Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 26
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 BAKÞANKAR Erlu Hlynsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. mats, 6. í röð, 8. gilding, 9. sarg, 11. kyrrð, 12. hreppur, 14. einna, 16. tveir eins, 17. dýrafita, 18. drulla, 20. tveir eins, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. höfuð, 3. hljóm, 4. ógnvekjandi draumur, 5. hlóðir, 7. aðgætinn, 10. hlaup, 13. angan, 15. ögn, 16. kóf, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. dóms, 6. aá, 8. mat, 9. urg, 11. ró, 12. sveit, 14. allra, 16. kk, 17. mör, 18. aur, 20. ðð, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. haus, 3. óm, 4. martröð, 5. stó, 7. árvakur, 10. gel, 13. ilm, 15. arða, 16. kaf, 19. rá. ...og Stoke kemst yfir 2-0 á mikilvægum tímapunkti! Mikilvægum tímapunkti! Er ekki alltaf mikilvægt að skora mark? Heldurðu að maður mundi einhvern tímann seg ja, veistu þetta var ekki alveg nógu góður tími til að skora mark! Það er nátt- úrulega vegna þess að við erum með ekki nógu stundvísan markvörð! Í síðasta leik! Þú setur hann þrjár mínútur eftir að venju- legum leiktíma er lokið! Í eigið net! Svo þú ert slæmur strákur núna? Einmitt. Þú veist að slæmir strákar pæla ekki í kuski á hauskúpubol- unum sínum. Ég hripa það niður hjá mér. Og við hripum ekki niður. Hvað kostuðu viðgerðirnar þig? Það er rúmir sex tímar síðan þú gafst skjaldbökunni munn við munn og þú sýnir enn engin merki um salmonellusýkingu. Kannski er ónæmiskerfið þitt óvenju sterkt. Kannski smitar skjaldbakan okkar ekki salmonellu. ...eða kannski eru það þessar ellefu flöskur af munnskoli sem þú ert búin að klára. OJ! Skjaldbökuvarir!! Í raun er skammarlegt hversu stutt er síðan ég kynnti mér sögu Mirabal-systr- anna. Þær kölluðu sig Las mariposas, Fiðr- ildin, og helguðu líf sitt baráttunni gegn einræðisherranum Rafael Trujillo sem stjórnaði Dóminíska lýðveldinu með hrotta- legu ofbeldi í þrjá áratugi. Þær voru myrt- ar 25. nóvember 1960. Patría, Mínerva og María Teresa voru þá orðnar bæði þekktar og dáðar í heimalandinu. MÍNERVA var fyrst þeirra til að ganga til liðs við andspyrnuhreyfinguna. Hún lærði lögfræði og skrifaði lokaritgerð um mannréttindi og lýðræði, nokk- uð sem féll í grýttan jarðveg hjá ógnarstjórninni og fékk hún því aldrei réttindi sem lögmaður. Systurnar börðust ötullega gegn Trujillo sem talinn er hafa borið ábyrgð á dauða um 50 þúsund manns. Þær voru ítrekað fangelsaðar og pyntaðar, en héldu alltaf áfram. LOKS fékk Trujillo nóg og lét myrða þær. Einn af morðingjunum bar síðar vitni um árásina, en þeir eltu stúlkurnar eftir að þær höfðu heimsótt eigin- menn sína í fangelsi. „EFTIR að við stoppuðum þær fórum við með þær að nærliggjandi gljúfri. Þar skipaði ég Rojas að sækja spýtur og taka með sér eina stúlk- una. Hann hlýddi og tók með sér þá með síðu flétturnar (Maríu Teresu). Alfonso Cruz valdi þá hávöxnu (Mínervu) og Mal- leta tók bílstjórann þeirra. Ég skipaði þeim að fara að sykurreyrsakri við enda vegar- ins, hver í sínu lagi þannig að fórnarlömbin heyrðu ekki þegar hin voru tekin af lífi. Ég skipaði Perez Terrero að bíða og láta vita ef einhver óviðkomandi væri að koma. Það er sannleikurinn. Ég vil ekki blekkja ríkið og koma í veg fyrir réttlæti. Ég reyndi að koma í veg fyrir þessar hörmungar en ég gat það ekki því þá hefði hann (Trujillo) drepið okkur alla.“ SYSTURNAR þrjár voru barðar til dauða, settar aftur í bílinn og honum ýtt fram af kletti. Þær voru á aldrinum 24 til 36 ára. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn hjá almenningi í Dóminíska lýðveldinu. Morðin á konunum urðu til þess að lýðurinn reis upp og Trujillo var ráðinn af dögum hálfu ári síðar. UM systurnar hafa verið skrifaðar bækur, ljóð, gerðar kvikmyndir og listaverk til- einkuð minningu þeirra. Síðar lýstu Sam- einuðu þjóðirnar 25. nóvember alþjóðleg- an baráttudag gegn kynbundnu ofbeldi og markar hann upphaf 16 daga átaks gegn ofbeldinu, sem lýkur á alþjóðlegum mann- réttindadegi, 10. desember. Þetta átak hófst á sunnudaginn. Á sama tíma að ári Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða! Miðasala í fullum gangi! Sýnt í Borgarleikhúsinu í október, nóvember og desember. Sýningar í Hofi á Akureyri í nóvember.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.