Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 2
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
ELDSVOÐI Í TITISEE-NEUSTADT Um hundrað slökkviliðsmenn tóku þátt í barátt-
unni við eldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÞÝSKALAND, AP Fjórtán manns létu lífið þegar eldur braust út á vinnu-
stofu fatlaðra í bænum Titisee-Neustadt, skammt frá Freiburg í suðvest-
anverðu Þýskalandi.
Að minnsta kosti sex aðrir þurftu á læknisaðstoð að halda vegna
meiðsla.
Á vinnustaðnum starfa um 120 manns, ýmist andlega eða líkamlega
fatlaðir. Um hundrað slökkviliðsmenn tóku þátt í baráttunni við eldinn.
Lögreglan segir að rannsókn á eldsupptökum muni taka nokkra daga. - gb
Eldur kviknaði á vinnustað fatlaðra í Titisee-Neustadt:
Fjórtán manns létust í eldinum
SPURNING DAGSINS
HEILBRIGÐISMÁL
Fæðingar færri í ár
Færri börn hafa fæðst á Suðurnesjum
á þessu ári en á sama tíma í fyrra,
samkvæmt frétt Víkurfrétta. 95 börn
fæddust fyrstu tíu mánuði ársins á
ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja, en á sama tímabili í fyrra
fæddust 115 börn.
SVEITARSTJÓRNIR „Mér finnst þetta
bara hlægilegt,“ segir Gunnar I.
Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokks í Kópavogi, um gagnrýni
Guðríðar Arnardóttur, oddvita Sam-
fylkingar, á ummæli Gunnars á bæj-
arstjórnarfundi.
Guðríður var fjarverandi á
umræddum bæjarstjórnarfundi
sem var 13. nóvember en kveðst í
bókun sem hún lagði fram á fundi
bæjarráðs 22. nóvember hafa hlust-
að á fundinn í útvarpi. „Þar fóru
umræður Gunnars Inga Birgissonar
um mig og mína persónu algjörlega
fram úr öllum velsæmismörkum.
Ég furða mig á því að forseti bæjar-
stjórnar skyldi ekki hafa vítt bæj-
arfulltrúann fyrir orðbragð í minn
garð og þá sérstaklega þar sem ég
var fjarstödd og gat ekki borið hönd
fyrir höfuð mér,“ segir í bókun Guð-
ríðar.
Á bæjarstjórnarfundinum gagn-
rýndi meirihlutinn minnihlutann
fyrir að tefja ýmis mál með því
að hindra að þau fengju endanlega
afgreiðslu í bæjarráði þannig að
þau þyrftu einnig meðferð í bæjar-
stjórn. Sagði Gunnar það fara eftir
„geðsveiflum“ tiltekins bæjarfull-
trúa þann daginn hvort mál færu í
gegn. Þar átti hann við Guðríði Arn-
ardóttur.
„Þetta lýsir ákveðinni geggjun,“
sagði Gunnar og fulltrúar minni-
hlutans börðu í borðið. Þess var
krafist á fundinum að Gunnar yrði
víttur fyrir brigslyrði en ekki var
orðið við því.
„Það eina sem ég sagði var að
þessi framkoma væri geggjun,“
segir Gunnar við Fréttablaðið.
„Guðrún er sjálf búin að nota því-
líkt orðbragð gagnvart mér og fleiri
einstaklingum í bæjarstjórninni að
vart er hafandi eftir, bæði á fundum
og í riti. Þessi framkoma er búin að
vera alveg frá því hún byrjaði 2006.
Enda sást það best á því að hún gat
ekki haldið meirihlutanum saman í
meira en tuttugu mánuði, þá voru
menn búnir að fá nóg af henni.“
Fulltrúar minnihlutans sóttu hart
að Gunnari á fundinum 13. nóvem-
ber. Var meðal annars haft á orði að
hans vitjunartími væri kominn. „Ég
held að þið ættuð að fara í innhverfa
íhugun hér í minnihlutanum og inni
í Samfylkingunni,“ sagði Gunnar
sem kvað það stíl Samfylkingar-
innar og Vinstri grænna að sverta
menn persónulega.
„Það hefur verið keyrt á persónur
manna og fjölskyldur þeirra,“ segir
Gunnar sem telur sig hafa fengið
„sinn skammt og rúmlega það“ af
slíkum vinnubrögðum.
Guðríður óskaði í síðustu viku
eftir útskrift á bæjarstjórnarfund-
inum 13. nóvember. Hún hafði ekki
fengið útskriftina þegar rætt var
við hana í gær og sagðist ekki vilja
tjá sig nánar um málið á meðan.
Búast má við að það verði rætt á
bæjarstjórnarfundi í dag.
gar@frettabladid.is
Brigslin ganga á víxl í
bæjarstjórn Kópavogs
Oddviti Samfylkingar í Kópavogi segir Gunnar Birgisson úr Sjálfstæðisflokki hafa
farið „fram úr öllum velsæmismörkum“ og krefst útskriftar umræðna í bæjar-
stjórn. Gunnar segir það hlægilegt og ráðleggur minnihlutanum innhverfa íhugun.
Birgitta, óttastu ekki að þið
verðið kjöldregin?
„Nei, því við erum hvorki úti á sjó
né ræningjar en erum að bíða eftir
næsta plankaæði.“
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinn-
ar, hefur verið kjörin formaður framkvæmda-
ráðs pírata sem hyggja á framboð til Alþingis.
Pírati þýðir sjóræningi á erlendum tungum.
SVÍÞJÓÐ Kóngulóarmaður hefur
að undanförnu gert íbúum í mið-
borg Stokkhólms lífið leitt. Um er
að ræða þjóf sem klifrar upp eftir
húsveggjum og fer inn um glugga
á þriðju eða fjórðu hæð.
Tilkynnt hefur verið um 20 slík
innbrot síðustu vikur sem oft hafa
verið framin á meðan húsráðendur
voru sofandi. Einhverjir hafa þó
séð þjófinn sem sagður er vera lág-
vaxinn og fimur í hreyfingum.
Þjófurinn, sem sænskir fjöl-
miðlar kalla kóngulóarmanninn,
hefur m.a. haft á brott með sér
peninga, farsíma og tölvur. - ibs
Fimur þjófur á ferð:
Kóngulóarmað-
ur í Stokkhólmi
Ég furða
mig á því að
forseti
bæjarstjórnar
skyldi ekki
hafa vítt
bæjarfulltrú-
ann fyrir
orðbragð í
minn garð.
Guðríður Arnar-
dóttir, oddviti Sam-
fylkingar í bæjar-
stjórn Kópavogs.
GUNNAR I. BIRGISSON
Oddviti Samfylkingar gagn-
rýnir Gunnar fyrir ummæli
í bæjarstjórn en hann segir
hennar eigið orðbragð vart
hafandi eftir.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÉLAGSMÁL Guðmundur Örn
Jóhannsson, sem fór í leyfi sem
framkvæmdastjóri Slysavarna-
félagsins Landsbjargar í lok októ-
ber, er endanlega hættur í starf-
inu.
Guðmundur fór í leyfi vegna
umfjöllunar um viðskipti sem
áttu sér stað áður en hann kom
til starfa hjá Slysavarnafélag-
inu. Fyrrverandi viðskiptafélagi
Guðmundar hefur gefið í skyn
að hann tengdist peningaþvætti.
Þessu hefur Guðmundur neitað.
Hörður Már Harðarson, formað-
ur Slysavarnafélagsins, segir
athugun ekki hafa leitt nokkurt
misjafnt í ljós í störfum Guð-
mundar fyrir félagið. Málið hafi
þó verið erfitt viðfangs.
„Ég held að það sjái það allir að
okkar leiðir hafi orðið að skilja.
Við teljum að það sé heillavæn-
legra fyrir félagið að gera þetta
með þessum hætti,“ segir Hörð-
ur.
Að sögn Harðar var það Guð-
mundur sjálfur sem sagði upp
dagana eftir að fyrrgreint mál
kom upp. „Svo var gengið frá
starfslokum eins og gengur og
gerist á almennum markaði.
Þetta er trúnaðarmál á milli
okkar og hans,“ segir Hörður
sem kveður unnið að ráðningu
nýs framkvæmdastjóra þessa
dagana. „Við auglýsum ekki
heldur horfum inn á við í
okkar raðir, það er nokk-
uð ljóst.“ - gar
Gengið frá starfslokum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar:
Leiðir varð að skilja segir formaður
HÖRÐUR MÁR HARÐAR-
SON Hagsmunir Slysa-
varnafélagsins Lands-
bjargar réðu í erfiðu máli,
segir formaðurinn.
SVÍÞJÓÐ Tveir karlar voru hand-
teknir í Stokkhólmi í gærmorgun
eftir að kona á fertugsaldri fannst
látin við ruslagám. Dagblaðið
Dagens Nyheter sagði að áverkar
hefðu verið á konunni en dánaror-
sök væri ekki kunn. Í gær höfðu
ekki verið borin kennsl á hana.
Að sögn lögreglu var fólkið
saman í íbúð í nágrenninu og eitt
þeirra hringdi á lögreglu aðfara-
nótt fimmtudags. Hvað gerðist frá
þeim tíma og þar til líkið fannst er
óljóst. - þeb
Tveir handteknir í Svíþjóð:
Kona fannst lát-
in við ruslagám
DÓMSMÁL Dagrún Jónsdóttir öryrki
stefndi í gær íslenska ríkinu vegna
vangoldinna almannatryggingabóta
á árinu 2012.
Telur Dagrún bæturnar það lágar
að þær brjóti í bága við 76. grein
stjórnarskrárinnar þar sem segir að
öllum sem þess þurfa skuli tryggður
réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,
örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar
og sambærilegra atvika.
Er þeim Katrínu Júlíusdóttur
fjármálaráðherra, Guðbjarti Hann-
essyni velferðarráðherra, og Sig-
ríði Lillý Baldursdóttur, forstjóra
Tryggingastofnunar ríkisins,
stefnt fyrir hönd ríkisins. Dagrún
fer fram á að sér verði greidd 2,1
milljón króna vegna vangoldinna
bóta auk þess sem viðurkennt verði
að bætur almannatrygginga á árinu
2012 hafi verið of lágar.
Fram kemur í tilkynningu frá
Öryrkjabandalaginu að Dagrún
hafi engar tekjur aðrar en örorku-
bætur. Hafa mánaðarlegar bætur
hennar numið 202.956 krónum á
mánuði það sem af er ári. Þá segir
í tilkynningunni að í stefnunni sé
sýnt fram á að bætur Dagrúnar
þurfi næstum að tvöfaldast til að
duga fyrir framfærslu hennar.
- mþl
Öryrki telur bætur svo lágar að þær brjóti gegn stjórnarskrá:
Stefnir ríkinu vegna örorkubóta
2,1 milljón
er sú upphæð sem Dagrún
telur vanta upp á til að
árlegar örorkubætur dugi til
framfærslu.
ÍSRAEL
Ehud Barak hættir
Ehud Barak, varnarmálaráðherra
Ísraels, tilkynnti óvænt í gær að hann
muni hætta í stjórnmálum strax og
ný ríkisstjórn hefur verið mynduð að
loknum kosningum í byrjun næsta árs.
Hann er orðinn sjötugur og segist ekki
finna hvöt til að vera í pólitík lengur.