Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 8
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 www.heilsuhusid.is Lærðu að fyrirbyggja meltingartruflanir, verki og þyngsli í maga, brjóstsviða, bjúg, þreytu, þyngdaraukningu og aðrar algengar afleiðingar stórhátíða. Á þessu námskeiði er farið á einfaldan hátt yfir: • Hvað hjálpar til að efla og auðvelda meltinguna • Hvaða bætiefni er hægt að nota til að hjálpa meltingunni • Hvernig er hægt að útbúa auðmeltanlegra og hollara jólasælgæti • Hvernig er hægt að útbúa og baka hollari jólakökur Stutt og hnitmiðað námskeið með INGU KRITJÁNSDÓTTUR næringarþerapista. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl. 18.30 til 20.00. Bæklingur með meltingarvænum ráðleggingum og uppskriftum innifalinn. Verð aðeins 2.900 kr. Skráning og nánari upplýsingar: inga@inga.is og í síma 899 50 20 Námskeið fyrir alla sem vilja láta sér líða vel yfir jólin. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook 1 2 3 LANDIÐ Færri fæðingar 1Fæðingum á ljósmæðra-vakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fækkaði á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Frá þessu segir á vef Víkurfrétta. Alls hafa fæðst 95 börn það sem af er ári en í fyrra fædd- ust 115 börn frá janúar til og með október. Þá fækkaði einn- ig fjölda dvalar- og legudaga á deildinni, sem og viðtölum á mæðravernd, sem fækkaði um fjórðung. Rúmanýting á stofnuninni hefur batnað um rúm 30% milli ára. Fá inni í EDEN 2 Borgarfirði eystri hefur verið boðin aðild að evrópska EDEN- verkefninu, þar sem lítt þekktir áfangastaðir víða um Evrópu eru kynntir um álfuna. Frá þessu segir á vef sveitarfélagsins. Með þessu verkefni, sem er á vegum Evrópusam- bandsins, er vakin athygli á „gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum evrópskra áfangastaða“ en áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Borgarfjörður eystri hefur síðustu ára unnið mikið að upp- byggingu ferðamannaiðnaðar, meðal annars með gerð og markaðssetningu gönguleiða. Kvíða Baldursleysi 3 Notkun Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan Herjólfur er í slipp kemur á versta tíma fyrir íbúa á sunnanverðum Vest- fjörðum. Þetta segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, í samtali við bb.is. Engar siglingar verða milli Stykkishólms og Brjánslækjar á meðan Baldur er syðra, en skrúfur Herjólfs löskuðust í innsigl- ingunni í Landeyjahöfn um helgina. Ásthildur segir við bb.is að hún óttist að Herjólfur verði mun lengur frá en þá tíu daga sem Vegagerðin gerir ráð fyrir. SPÁNN, AP Flokkar aðskilnaðarsinna í héraðsþingi Katalóníu fengu góðan meirihluta í kosningum á sunnudag. Litlar líkur eru þó á að þessir flokk- ar geti starfað saman, þar sem þeir eru hvor af sínum enda hins póli- tíska litrófs. Hægri flokkur Arturs Mas, for- seta héraðsins, fékk 50 þingsæti, eða tólf sætum færra en síðast. Flokkur vinstri lýðveldissinna hlaut 21 þingsæti, eða ellefu þingsætum fleiri en síðast. Samsteypustjórn hægri- og mið- flokka hefur undanfarið staðið fyrir harkalegum niðurskurði vegna kreppunnar og þar með tapað fylgi en vinstri lýðveldissinnar hafa gagnrýnt allar þær aðgerðir og fyrir vikið aflað sér meira fylgis en nokkru sinni. Katalónía, sjálfstjórnarhérað á norðaustanverðum Spáni, hefur orðið einna verst úti í efnahags- þrengingunum síðustu misserin. Atvinnuleysi í héraðinu er komið upp í 25 prósent. Ríkisstjórn Spánar fagnar niður- stöðum kosninganna, enda hefur hún verið andsnúin öllum áformum um stofnun sjálfstæðs ríkis í Kata- lóníu. „Kjósendur vilja að stjórnvöld einbeiti sér að því að takast á við efnahagsvandann og skapa fleiri störf,“ sagði Soraya Saenz de San- tamaria, aðstoðarforsætisráðherra Spánar. Mas stjórnar eftir sem áður stærsta flokki héraðsþingsins, en þarf nú að fá aðra flokka til liðs við nýja samsteypustjórn. Þar á hann ekki aðra kosti en Lýðflokkinn, sem er hægri-miðjuflokkur, og Sósíal- istaflokkinn, sem er vinstri-miðju- flokkur. Báðir þessir flokkar eru algerlega andvígir öllum aðskilnað- aráformum, þannig að Mas getur nú gleymt þeim draumi sínum – að minnsta kosti þetta kjörtímabil. gudsteinn@frettabladid.is Minni líkur á aðskilnaði Þrátt fyrir að aðskilnaðarsinnar hafi borið sigur úr býtum í kosningum í Katalóníu skiptust atkvæðin á milli flokka sem eiga erfitt með að starfa saman. FÖGNUÐUR AÐSKILNAÐARSINNA Félagar í flokki vinstri lýðveldissinna fögnuðu sigri á sunnudagskvöld. NORDICPHOTOS/AFP © GRAPHIC NEWS Kosningasigur aðskilnaðarsinna flokkur Arturs Mas, forseta Katalóníu 21 (10) 13 (10) 9 (3) 19 (18) 20 (28) 50 (62) Sósíalista- flokkurinn Lýðflokkurinn Borgarar Vinstri lýðveldissinnar Alþýðu- samstaða Bandalag græningja og vinstri valkosts 135 þingsæti Kosningaþátttaka: 70% Flokkar aðskilnaðarsinna (Niðurstöður þingkosninga 2010 innan sviga) Samstöðuflokkurinn, Heimildir: Eleccions al Parlament de Cataluny Kjósendur vilja að stjórnvöld einbeiti sér að því að takast á við efnahags- vandann og skapa fleiri störf. Soraya Saenz de Santamaria, aðstoðarforsætisráðherra Spánar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.