Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 1
FRÉTTIR 2012 JÓL Í BRUSSEL Einn stærsti jólamarkaður í Evrópu er í Brussel. Hann verður opnaður 30. nóvember og er sagt að það sé upplifun að heimsækja hann, enda vörur frá flestum löndum Evrópu á boðstólum. Belgískt eðalsúkkulaði er fyrirferðarmikið, enda vinsæl jólagjöf. Að auki er mikið um handunna vöru. Vertu vinur Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Vandaðir þýskir herraskór úr leðri, skinn-fóðraðir. Stórar stærðir. Teg: 206202 23 Stærðir: 41 - 48 Verð: 16.975.- Teg: 206201 23 Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.985.- Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Laugardag 10-14. TÆKIFÆRISGJA MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 27. nóvember 2012 280. tölublað 12. árgangur 14 3 SÉRBLÖÐ Fólk | Landspítali fyrir framtíðina | Jól 2012 Þriðjudagur Hættur hjá Landsbjörgu Guðmundur Örn Jóhannsson er hættur sem framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann sagði sjálfur upp störfum eftir umfjöllun um gjaldeyrisviðskipti. 2 Brigsl ganga á víxl Oddviti Samfylk- ingarinnar í Kópavogi segir Gunnar Birgisson hafa farið farið „fram úr öllum velsæmismörkum“. 2 Ónýtur eftir 15 róðra Ólíklegt þykir að línubátnum Jónínu Brynju ÍS 22 verði bjargað af strandstað. 4 Minni líkur á aðskilnaði Flokkar aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni eiga erfitt með að ná saman í sjálf- stæðisbaráttu héraðsins. 8 SKOÐUN Hláturinn lengir lífið og er eitt besta meðal sem við þekkjum, skrifar Teitur Guðmundsson. 15 MENNING Gréta Hergils Valdemars- dóttir syngur lög sem helguð eru heil- agri Maríu. 24 SPORT Íslensku handboltastelpurnar ætla sér upp úr milliriðlinum á Evr- ópumótinu í Serbíu. 30 ➜ Minna fæst fyrir krónuna en árið 2008 Vetrar tilboð NÝ KILJA allra landsmanna SKÓLAMÁL Gera á bragarbót á mötuneytismálum kennara í grunnskólum Hafnarfjarðar. Þeir kvarta yfir því að fá ekki jafngóð- an mat og aðrir bæjarstarfsmenn og að þurfa að matast með nem- endum sínum. Bæjarstjórinn ákvað fyrir þrem- ur vikum að gerð yrði úttekt á máltíðum í skólunum og boðaði til fundar með fulltrúum allra sem tengjast málinu. Fundurinn fór fram í síðustu viku. Magnús Bald- ursson, fræðslustjóri Hafnarfjarð- ar, segir að niðurstaðan hafi verið sú að fyrirtækið Skólamatur meti hvað það þýði að tryggja að matur sé afgreiddur inni á kennarastof- um svo kennararnir þurfi ekki að sækja hann í mötuneyti nemenda. „Og hugsanlega hafa eitthvað meira utan um þann hluta matar- ins, meira krydd og salatbar og slíkt. Eitthvað viðameira en er fyrir nemendur,“ segir Magnús. Tilboð er fengið í úttekt á mötu- neytismálunum en Magnús segir hana ekki hefjast fyrr en á nýju ári. „Ég geri ráð fyrir að þeir muni meta alla matseðla og fara í grunnskólana og skoða aðstæður,“ segir hann. „Við leggjum áherslu á að fólki líði vel í vinnunni og við vitum að matar- og mötuneytismál skipta miklu máli til að fólki líði vel á vinnustöðum.“ - gar Tilboð klárt í úttekt á skólamat og koma á til móts við kennara í Hafnarfirði: Fá betri mat á kennarastofurnar TÓNLIST Lagið Öll í kór með hljóm- sveitinni FM Belfast verður frumflutt í dag í tilefni af degi rauða nefsins hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Hvorki fleiri né færri en fjórtán manns, meðal annarra Ásgeir Trausti, Diddú, Helga Möller, Jóhann Helga- son, Hugleikur Dagsson, Sigríður Thorlacius og Steindi jr., eru gestasöngvarar í laginu. „Okkur fannst hátíðlegra að fá ógeðslega mikið af fólki til að syngja með. Ég er mjög ánægð með hvað allir voru til í að aðstoða. Ég bjóst við að þetta yrði erfiðara en það voru allir voða jákvæðir,“ segir Lóa Hjálmtýs- dóttir, söngkona FM Belfast. -fb / sjá síðu 34 Nýja UNICEF-lagið: Fjórtán syngja með FM Belfast HORFT TIL FRAMTÍÐAR Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fylgist með þar sem nýjar vindmyllur fyrir- tækisins eru hífðar úr skipi á flutningabíla sem flytja þær austur að Búrfelli. Vindorka gæti orðið framtíðarstoð í orkubúskap fyrirtækisins. 6 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bolungarvík 0° SA 7 Akureyri 3° SV 2 Egilsstaðir -1° SV 3 Kirkjubæjarkl. 2° SA 2 Reykjavík 2° SA 7 Úrkomulítið um allt land í dag. Horfur á strekkingi á Snæfellsnesi og allra syðst, annars verður hæglætisveður og víða bjart með köflum. Dregur úr frosti. 4 VERSLUN Leyfilegt hámarksverð- mæti varnings sem ferðamenn mega taka með sér til lands- ins tollfrjálst hefur staðið í stað frá árinu 2008 þrátt fyrir mikla hækkun á innlendu verðlagi og hrun íslensku krónunnar. Formaður Neytendasamtak- anna segir að um hagsmunamál sé að ræða fyrir almenning og rétt sé að endurskoða þessar upp- hæðir árlega, hið minnsta. Núgildandi reglugerð var sett hinn 27. júní árið 2008 en sam- kvæmt henni má flytja inn til landsins varning keyptan erlend- is að verðmæti allt að 65.000 krónum, miðað við smásöluverð á innkaupsstað, án þess að greiða opinber gjöld. Þá má verðmæti einstaks hlutar ekki vera hærra en 32.500 krónur. Séu þessar upphæðir uppreikn- aðar til dagsins í dag kemur í ljós að mikill munur er á og leyfilega hámarkið hrekkur skemur en til var ætlast þegar reglugerðinni var breytt síðast. Vísitala neyslu- verðs hefur hækkað úr 307 stig- um upp í 401, eða um rúm 30 pró- sent, og gengisvísitalan hefur hækkað úr 166 stigum upp í 224, um rúmlega 35 prósent. Sé miðað við nokkra af helstu gjaldmiðlum sem Íslendingar nota á ferðum sínum erlendis kemur munurinn enn betur í ljós, sérstaklega hvað varðar Banda- ríkjadal. Evra, dönsk króna og sterlingspund hafa hækkað um fjórðung en dalurinn hefur hækk- að um 54 prósent. Sé miðað við gengi Banda- ríkjadals hefði tollfrelsisviðmið Hámarkið hrekkur skemur Hámarksverðmæti varnings sem koma má með inn í landið tollfrjálst hefur staðið í stað frá 2008. Á sama tíma hefur krónan rýrnað um þriðjung. Neytendasamtökin segja að endurskoða þurfi hámarkið á hverju ári. 2008 65 þúsund 2012 88 þúsund Leyfi legt hámarksverðmæti hluta sem keyptir eru erlendis hefur staðið í stað frá árinu 2008. Ef miðað er við þróun gengisvísitölu á umræddu tímabili ætti upp- hæðin með réttu að standa í tæpum 88 þúsund krónum. átt að hækka úr 65.000 upp í rúm 100.000 í heildina og rúm 50.000 fyrir stakan hlut. „Ef þessi viðmið hafa ekki breyst frá miðju ári 2008 er ljóst að upphæðirnar duga mun skem- ur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég tel það óeðlilegt, og heldur ætti að miða við að verðgildið yrði svipað ár frá ári. Því væri eðlilegt að endurskoða þessi við- mið árlega hið minnsta.“ - þj, mþl LÓA HJÁLMTÝSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.