Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 34
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 30 HANDBOLTI Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða leikmenn munu bera uppi heiður Íslands á Evrópumeistara- móti kvenna sem hefst í Serbíu næstu viku. Markvörðurinn Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir og skyttan Birna Berg Haraldsdóttir misstu sæti sitt í hópnum í lokaniðurskurðinum. Áður höfðu Elísabet Gunnarsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Sunneva Einarsdóttir lent undir niðurskurð- arhnífnum ásamt því að Þorgerður Anna Atladóttir dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum. Einn nýliði er í hópnum og það er hinn 21 árs gamli markvörður FH, Dröfn Haraldsdóttir. „Þetta kom mér á óvart. Ég vissi í fyrstu ekki hvernig ég átti að haga mér enda ótrúlega glöð,“ sagði brosmild Dröfn á blaða- mannafundi HSÍ í gær. „Ég hef stefnt að því lengi að stimpla mig inn í landsliðið. Ég tók smá áhættu að fara í FH sem hafði lent í neðsta sæti árið áður. Þarna fæ ég mikið að spila, umgjörðin er flott og ég hef tekið framförum.“ Landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór viðurkenndi að það hefði verið óvenju erfitt að velja hópinn að þessu sinni enda úr stórum hópi góðra leikmanna að velja. „Það var um margt að hugsa og valið erfitt. Markmannsstaðan var flókin enda með fjóra jafna mark- verði. Örvhenta staðan var líka erfið enda með marga gæðaleik- menn þar,“ sagði Ágúst en hann er alls óhræddur við að taka óreynd- an markvörð með út. „Hún hefur staðið sig frábærlega í deildinni sem og á æfingum með okkur. Hún spilaði líka vel í æfinga- leik um helgina. Ég verð að vera samkvæmur sjálfum mér og velja þá leikmenn sem standa sig best á æfingum. Ég hef fulla trú á Dröfn.“ Rakel Dögg Bragadóttir kemur aftur inn í liðið en hún er tiltölu- lega nýbyrjuð að spila aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Ramune Pekarskyte er einnig valin en hún fékk íslenskan rík- isborgararétt á dögunum. Báðar léku þær undir stjórn þjálfarans hjá norska liðinu Levanger og hann þekkir þær því vel. „Ramune er gríðarlega sterk. Hún kemur með aðra vídd í sókn- arleikinn hjá okkur og við ættum að geta fengið auðveldari mörk utan af velli. Hún er ekta skytta og okkur hefur oft vantað mörk af níu til tíu metra færi,“ sagði Ágúst en hann hefur ekki áhyggjur af Rakel þó svo hún sé nýbyrjuð að spila á ný. „Hún er reyndur leikmaður og hefur staðið sig vel síðan hún sneri aftur. Þær Karen eru góð blanda á miðjunni og svo er hún sterk í vörn. Það var aldrei spurning um að velja þær báðar.“ Íslenska liðið er í gríðarlega erfiðum riðli og ekki margir sem hafa trú á því að liðið komist upp úr honum. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að fara upp úr riðlinum. Við vitum að það verður gríðarlega erfitt en það væri metnaðarleysi að stefna ekki að því. Ég hef ágætis trú á að það geti gengið upp en við þurfum þá á öllu okkar að halda. Við verðum að spila vel og agað á báðum endum vallarins. Ef við náum því þá trúi ég að við komum á óvart, förum upp úr riðlinum og gerum jafnvel eitthvað meira.“ henry@frettabladid.is REKJAVÍK: Krókháls 16 | AKUREYRI: Lónsbakka | sími 568-1500 | www.thor.is Bón- og mössunarvélum FLEX Bónvél FLEX bónvél módel XC 3401 VRG Set. Mótor 900 wött. Stillanlegur hraði 160-480 sn/mín. Þyngd 2,6 kg. Startpakki frá SONAX fylgir. FLEX Bón- og mössunarvél FLEX bón- og mössunarvél módel PE 14-2 150 Mótor 1400 wött. Hámarksstærð bónpúða 200 mm. Hámarksstærð mössunarpúða 150 mm. Stillanlegur hraði 380-2100 sn/mín. Þyngd 2,3 kg. Kemur í góðri tösku. Startpakki frá SONAX fylgir. FLEX umboðið á Íslandi FLEX kynnir nýjar gerðir af Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 05. desember kl. 20:00. Fundarstaður: Golfskálinn Grafarholti Dagskrá: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. 1. Skýrsla formanns. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9. Önnur málefni ef einhver eru. Virðingarfyllst, STJÓRN GR Aðalfundarboð Aðalfundur Golfklúbbsins Odds (GO) verður haldinn í golfskálanum Urriðavelli þriðjudaginn 4. desember nk. kl. 20.00 Dagskrá: • Kosning fundarstjóra og fundarritara • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir liðins starfsárs • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar • Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt • Umræður og atkvæðagreiðslur um tillögur og lagabreytingar löglega fram bornar • Kosning stjórnar- og varamanna í stjórn • Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara • Önnur mál Félagar eru hvattir til að mæta ➜ EM-hópurinn: MARKVERÐIR: Guðný Jenný Ásmundsdóttir Valur Dröfn Haraldsdóttir FH AÐRIR LEIKMENN: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Valur Arna Sif Pálsdóttir Aalborg Ásta Birna Gunnarsdóttir Fram Dagný Skúladóttir Valur Hanna Guðrún Stefánsdóttir Stjarnan Hildur Þorgeirsdóttir Blomberg Lippe Hrafnhildur Skúladóttir Valur Jóna Margrét Ragnarsdóttir Stjarnan Karen Knútsdóttir Blomberg Lippe Rakel Dögg Bragadóttir Stjarnan Ramune Pekarskyte Levanger HK Stella Sigurðardóttir Fram Rut Jónsdóttir Tvis Holstebro Þórey Rósa Stefánsdóttir Tvis Holstebro ➜ Leikirnir á EM 2012 4. desember Ísland– Svartfjallaland 5. desember Ísland– Rúmenía 7. desember Ísland– Rússland Verður mjög erfi tt Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að markmið liðsins á EM sé að komast upp úr riðlinum sem er gríðarlega sterkur. Hann valdi einn nýliða í sextán manna hópinn sem fer til Serbíu í vikunni. KLÁRAR Í SLAGINN Þær Hanna G. Stefánsdóttir, Karen Knútsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Dröfn Haraldsdóttir brostu sínu blíðasta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rafael Benitez, stjóri Chelsea, fékk heldur betur kaldar kveðjur frá stuðn- ingsmönnum félagsins er hann stýrði liðinu í fyrsta skipti um helgina. Þeir sungu níðsöngva um stjórann, kölluðu hann feitan, spænskan þjón og sögðu að hann ætti að koma sér heim á milli þess sem þeir sungu um fyrrum stjóra liðsins, Roberto di Matteo. Stuðningsmannahópar Chelsea hafa gefið það út að þeir muni halda áfram að baula á Benitez og syngja níðsöngva um hann til enda tímabilsins þó svo þeir geri sér grein fyrir að það hjálpi ekki liðinu. „Stuðningsmenn ætlast ekki til þess að geta ráðið stjóra liðsins en það var augljóst að tveir menn yrðu ekki samþykktir. Það eru Benitez og Avram Grant. Það var eins og stjórnin væri að senda okkur þau skilaboð með þessari ráðningu að hún réði en ekki við,“ sagði talsmaður stuðningsmannahóps Chelsea. Halda áfram að baula HVETTU BARNIÐ TIL AÐ VERA GÆTIÐ ÞEGAR ÞAÐ VEITIR PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR Á NETINU www.saft.is SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.