Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 80
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR64 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Rúnar Már Sigurjónsson minnti vel á sig í gærkvöldi þegar hann skoraði annað marka Íslands í 2-0 sigri á Andorra en hann var þá í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. „Þetta var svo sem fínt og ekk- ert verra að byrja svona,“ sagði Rúnar Már hógvær eftir leikinn. „Þetta var erfiður leikur og á mjög erfiðum velli. Við erum því ágæt- lega sáttir með 2-0 sigur,“ sagði Rúnar Már og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck tók undir þetta. „Það var mikilvægt að við unnum leikinn og þetta var ágætis leikur. Við spiluðum ekki illa og stjórnuð- um leiknum vel. Þeir fengu engin alvöru marktækifæri þannig að þetta var allt í lagi leikur,“ sagði Lagerbäck eftir sigurinn í Andorra í gær. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra markið á 10. mín- útu eftir að hafa fengið stungu- sendingu frá Hirti Loga Valgarðs- syni en Rúnar Már skoraði síðan seinna markið á 58. mínútu. Hann var kallaður inn í landsliðshóp- inn fyrir síðasta leik á móti Sviss en fór nú beint inn í byrjunarlið- ið. „Það er stórt stökk að komast í byrjunarliðið í A-landsliðið en þetta var ekkert sjokk fyrir mig. Ég var alveg tilbúinn í þetta og tel að ég hafi sýnt það. Ég er sáttur með þetta,“ sagði Rúnar og Lars var ánægður. „ Þ a ð v a r s é r s t a k le g a skemmtilegt fyrir Rúnar að skora í sínum fyrsta leik. Hann spilaði vel þannig að þetta var góð frumraun hjá honum,“ sagði Lagerbäck. „Þetta var ágætt ár. Ég hefði viljað fá fleiri stig út úr leikjunum í undankeppninni en heilt yfir þá var þetta fínt ár. Við töpuðum á móti sterkum þjóðum í vináttulandsleikjunum í byrjun ársins en stóðum okkur vel í flestum leikjum. Í kvöld vantaði marga leikmenn en það komu menn sterkir inn í staðinn og þeir skiluðu traustri frammistöðu,“ sagði Lars. Rúnar Már hefði getað skorað annað mark og jafnað þar með afrek Anthonys Karls Gregory frá 1990. „Það skemmir ekki fyrir að hafa náð að skora en ég er ósáttur með að hafa ekki skorað jafnvel eitt í viðbót en maður má ekki vera of frekur,“ sagði Rúnar Már í léttum tón en hvernig var markið. „Þetta var ágætis mark. Ég fékk boltann rétt fyrir framan miðju og ég held að ég hafi farið fram hjá tveimur varnarmönnum áður en ég setti hann með vinstri í hornið fjær,“ sagði Rúnar um markið. „Þú verður að nýta tækifærin hvort sem það er í fótboltanum eða í lífinu. Ég ætlaði að nýta tækifærið og reyna að sýna það að ég ætti heima í liðinu og að ég geti spilað á þessu getustigi. Það er mjög gott að fá svona leik,“ sagði Rúnar Már sem er að reyna að komast í atvinnumennsku og markið í gær ætti að vekja athygli á honum. „Þetta var mjög ljúft og vonandi hjálpar þetta mér að komast að í atvinnumennskunni,“ sagði Rúnar Már. Sigur íslenska liðsins var annars öruggur þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Völlurinn var frekar slæmur en það hjálpaði mikið að við skoruðum snemma. Ég held að þeir hafi ekki skapað sér eitt færi í leiknum. Svo skoruðum við frekar snemma í seinni þannig að þetta var öruggt. Lars var bara sáttur þegar hann talaði við okkur eftir leikinn,“ sagði Rúnar. ooj@frettabladid.is ÓLAFUR STEFÁNSSON er ekki tilbúinn að gefa það út að hann sé hættur að spila handbolta þótt að hann sé orðinn 39 ára gamall og gefi ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið. Ólafur sagði í gær við Fréttablaðið að hann haldi því opnu að spila handbolta eftir áramót og hefur því haldið sér í formi frá því að hann spilaði sinn síðasta leik á móti Ungverjum á Ólympíuleikunum í London. FÓTBOLTI Pepsi-deildarlið Stjörn- unnar þarf að horfa á bak góðum manni því samningar hafa tekist um söluna á Dananum Alexander Scholz til Lokeren. Leikmaðurinn heldur utan til Belgíu í dag og mun væntanlega skrifa undir samning við félagið um helgina. „Ég fer í læknisskoðun á föstu- dag og svo skrifum við undir samning um helgina ef allt geng- ur að óskum,“ sagði Scholz í Bolt- anum á X-inu í gær en hann átti frábært sumar með Stjörnunni. „Ég vildi fá nýja áskorun og Lokeren virðist henta mér vel. Ég fór til reynslu á dögunum og það gekk frábærlega. Ég gat ekki verið sáttari. Þetta lítur út fyrir að vera fjölskylduklúbbur eins og Stjarn- an. Lið rétt fyrir aftan þau bestu og getur gert atlögu að titlinum.“ Daninn káti hefur mikinn metn- að og ætlar sér stóra hluti í fram- tíðinni. „Ég þarf að standa mig vel hjá Lokeren og þá veit maður aldrei hvað getur gerst í framtíð- inni.“ Scholz er aðeins tvítugur og tók sér frí frá knattspyrnu árið áður en hann kom til Stjörnunnar. Hann vildi ferðast og fór meðal annars til Indlands. „Ég vissi að þetta gæti verið hættulegt fyrir ferilinn minn en þetta gekk allt upp. Það voru samt margir hissa þegar ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Scholz sem er mikill ævintýramaður. Ein af ástæðum þess að hann kom til Íslands var til þess að upplifa land- ið samhliða knattspyrnunni. „Þetta hentaði mér fullkomlega. Mér hefur liðið vel á Íslandi. Ég hef ferðast mikið og fór hringveg- inn meðal annars. Þetta er búinn að vera frábær tími sem ég sé ekki eftir. Ég á örugglega eftir að koma aftur til Íslands og hver veit nema ég ljúki ferlinum hér á landi. Ég myndi þá líklega spila með Stjörn- unni.“ - hbg Stjarnan er búin að selja Danann Alexander Scholz til Lokeren í Belgíu: Lokeren virðist henta mér vel GRIMMUR Scholz er hér að vinna auðveldan slag um skallabolta gegn Fylki í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Domino‘s-deild karla Þór Þorl. - KR 102-88 (53-46) Þór Þ.: Robert Diggs 20/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 19, Benjamin Curtis Smith 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 13/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/6 fráköst, Darrell Flake 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 5, Vilhjálmur Atli Björnsson 1. KR: Helgi Már Magnússon 20/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst/6 stoðsendingar, Martin Hermannsson 16, Finnur Atli Magnusson 12/6 fráköst, Danero Thomas 8/4 fráköst, Kristófer Acox 6/7 fráköst, Ágúst Angantýsson 4/4 fráköst, Keagan Bell 2, Jón Orri Kristjánsson 2, Darri Freyr Atlason 1. Domino‘s-deild kvenna Grindavík-Keflavík 65-71 (33-32) Grindavík: Crystal Smith 20, Berglind Anna Magnúsdóttir 14, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10, Helga Rut Hallgrímsdóttir 8/12 fráköst/5 stoðs., Petrúnella Skúladóttir 7/7 fráköst/5 stoðs., Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 6/9 fráköst. Keflavík: Jessica Ann Jenkins 16, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14, Pálína Gunnlaugs- dóttir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 13, Sara Rún Hinriksdóttir 8/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 2. Haukar-Njarðvík 72-63 (32-21) Haukar: Siarre Evans 21/19 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 20, Gunnhildur Gunnarsdóttir 17/11 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Ína Salome Sturludóttir 3/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2. Njarðvík: Lele Hardy 21/14 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Salbjörg Sævarsdóttir 15/15 fráköst/5 varin skot, Svava Ósk Stefánsdóttir 9/8 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 9, Emelía Ósk Grétarsdóttir 3, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2, Sara Dögg Margeirsdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2. Fjölnir-Snæfell 47-82 (25-47) Fjölnir: Britney Jones 18/7 fráköst/7 stoðs., Fanney Lind Guðmundsdóttir 12/6 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 9/6 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6, Heiðrún Ríkharðsdóttir 2. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Kieraah Marlow 18/14 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 13/10 fráköst, Rósa Indriðadóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 5/7 stoðs./5 stolnir, Ellen Alfa Högnadóttir 3. KR-Valur 65-64 (34-34) KR: Patechia Hartman 22, Helga Einarsdóttir 12, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 5, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 5, Björg Guðrún Einarsdóttir 3. Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 25, Alberta Auguste 12/8 fráköst/8 stolnir, María Björnsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 5, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2. STAÐAN Í DEILDINNI: Keflavík 9 9 0 702-552 18 Snæfell 9 7 2 687-545 14 KR 9 6 3 603-586 12 Valur 9 5 4 592-574 10 Haukar 9 3 6 591-651 6 Njarðvík 9 3 6 602-669 6 Grindavík 9 2 7 576-663 4 Fjölnir 9 1 8 599-712 2 ÚRSLIT Í GÆR Vináttulandsleikir Andorra - Ísland 0-2 (0-1) 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (10.), 0-2 Rúnar Már Sigurjónsson (58.), Lið Íslands: Hannes Þór Halldórsson (46., Gunnleifur Vignir Gunnleifsson) - Birkir Már Sævarsson, Sölvi Geir Ottesen, Hjálmar Jónsson (46., Indriði Sigurðsson), Hjörtur Logi Valgarðsson (46., Arnór Sveinn Aðalsteinsson) - Aron Einar Gunnarsson (46., Helgi Valur Daníelsson), Ólafur Ingi Skúlason, Jóhann Berg Guðmundsson (62., Garðar Jóhannsson), Rúnar Már Sigurjónsson - Matthías Vilhjálmsson (80., Jón Daði Böðvarsson), Birkir Bjarnason. LIÐIN Í OKKAR RIÐLI Ungverjaland-Noregur 0-2 0-1 Håvard Nielsen (38.), 0-2 Mohammed Abdellaoue (79.). Túnis-Sviss 1-2 0-1 Eren Derdiyok (40.), 1-1 Hamdi Harbaoui (59.), 1-2 Xherdan Shaqiri (90.). Kýpur-Finnland 0-3 Makedónía-Slóvenía 3-2 Albanía-Kamerún 0-0 AÐRIR LEIKIR Rússland-Bandaríkin 2-2 Sádí-Arabía-Argentína 0-0 Holland-Þýskaland 0-0 Svíþjóð-England 4-2 1-0 Zlatan Ibrahimovic (20.), 1-1 Danny Welbeck (35.), 1-2 Steven Caulker (38.), 2-2 Zlatan Ibrahimovic (77.), 3-2 1-0 Zlatan Ibrahimovic (84.), 4-2 1-0 Zlatan Ibrahimovic (90.+1). Tyrkland-Danmörk 1-1 0-1 Nicklas Bendtner (65.), 1-1 Mevlut Erding (69.) Ítalía-Frakkland 1-2 1-0 Stephan El Shaarawy (35.), 1-1 Matthieu Valbuena (37.), 2-1 Bafetimbi Gomis (67.) Gabon-Portúgal 2-2 Rúmenía-Belgía 2-1 Lúxemborg-Skotland 1-2 0-1 Jordan Rhodes (11.), 0-2 Jordan Rhodes (24.), 1-2 Lars Christian Krogh Gerson (47.). Pólland-Úrúgvæ 1-3 0-1 Sjálfsmark (22.), 0-2 Édinson Cavani (34.), 1-2 Ludovic Obraniak (64.), 1-3 Luis Suárez (66.) ÚRSLIT Í GÆR Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis 2012 Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn í Fylkishöll fimmtudaginn 29. nóvember 2012 kl. 20.30. Dagskrá; 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis Síðastir til að skora í fyrsta landsleik Rúnar Már Sigurjónsson varð í gær aðeins níundi leikmaður- inn á síðustu 25 árum sem nær því að skora í sínum fyrsta landsleik. Rúnar og Kolbeinn Sigþórsson eru þeir einu sem hafa byrjað svona vel með A-landsliðinu á síðasta áratug. Mörk í sínum fyrsta A-landsleik frá 1987: Rúnar Már Sigurjónsson á móti Andorra 2012 Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 2010 Grétar Rafn Steinsson á móti Brasilíu 2002 Stefán Þór Þórðarson á móti Suður-Afríku 1998 Auðun Helgason á móti Lettlandi 1998 Tryggvi Guðmundsson á móti Færeyjum 1997 Guðmundur Benediktsson á móti Sam. arabísku furstad. 1994 Anthony Karl Gregory á móti Færeyjum 1990 (2 mörk) Kjartan Einarsson á móti Bermúda 1990 Draumabyrjun hjá Rúnari Íslenska karlalandsliðið endaði landsleikjaárið á 2-0 sigri á Andorra í vináttulandsleik í gær. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði í sínum fyrsta landsleik og Jóhann Berg Guðmundsson opnaði markareikning sinn hjá A-landsliðinu. MARK Í FYRSTA LEIK Rúnar Már Sigurjónsson kórónaði flott ár í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FERNA Á MÓTI ENGLANDI Zlatan Ibrahimovic skoraði öll fjögur mörk Svía á móti Englandi í 100. landsleik Stevens Gerrard í gær en þetta var opnunarleikur Friends Arena í Solna. Fjórða og síðasta mark Zlatans var algjört augnakonfekt. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.