Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 18
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR18 Á KJÖRSKRÁ UM 3.000 ÞAR AF NÝIR: FLOKKSMENN 100 STUÐNINGSMENN 700 SAMTALS 800 FYLGI 2009 28% 3 ÞINGMENN FRÉTTASKÝRING: Prófkjör Samfylkingarinnar Suðurkjördæmi Rekstrar - vinna með þér vörur Arna Ír Gunnarsdóttir .................. 3. sæti Árni Rúnar Þorvaldsson ............. 2. til 4. Bergvin Oddsson ......................... 3. Björgvin G. Sigurðsson ............... 1. Bryndís Sigurðardóttir ................. 1. til 4 Guðrún Erlingsdóttir .................... 2. til 3. Hannes Friðriksson ...................... 3. Kristín Erna Arnarsdóttir ............. 3. til 4. Oddný G. Harðardóttir ............... 1. Ólafur Þór Ólafsson ..................... 2. til 3. Soffía Sigurðardóttir ..................... 3. Valið verður á lista Sam- fylkingarinnar um helgina í Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmun- um. Hart verður tekist á um oddvitasætin í öllum kjördæmum. Misskiln- ings virðist gæta varðandi kynjareglur í Reykjavíkur- kjördæmunum. Flokksval Samfylkingarinnar fer fram í Reykjavík og Suðurkjör- dæmi um helgina. Í Reykjavík geta aðeins þeir tekið þátt sem eru skráðir flokksmenn, en í Suð- urkjördæmi er nóg að skrá sig á stuðningsmannalista. Ljóst er að hörð barátta er um oddvitasæti á listunum þremur. Oddný G. Harðardóttir og Björg- vin G. Sigurðsson takast á um efsta sætið í Suðurkjördæmi. Í Reykjavík stendur baráttan á milli Össurar Skarphéðinssonar, sem gefur kost á sér í 1. sæti, Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Valgerð- ar Bjarnadóttur, sem gefa kost á sér í 1. til 2. sæti, og Helga Hjörv- ar, sem gefur kost á sér í 2. sætið. Misskilningur um kynjakvóta Flokksvalið í Reykjavík er sam- eiginlegt fyrir bæði kjördæmin. Á fundi fulltrúaráðsins 15. októ- ber var samþykkt að niðurstaða flokksvalsins yrði bindandi fyrir átta efstu sætin, það er fjögur í hvoru kjördæmi fyrir sig. Fléttu- listum verður beitt og samþykkt var að það þýddi að kona leiddi í öðru kjördæminu en karl í hinu. Á fundinum komu þau sjónarmið strax fram að það færi gegn lögum flokksins að beita fléttulistum á milli kjördæma. Tillaga um að leit- að yrði ráðgefandi álits úrskurðar- nefndar um hvort aðferðin væri tæk var hins vegar felld naumlega. Ákvörðuninni var hins vegar skotið til úrskurðarnefndarinn- ar, sem komst að því að aðferðin stangaðist á við lög flokksins. Þau skilaboð hafa hins vegar ekki farið hátt. Á heimasíðu flokksins er frétt frá 15. október þar sem aðferðin um fléttulista er útskýrð „þannig að fyrir liggur að kona leiði í öðru kjördæminu og karl í hinu,“ eins og segir í frétt- inni. Hvergi er að finna staf um álit úrskurðarnefndarinnar, en í ann- arri frétt frá 5. nóvember er orða- laust búið að fella þennan hluta út. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fjölmargt Samfylk- ingarfólk telji að reglur kveði á um konu og karl sem oddvita hvort í sínu kjördæminu. Jafn- vel hafi stuðningsmenn fram- bjóðenda vísað til þess í úthring- ingum. Svo er hins vegar ekki og getur sú staða komið upp að tveir karlar eða tvær konur leiði hvort sinn listann. Nýr oddviti í Reykjavík Líkt og áður segir gefur Jóhanna Sigurðardóttir ekki kost á sér á ný. Nýr oddviti verður því í að minnsta kosti öðru kjördæminu, ef ekki báðum, allt eftir því hvernig Össuri gengur. Sigríður Ingibjörg og Helgi Hjörvar hafa verið nefnd til sög- unnar sem mögulegir formanns- frambjóðendur í janúar. Ljóst er að útkoman úr prófkjörinu mun ráða miklu um hvort þau gefi kost á sér. Helgi býður sig beint fram í 2. sætið og ef hann nær því leiðir hann annan listann. Sigríður gefur hins vegar kost á sér í 1. til 2. sæti. Það gæti reynst tvíbent. Fái hún mikinn fjölda atkvæða í 1. sæti, en ekki nóg til að fella Össur, er sá möguleiki fyrir hendi að hún detti niður fyrir Helga, fái hann mikinn fjölda í það sæti sem hann sækist eftir. Hér er mikið af ef-um, en út á það ganga fyrir fram pælingar um pólitík. Valgerður Bjarnadóttir býður sig einnig fram í 1. til 2. sætið og það sem hér var rakið varðandi Sigríði Ingibjörgu gildir einnig um hana. Valgerður hefur ekki verið orðuð við formannsframboð. Heimildir Fréttablaðsins herma að Össur muni vera nokkuð örugg- ur um fyrsta sætið, þó vissulega geti alltaf brugðið til beggja vona. Slagurinn um hitt sætið standi á milli Helga og Sigríðar. Þrettán í framboði Auk þeirra fjögurra sem þegar hafa verið nefnd gefa níu aðrir kost á sér. Það berjast því 13 manns um þau átta sæti sem eru í boði. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun einnig draga sig í hlé í vor, en hún skipaði 4. sæti listans síðast. Þingmennirnir Skúli Helgason og Mörður Árnason gefa kost á sér á ný; Skúli í 2. til 3. sæti og Mörður í 3. sætið. Þar sem um sameigin- legt prófkjör er að ræða þýðir það að Skúli býður sig fram í 1. til 2. og Mörður í 2. sæti. Björk Vilhelmsdóttir borgar- fulltrúi gefur kost á sér í 2. til 4. sæti, sem og Anna Margrét Guð- jónsdóttir varaþingmaður. Þá gefur Teitur Atlason kost á sér í 4. til 5. sæti, sem og Arnar Guð- mundsson, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra. Svæðin takast á Tvö gefa kost á sér í fyrsta sæti í Suðurkjördæmi, þau Björgvin G. Sigurðsson og Oddný G. Harðar- dóttir. Björgvin skipaði fyrsta sæti við síðustu Alþingiskosningar og Oddný var í öðru sæti. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Björgvin var viðskiptaráðherra 2007 til 2009, en sagði af sér í kjöl- far hrunsins. Hann þótti fá upp- reisn æru þegar hann vann fyrsta sætið síðast og er nú formaður allsherjar- og menntamálanefnd- ar. Hann var formaður þingflokks- ins 2009 til 2010, en dró sig þá í hlé frá þingstörfum á meðan Alþingi fjallaði um rannsóknarskýrsluna og mögulegar kærur í framhaldi af því. Oddný tók við þingflokksfor- mennsku af Björgvin og var skip- aður fjármálaráðherra þegar Katrín Júlíusdóttir fór í barns- burðarleyfi. Hún varð þingflokks- formaður á ný þegar Katrín sneri aftur og gegnir þeirri stöðu nú. Oddný er af Suðurnesjum og nýtur mikils stuðnings þar. Björg- vin er hins vegar úr uppsveitum Árnessýslu. Svæðin takast því á um oddvitann og úrslitin munu ráðast á því hve vel hvoru gengur að sækja fylgi á svæði annars. Róbert Marshall skipaði þriðja sæti listans síðast, en er nú geng- inn úr flokknum. Fjölmargir gefa kost á sér í sæti þrjú og niður úr, en alls eru ellefu í framboði. Kjörsókn og kynjamál Pólitískir spekúlantar hafa gaman af því að reyna að sjá hegðan kjós- enda fyrir. Líklega er raunin þó sú að kjósendur kjósi minna strateg- ískt en margur heldur, velji frekar einfaldlega þann eða þá sem við- komandi líst best á. Margir heimildarmenn Frétta- blaðsins nefna kynjamálin þó sem breytu sem gæti haft áhrif í for- valinu. Tveir karlar höfðu sigur í Suðvestur- og Norðausturkjör- dæmi og líklegt verður að teljast að karl verði í efsta sætinu í Norð- vesturkjördæmi. Það gæti haft áhrif á kjósendur; að tryggja konu efsta sætið í einhverjum hinna kjördæmanna. Þá verður athyglisvert að sjá hve margir munu taka þátt. Nokk- uð hefur verið um nýskráningar, en þátttaka hefur ekki verið góð í þeim prófkjörum sem þegar hafa farið fram. Það er raunar ekki bundið við Samfylkinguna. Sú skoðun hefur verið viðruð að kjósendum finnist þeir lítil áhrif hafa á stefnu sinna flokka, ekki síst þegar þeir sitja við stjórnvöl- inn. Því sé viljinn til að hópast á kjörstað þegar vantar stuðning í prófkjöri minni en ella. gefa kost á sér í þau átta sæti sem eru í boði í Reykjavík. 13 Á KJÖRSKRÁ UM 7.000 ÞAR AF NÝIR: FLOKKSMENN 800* FYLGI 2009 REYKJAVÍK NORÐUR 32,9% 4 ÞINGMENN REYKJAVÍK SUÐUR 32,9% 4 ÞINGMENN Reykjavík *Rúmlega Harður slagur um þrjú oddvitasæti SIGRI FAGNAÐ Það ríkti fögnuður á kosningavöku Samfylkingarinnar eftir síðustu Alþingiskosningar. Flokkurinn bætti við sig þremur prósentustigum og tveimur þing- mönnum. Jóhanna skilur eftir sig skarð sem margir vilja fylla. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Anna Margrét Guðjónsdóttir ...... 3. til 4. sæti Arnar Guðmundsson ................... 4. til 5. Björk Vilhelmsdóttir....................... 3 til 4. Freyja Steingrímsdóttir ................. 7. til 8. Helgi Hjörvar ................................... 2. Hrafnhildur Ragnarsdóttir ........... 5. Mörður Árnason ............................. 3. Ósk Vilhjámsdóttir ......................... 6. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ........ 1. til 2. Skúli Helgason ............................... 2. til 3. Teitur Atlason .................................. 4. til 5. Valgerður Bjarnadóttir .................. 1. til 2. Össur Skarphéðinsson ................. 1. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.