Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 2012 | MENNING | 27 snjótennur Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta „Þetta er alíslenskt barnaefni þar sem boð- skapurinn um að vera góður við aðra er tækl- aður á hressilegan og gleðilegan hátt,“ segir Þorleifur Einarsson, leikstjóri barnaefnisins Daginn í dag. Daginn í dag 2 kom út á DVD á dögunum og samanstendur af þremur 33 mín- útna löngum þáttum. Fyrri diskurinn kom út í lok árs 2010 og hefur notið vinsælda hjá yngri kynslóðinni. „Eftirspurnin varð svo mikil eftir fyrsta diskinn að við gátum ekki annað en búið til aðra þáttaröð,“ segir Þorleifur en tökur stóðu yfir í sumar og var þriðja serían þá tekin upp í leiðinni. Töluverðar breytingar hafa orðið frá fyrstu þáttaröðinni. „Við erum orðin töluvert sjóaðri núna,“ segir Þorleifur hlæjandi og bætir við að þættirnir séu fullir af alls kyns ævintýr- um, söngvum og sögum og tæknibrellurnar betri en þekkist í íslensku barnaefni. „Þarna er líka hópur barna sem syngur sunnudaga- skólalög og skemmtilegar brúður sem kíkja í heimsókn,“ segir Þorleifur. Hlutverk Hafdísar og Klemma eru sem fyrr í höndum Hafdísar Mariu Matsdóttur og Jóels Sæmundssonar. Mæja og Haffi, leikin af Ing- unni Huld Sævarsdóttur og Lárusi Páli Birg- issyni, eru þeim innan handar auk þess sem Tinna táknálfur hefur bæst í hópinn. „Hún syngur sálmana sem eru í lok hvers þáttar á táknmáli en krakkarnir túlka hin lögin með tákn með tali hreyfingum, alveg eins og í fyrri seríunni,“ segir Þorleifur. - trs Alls kyns ævintýri og aldrei dauður tími Mikil eft irspurn hefur verið eft ir annarri seríu af barnaefninu Daginn í dag. Hún er nú komin út á DVD-diski. BESTU VINIR BARNANNA Hafdís og Klemmi lenda í alls konar ævintýrum í þáttunum. MYND/SKÁLHOLTSÚTGÁFAN Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber vakti upp misjöfn viðbrögð er hann mætti í smekk- buxum að hitta forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper, við formlega athöfn. Mörgum þótti ekki við hæfi að tónlistarmað- urinn mætti svona hverdagslega klæddur að hitta einn helsta ráða- mann heimalands síns en Bieber bar fyrir sig að hann væri að fara beint upp á svið eftir athöfnina. Undanfarið hefur Bieber verið að færa sig upp á skaftið í frum- legu fatavali en á amerísku tón- listarverðlaunin fyrr í mán- uðinum vakti Bieber athygli í rauðum gaddaskóm og buxum með síðu klofi. Í smekkbuxum við verðlauna- afh endingu Fyrrum heimili rithöfundarins J.K. Rowling í Edinborg í Skot- landi seldist á um 450 milljónir króna, aðeins þremur vikum eftir að það var auglýst til sölu. Rowling keypti eignina árið 1999 eftir að fyrstu Harry Potter- bækur hennar höfðu náð vinsæld- um. Hún átti eftir að bæta fjórum bókum við í safnið og voru þær skrifaðar í þessu húsi. Rowling flutti í stærra hús fyrir þrem- ur árum en síðan þá hefur þetta fyrrum heimili hennar í Skot- landi rokið upp í verði vegna hins fræga eiganda. Fyrrum heimili á 450 milljónir MISJÖFN VIÐBRÖGÐ Mörgum þótti ekki við hæfi að Justin Bieber hitti forsætisráðherra Kanada við formlega athöfn í smekkbuxum. NORDICPHOTOS/GETTY JÓLASÝNING & 5 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ MEÐ KAMERON BINK! sunnudaginn 2. desember kl. 17 í Hörpunni – salur: Norðurljós REYKJAVÍK (ÞRÓTTUR) KÓPAVOGUR (HK, DIGRANESI) GARÐABÆR (ÁSGARÐUR) HAFNARFJÖRÐUR (FH, KAPLAKRIKA) 5 ÁRA AFMÆLI! DansLið þáttanna kemur sérstaklega á vegum: FORSKRÁNING HAFIN Á VORÖNN! TRYGGÐU ÞÉR PLÁSS Á dancecenter.is dancecenter.is dancecenter@dancecenter.is 777 3658 Nánari upplýsingar fást á og á facebookgrúbbu DanceCenter RVK. Einnig er hægt að senda tölvupóst á eða hringja í síma hjá DanceCenter Reykjavík. Í tilefni af 5 ára AFMÆLI skólans verður KAMERON BINK úr vinsælu þáttunum So You Think You Can Dance?, heiðursgestur á StórGlæsilegri JÓLAsýningu skólans. Dansatriði beint úr þáttunum munu prýða sýninguna og færð á svið Hörpunnar. Júlí Heiðar, TREISÍ og Valgerður Guðna mæta í JÓLAskapi. Engin DansÁhugamanneskja ætti að láta sýninguna fram hjá sér fara! Öll miðasala fer fram hjá Hörpu í síma 528 5050, harpa.is/midasala og midasala@harpa.is DansAndi JÓLApakki sem Gleður! Kameron Bink Aðalkennari á vorönn! Veittu vinum & ættingjum innsýn inn í DansGleðina og gefðu þeim DansAndi JÓLApakka sem Gleður með því að tryggja þér eintak af JÓLAsýningunni, sýningum fyrri ára & ÁRSKORT á dancecenter.is. VORÖNNIN HEFST 14. JANÚAR!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.