Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 74
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR lifsstill@frettabladid.is MÍNÚTUM styttri verður ævi þín ef þú eyðir klukkutíma í að horfa á sjónvarpið. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var í Háskólanum í Queensland. Auk þess eykur of mikið sjónvarpsgláp líkurnar á Alzheimer. 22 ? Ég er sautján ára gutti og á við smá vandamál að stríða (að mér finnst). Eins og flestir á þessum aldri er ég byrjaður að sofa hjá en vandamálið er að ég fæ það svo alltof, alltof fljótt! Það er bara í svona þrjár mínútur og mér finnst það bara allt of stutt! Ég var þess vegna að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér einhver góð ráð? SVAR: Mér þykir það óendanlega áhugavert hversu mikið karl- menn eiga það til að spá í end- ingu. Ég fæ þessa spurningu gjarnan frá jafnöldrum þínum svo ekki hafa miklar áhyggjur, þú ert ekki aleinn í heiminum, það eru margir að pæla í þessu. Ætli það megi ekki skrifast á kynfræðsluna (eins og svo margt annað) enda ómögulegt að sjá út frá bíómyndum hversu lengi sam- farir standa og fáir sem tala af hreinskilni um endingu. Bara eitt áður en við höldum lengra; í kynlífi þýðir lengri ending ekki endilega betri gæði. Annað sem gleymist stundum er hvar kynlíf- ið byrjar og hvar það endar. Kyn- líf er meira en bara inn-út og þá má alveg vera heillengi í sleik og að putta, runka, sleikja og sjúga. Oftar en ekki er mikil áhersla lögð á þetta inn-út og það látið skilgreina gæði kynlífisins þegar það er minnsti hlutinn af því. For- leikur er kjörinn tími til að fá sína fyrstu fullnægingu. Svo má hvíla sig aðeins og byrja aftur eða jafnvel láta keleríið nægja, það getur verið jafn fullnægjandi fyrir báða aðila. Fæstar konur fá fullnægingu í beinum samförum án beinnar örvunar sníps svo ef þú ert að stunda kynlíf með konu þá er gott að gefa henni nægt kelerí fyrir samfarir og í sam- förum. Spurningin um að endast leng- ur er spurning um æfingu og að fara sér hægt. Ef þú finnur að þú ert að fara að fá fullnægingu, hægðu þá á þér, jafnvel taktu hann út og farðu að kela við ból- félagann. Endingin byggist svo smám saman upp en það er gott að hafa í huga að samfarir end- ast sjaldnast lengur en 10 mín- útur, hafðu það endilega á bak við eyrað á meðan. Passaðu að sinna bólfélaganum í forleiknum og á meðan samförum stendur og ekki gleyma að tala saman. Finnið út hvað hentar ykkur og ef báðir aðilar óska eftir lengri endingu í samförum þá getið þið þjálfað það í sameiningu. Kelerí er hluti af kynlífi KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is KELERÍ HLUTI AF KYNLÍFI Kelerí getur verið jafn fullnægjandi fyrir báða aðila og beinar samfarir. NORDICPHOTOS/GETTY HEILSA 1. Hugsaðu um mataræðið: Of mikið koffín og sykur getur leitt til meiri þreytu. Borðaðu reglulega ávexti, grænmeti og prótín til að halda þér hressum út daginn. 2. Nægur svefn: Slepptu áfengi og koffíni í lok dags til að koma í veg fyrir andvökunætur. Ekki horfa sjónvarp uppi í rúmi og búðu til ákveðna ró í svefnherberginu. 3. Líkamsrækt: Regluleg líkams- rækt skiptir miklu máli og gerir mann ekki of þreyttan. Þvert á móti auka reglulegar æfingar bæði úthald og orku yfir daginn. Mælt er með um 40 mínútna hreyfingu fjórum sinnum í viku. Komdu í veg fyrir síþreytu TÍSKA Tvíhneppt, dökkblátt og vítt. Tískan í yfirhöfnum er herraleg og þægileg í vetur. Yfirhafnir eru háðar tískustraumum líkt og margt annað. Í vetur verða hlýjar úlpur og víðar kápur áberandi. Litaflóran er mikil og skemmti- leg; dökkblár, vínrauður, brúnn og ljós- ari pastellitir. Hlýtt og herralegt TVÍHNEPPT Tvíhnepptir jakkar líkt og þessi frá Salvatore Ferragamo verða vinsælir í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY HLÝLEGT Hlý og þægileg úlpa frá Burberry Prorsum. Dökkblái liturinn verður áberandi í vetur. KLASSÍSKT Blazer- jakkinn í ólíkum stærðum og gerðum verður áfram vin- sæll. Isabel Marant hannaði þennan. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða! Miðasala í fullum gangi! Sýnt í Borgarleikhúsinu í október, nóvember og desember. Sýningar í Hofi á Akureyri í nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.