldsskóla og auka skilvirkni í menntakerfinu. Lagt er til að viðmiðunarnámstími í grunn- og framhaldsskólum verði 13 ár í stað 14 ára og námslok í fram- haldsskólum verði því almennt við 19 ára aldur. Lagt er til að þeir fjár- munir sem sparast við þessa stytt- ingu verði nýttir til að bæta kjör kennara og skólastarfsfólks, auka sveigjanleika kennslu og styrkja starfsumhverfi skóla, þar með talið tækjakost, aðbúnað og námsgögn. Ætla má að stytting námstíma um eitt ár geti hliðrað fjármunum um 1,2 milljarða króna á ári, sem verði varið til fyrrnefndra nota. Aðgerðir gegn brotthvarfi – einstaklingsmiðað nám Mikilvægt er að stjórnvöld í sam- ráði við skólasamfélagið og aðila vinnumarkaðar grípi til tafarlausra aðgerða til að draga verulega úr brotthvarfi nemenda. Leggja þarf áherslu á að stöðva nýliðun brott- hvarfsnemenda með forvörnum og skimun í efri bekkjum grunnskóla. Með skimun er hægt að greina styrkleika og veikleika hvers nem- anda og nýta þær upplýsingar til að sníða einstaklingsbundnar náms- áætlanir sem ætlað er að kveikja áhuga nemenda og virkja á þeim sviðum þar sem hæfileikar þeirra og færni nýtast best. Starfshópurinn leggur fram hugmyndir um svokall- aða námssamninga milli nemenda og kennara, með áfangaskiptum markmiðum um námsframvindu og árangur sem þessir aðilar auk forráðamanna nemenda skuldbinda sig til að fylgja eftir og endurskoða eftir þörfum. Í orði en ekki á borði Einstaklingsmiðað nám varð mið- lægt í skólastefnu Reykjavíkurborg- ar undir lok síðustu aldar og skyldar áherslur hafa verið í grunnskólalög- unum frá árinu 1974. Reyndar má finna hliðstæðu í stjórnarskrá lýð- veldisins þar sem segir í 76. grein: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar fræðslu og menntun- ar við sitt hæfi.“ Í þessu niðurlagi er fólginn mikill sannleikur, sem því miður hefur ekki reynst leið- arljós íslenska menntakerfisins, því allt of margir nemendur velja ekki nám við sitt hæfi, heldur láta sjónarmið foreldra ráða námsvali eða taka mið af meginstraumi, sem oftar en ekki leiðir til þess að bók- nám verður fyrir valinu. Afleiðing- in er sú að margir nemendur eyða miklum tíma í nám sem hentar þeim ekki og margir hverfa frá námi um lengri eða skemmri tíma. Það er hins vegar athyglisvert að meiri- hluti þeirra sem snýr til baka í nám á þrítugsaldrinum velur verk- og tækninám og stór hluti þeirra sem útskrifast með sveinspróf er eldri en 25 ára. Aukin virkni nemenda Brýnt er að auka virkni nemenda í skólastofunni með verkefnabundnu námi sem ýtir undir frumkvæði, gagnrýna hugsun og skapandi starf nemenda. Nýta þarf nýja miðla sem nemendur nota utan skóla til að glæða áhuga þeirra á náminu og gera átak í að nútímavæða náms- gagnaútgáfu með áherslu á marg- miðlun og gagnvirkni. Í næstu grein mun ég fjalla um tillögur starfshópsins varðandi efl- ingu verk- og tæknináms. Menntakerfi fyrir nemendurUm þjónustu við börn Í nýlegri skýrslu McKinsey um hagvaxtarmöguleika á Íslandi eru m.a. dregnar fram þær meg- ináherslur sem íslensk stjórnvöld þurfa að vinna að til að byggja upp atvinnulíf til framtíðar. Meðal þess sem þar er dregið fram er lang- tíma stefnumörkun, bætt menntun, aukin verðmætasköpun o.fl. Í framhaldi af ábendingum McKinsey er athyglisvert að beina sjónum að hinum svoköll- uðu IPA-styrkjum Evrópusam- bandsins sem standa Íslendingum til boða meðan á aðildarviðræðum stendur. Styrkirnir lúta í megin- dráttum sömu reglum og byggða- styrkir Evrópusambandsins þar sem gerðar eru miklar kröfur um öguð vinnubrögð. Skýr stefnumót- un, langtíma áætlanagerð, skýr ábyrgð, samráð og samvinna er meðal þess sem styrkþegar þurfa að geta sýnt fram á áður en þeim er úthlutaður styrkur. Með öðrum orðum – úthald í faglegum vinnu- brögðum. Undanfarna mánuði hef ég verið fengin til að aðstoða fjölmarga aðila, um allt land, við að skil- greina hugmyndir og móta verk- efni sem eru grunnur að umsókn- um um IPA-styrki. Á þessum tíma hef ég séð hvernig ólíkir aðilar hafa tekið höndum saman um að undirbúa eða styrkja ýmiss konar nýsköpun, efla atvinnugreinar sem kalla á fjölbreytta mennt- un, stofna til nýrra námsbrauta á framhalds- og háskólastigi, styrkja námsframboð símennt- unarmiðstöðva, tengja saman háskóla og atvinnulífið og svo mætti lengi telja. Ég hef orðið vitni að því þegar fólk um allt land leggst á árarnar við að skapa nýja hugsun í atvinnu- og menntamál- um, sem byggir á auðlindum þekk- ingar og náttúru. Þetta eru sömu vinnubrögð og viðhöfð eru í þeim ríkjum sem McKinsey nefnir sem eftirsóknarverðar fyrirmyndir fyrir Ísland. Andstæðingar Evrópusam- bandsins kalla IPA-styrkina mútur. Það eru auðvitað öfugmæli. Það er nær að líta á þá sem ókeypis námskeið í faglegum vinnubrögð- um, í takt við ábendingar skýrsl- unnar. Námskeiðið er rétt að byrja en ég vona að við Íslendingar ljúk- um því með láði, tileinkum okkur ný vinnubrögð og verðum í fram- haldinu þjóð meðal þjóða. Höfundur sækist eftir 3.–4. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Mútur eða námskeið í faglegum vinnubrögðum? Löngu er orðið tímabært að bæta kjör námsmanna og endurskoða núverandi námslánakerfi með hlið- sjón af gildandi reglum hjá hinum norrænu ríkjunum. Hér hefur t.a.m. viðgengist að námsmenn fái greidd lán frá LÍN eftir að hafa sýnt fram á námsárangur og lifað á lánum frá einkabanka þangað til. Á þessu hafa bankastofnanir hagnast í fjölda ára. Þessu getum við breytt. Sem dæmi væri hægt að greiða lán til námsmanna beint frá LÍN og þau væru greidd fyrir fram, í byrj- un annar eða mánaðarlega. Til að koma í veg fyrir að fólk nýti lánin í annað en nám væri hægt að greiða námslánin eftir að sýnt hefur verið fram á námsárangur, eins og gert er nú, fyrsta árið. Þá hljótum við að vilja búa til hvata til að fólk kjósi að fara í nám og ljúka því. Ein leið væri að hluti námsláns breyttist í styrk fyrir þá námsmenn sem ljúka námi á tilskyldum tíma. Slíkt hvatakerfi væri til hagsbóta ekki einungis fyrir nemendur heldur myndi það einnig mögulega lækka brottfall í háskólum og skila menntuðu fólki fyrr út á vinnumarkaðinn. Svo mætti einnig endurskoða endur- greiðsluhlutfall námslána til að gera greiðslubyrði afborgana við- ráðanlegri. Menntunarstig á Íslandi er með því lægsta í Evrópu, á sviði form- legs náms að skyldunámi loknu. Eitt af markmiðum okkar sem þjóðar er að hækka menntunarstig og búa þar með að vel menntuðum mann- auði og hafa hér öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Með þessu gerum við það að vænlegri kosti að taka þá ákvörðun að fara í nám. Að fara í nám er kostnaðarsamt og jafnframt er ekkert sem tryggir að námsmenn fái vinnu við hæfi eftir útskrift. Við þurfum að létta þessa ákvarðana- töku ef við ætlum að ná markmið- um okkar að vera vel menntuð þjóð. Bætt kjör námsmanna Leikskólar Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Menntamál Hrafnhildur Ragnarsdóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar Evrópumál Anna Margrét Guðjónsdóttir sjálfstæður ráðgjafi Menntamál Skúli Helgason formaður starfshóps um samþættingu menntunar og atvinnu 20% afsláttur af öllum handfarangurs- töskum á hjólum. FERÐATÖSKU- DAGAR Vikuna 15. – 21. nóvember Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu frumsömdu jólasöguna. Verðlaunasagan birtist í Fréttablaðinu á aðfanga- dag, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara. Samkeppnin er öllum opin. Einu skilyrðin eru þau að sagan fjalli um jólin eða fangi anda jólanna með einum eða öðrum hætti. Lengdarmörk eru 1.000 til 1.300 orð en að öðru leyti eru efnistök frjáls. Sögur skal senda á net- fangið jolasaga@frettabladid.is. Skilafrestur er til 5. desember. Í fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru spjald- tölvur af gerðinni United. Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum. Jólasagan þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.