Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGKrakkar FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s.512-5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Foreldrar eiga rétt á að taka að minnsta kosti þriggja mánaða langt fæðingarorlof þegar börn þeirra koma í heiminn. Misjafnt er hversu langt orlof fólk tekur en margir eru allt upp í heilt ár heima með barninu sínu. Ein- hverjir hafa eflaust áhyggjur af því að þeim leiðist á meðan á þessum tíma með litla krílinu stendur. Algengt er að konur sem eiga börn á svipuðum tíma kynnist innbyrðis á netinu á meðan á meðgöngu stendur. Þá hafa þær tekið þátt í lok- uðum spjallhópum á hinum ýmsu vefsvæð- um og tengst þannig. Þegar börnin eru fædd halda þær svo sam- bandinu áfram og hittast jafnvel með þau. Ýmislegt er hægt að gera sér og barninu til afþreyingar meðan á orlofi stendur og margir sem bjóða upp á ýmiss konar námskeið. Foreldramorgnar Fjölmargar kirkjur bjóða foreldrum að koma með börn sín og hitta aðra foreldra einu sinni í viku á virkum dögum. Margt er þar gert sér til skemmtunar, boðið er upp á alls kyns námskeið og fyrir lestra og fólk kynnist öðrum sem eru í sömu sporum. Ungbarnasund Ungbarnasund er notaleg hreyf- ing í vatni sem örvar hreyfiþroska barna. Tilgangur þess og markmið er að veita markvissa örvun og að- lögun barnanna í vatni. Þar geta foreldrar hist og kynnst öðrum foreldrum með áþekk áhugamál, það er uppeldi og velferð barna sinna. Ungbarnasund er kennt á mörgum stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Flestir kennarar bjóða upp á námskeið einu sinni til tvisvar sinnum í viku og er ráðlagt að börn séu þriggja til sex mánaða þegar þau byrja. Lista yfir þá staði sem bjóða upp á ungbarna- sund má til dæmis finna á Ungbarnasund.is. Ungbarnanudd Fjöldi námskeiða er í boði þar sem foreldrar geta lært að nudda börn sín. Talið er að nudd geti bætt svefn og myndað sterk tengsl milli barns og þess sem nuddar. Kerrupúl Kerrupúl er útivistar- og líkamsræktarnám- skeið fyrir foreldra og börn þeirra í vögnum eða kerrum. Kerrupúl er alhliða æfingakerfi byggt á þol- og styrktarþjálfun, fyrir mæður sem vilja rækta líkama og sál eftir barnsburð. Barnið fær að koma með og njóta útiverunnar og samverunnar við móður og önnur börn. Mömmuleikfimi Margar l íkamsræktarstöðvar bjóða upp á námskeið fyrir ný- bakaðar mæður og geta þær þá tekið börnin sín með sér. Þetta er ágæt leið til að kynnast öðrum mömmum því oft skapast góð stemning á þessum námskeiðum og tengsl skapast út frá þeim. Kerrupúl og foreldramorgnar Margir foreldrar hafa áhyggjur af því að þeim eigi eftir að leiðast í fæðingarorlofinu. Mikilvægt er að halda sambandi við annað fullorðið fólk og einangrast ekki inni á heimilinu, þá eru líkur á að tíminn verði lengi að líða. Margt er hægt að gera á meðan á orlofinu stendur. Í ungbarnasundi geta foreldrar hist og kynnst öðrum foreldrum sem hafa áþekk áhugamál. Í ungbarnanuddi styrkjast tengslin milli barnsins og þess sem nuddar það. Kerrupúl er hentug leið fyrir mæður til að hitta aðrar mæður með börn sín og stunda líkamsrækt um leið. NORDIC PHOTO/GETTY 20% afsláttur af öllum leikföngum Hamraborg 9 • Kópavogi • s. 564 1451 • www.modurast.is Save the Children á Íslandi Jólaleikritið Ævintýrið um Augastein verður sýnt í Tjarnarbíói í Reykjavík á aðventunni. Fyrsta sýning verður sunnudaginn 25. nóvember. Leikhópurinn Á senunni setur leikritið upp. Leikritið byggir á sög- unni um jólasveinana og Grýlu og Leppalúða en drengurinn Augasteinn er söguhetja verksins. Hann lendir í höndum jólasveinanna hrekkjóttu sem vilja taka hann að sér en Grýla verður ekki hrifin af því. Leikarnir æsast þegar jólasveinarnir reyna að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð. „Þetta er frábær leiksýning fyrir alla fjöl skylduna,“ segir Orri Huginn Ágústsson leikari, en hann fer með öll hlutverkin í sýningunni. Brúður og leik- mynd eru eftir Helgu Arnalds en Kolbrún Halldórs- dóttir leikstýrir. Felix Bergsson skrifaði Ævintýrið um Augastein í samstarfi við Kolbrúnu Halldórsdóttur leikstjóra og Helgu Arnalds brúðulistamann. Hann frumsýndi verkið fyrir tíu árum á ensku í Drill Hall-leikhúsinu í London en svo í Tjarnarbíói ári síðar á íslensku. 25. nóvember klukkan 14. 2. desember klukkan 14 og klukkan 16. 9. desember klukkan 14 og klukkan 16. 16. desember klukkan 14. Ævintýrið um Augastein Orri Huginn Ágústs- son fer með öll hlut- verkin í sýningunni Ævintýrið um Augastein. MYND/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.