Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 19
FISKUR OG RÓSMARÍN Ferskt rósmarín og lambakjöt fara einstaklega vel saman. Færri vita kannski að steiktur fiskur fær á sig mjög gott bragð sé rósmarín og hvítlaukur með á pönnunni. Það er um að gera að smakka sig áfram og breyta til í matargerðinni. TAKTU D-VÍTAMÍN D-vítamín er helst að finna í feitu fiskmeti, en fæstir borða feitan fisk í því magni sem þyrfti til að fullnægja D-vítamínþörf. Það er því gott að taka lýsi eða fá D-vítamín úr öðrum bætiefnum. MYND/ANTON Á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við nema lítinn part úr degi er nauðsynlegt að taka inn aukaforða af D-vítamíni, enda mikil- vægi þess óumdeilt. „Þekktasta virkni D- vítamíns er fyrir beinheilsu en það hefur meðal annars áhrif á upptöku líkamans á kalki. Beinkröm hjá börnum er dæmi um alvarlegar afleiðingar D-vítamínskorts og meðal fullorðinna hefur lélegur D- vítamínbúskapur verið tengdur aukinni hættu á beinþynningu,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur. Þegar útfjólublátt ljós sólar skín á húðina myndar hún D-vítamín. „Hér á landi nýtur sólar ekki við nema örlítinn part úr degi yfir vetrarmánuðina auk þess sem sólin er ekki nægjanlega hátt á lofti til þess að framleiðsla á D-vítamíni geti átt sér stað. Það verður okkur því lífsnauðsynlegt að fá D-vítamín úr fæð- unni sem við neytum. Vítamínið er helst að finna í feitu fiskmeti en fæstir borða feitan fisk í því magni sem þyrfti til að fullnægja D-vítamínþörf. Íslenskar rann- sóknir sýna fram á að yfir vetrarmán- uðina lækkar styrkur D-vítamíns í blóði, sérstaklega meðal þeirra sem ekki taka lýsi eða fá D-vítamín úr öðrum bætiefn- um. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að Íslendingar taki lýsi eða annan D-vít- amíngjafa yfir vetrarmánuðina.“ Virkni D-vítamíns er að öllum lík- indum mun umfangsmeiri en áður var talið. „Það hefur orðið sprenging á rannsóknum á D-vítamíni og gefa niður- stöður þeirra vísbendingar um að áhrif þess séu mun víðtækari en áður var talið. Vonandi fáum við skýrari svör við því í framtíðinni. Við þurfum hins vegar ekkert að bíða eftir þeim niður- stöðum til þess að taka inn D-vítamín í því magni sem ráðlagt er í dag. Ávinn- ingurinn er alltaf til staðar og ef hann er meiri en vitað er, þá er það bara bónus. Þetta er í raun eina bætiefnið sem nær- ingarfræðingar ráðleggja öllu fólki að taka.“ Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni er 10 míkrógrömm fyrir fullorðna og 15 fyrir 60 ára og eldri. „Þessir skammtar eru í endurskoðun á Norðurlöndunum og vert að fylgjast með í þeim efnum.“ ■ vidir@365.is VETRARVÍTAMÍNIÐ MIKILVÆGT BÆTIEFNI Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina þegar birtu sólar nýtur ekki við. Það er meðal annars að finna í ríkum mæli í lýsi. Stuðnin gs stöngin Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga. Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA. Yfir 500 0 noten dur á Ísland i síðan 1999 Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878 • www.praxis.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 1 –1 . Lokað Laug. Erum einnig með gott úrval af bómullar- bolum og mikið úrval að vinnufatnaði kíkið á praxis.is Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu Vatteraðir jakkar - 14.500 kr. Jól agj öfi n í ár Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Nóvembertilboð MorGUnþÁTturinn Ómar alLa vIRka dagA kl. 7 NÝTT Nuddpúði með gelhausum Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.