Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 14
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS U ndanfarnar vikur hefur Fréttablaðið sagt fréttir af þeim reglum sem gilda um varning sem ferðamenn mega taka með sér inn í landið án þess að borga af honum toll. Þessar reglur skipta neytendur heilmiklu máli, því að margir drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum og gera mun hagstæðari innkaup en hægt er að gera hér á landi. Reglurnar eru hins vegar alls ekki neytendavænar. Fyrir það fyrsta eru hámarksupphæðirnar, sem má verzla fyrir án þess að borga tolla af vörunum, fráleitlega lágar. Þær hafa ekki hækkað síðan sumarið 2008, eins og kemur fram hér í blaðinu í dag, og síðan hefur verðgildi krónunnar gagn- vart öðrum gjaldmiðlum rýrnað um hér um bil þriðjung. Hámarksverðgildi eins hlutar, sem má koma með inn í landið án þess að borga toll, er 32.500 krónur. Það dugar ekki einu sinni fyrir sæmilega vönduðum frakka eða úlpu, jafnvel þótt flíkin sé keypt í útlöndum. Tollverðir taka síðan stikkprufur til að fylgja því eftir að farið sé að reglunum. Það getur þýtt að vörur séu gerðar upptækar hjá fólki ef það er ekki með kvittun sem sýnir fram á að hluturinn hafi verið keyptur á Íslandi eða borgaðir tollar af honum. „Við ráðleggjum öllum að hafa með sér kvittanir fyrir dýrari hlutum sem þeir hafa með sér,“ sagði Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður hér í blaðinu. Þetta þýðir þá að ósköp venjuleg fjölskylda í nýlegum fatnaði og sæmilega græjuvædd þarf að hafa tugi kvittana með í ferðalagið til að fullnægja reglum tollsins: „Ertu búinn að pakka kvittanamöpp- unni, elskan?“ Það er ekkert vit í svona reglum. Ekki heldur í því fyrirkomulagi sem er viðhaft í ríkisreknu búðinni í Leifsstöð; þar eru fólki seldar tollfrjálst alls konar græjur sem kosta meira en 32.500 krónur og svo þarf það að gefa sig fram við aðra ríkisstarfsmenn aðeins utar í byggingunni til að borga af þeim toll. Sumt treysta tollararnir sér þó ekki til að gera upptækt hjá fólki. Það er til að mynda vinsælt að kaupa sér gleraugu í Leifsstöð á leiðinni til útlanda, en þegar heim er komið er ekki athugað hvort búið sé að borga toll af þeim. „Þetta er eitt af þeim málum sem erfitt er að eiga við,“ segir Kári yfirtollvörður í Fréttablaðinu í gær. „Eiga tollverðir að stöðva fólk og spyrja hvort gleraugu hafi verið keypt í ferðinni?“ Svarið við þeirri spurningu hlýtur að vera að fyrst þeir treysta sér til að taka símann af fólki, sem ekki er með kvittun fyrir honum, ættu þeir ekki að víla fyrir sér að hirða gleraugun líka. Auðvitað á bara að hætta þessu rugli í rauða hliðinu, rýmka regl- urnar og hætta að koma fram við fólk sem hefur verzlað í útlöndum eins og glæpamenn. Það er neytendum í hag, stuðlar að því að inn- lend verzlun fái hæfilega samkeppni og yrði ekki sízt til þess að tími tollvarða nýttist betur. Þeir eiga nefnilega miklu frekar að leita að vopnum og fíkniefnum en snjallsímum og úlpum. Lágmarkskrafa neytenda hlýtur að vera að fjármálaráðherrann breyti hámarksfjárhæðunum sem má verzla fyrir án þess að borga tolla, til samræmis við þróun krónunnar. Það eru í raun engin rök fyrir að gera það ekki. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is PIPA R \ TBW A SÍA 123408 Undirritaður er af þeirri kynslóð sem hefur verið talsvert í umræðunni undan- farið og finn ég mig því knúinn til að svara fyrir mig og mína. Til útskýringar þá skal ég taka mjög einfalt dæmi um þann eignabruna sem mín kynslóð hefur orðið fyrir á undan- förnum árum. Við fjölskyldan fluttum til Íslands í janúar 2007 og fjárfestum í húsnæði fyrir 22 milljónir króna sem við hjónin höfðum safnað á 15 ára tíma- bili. Fjárfesting okkar svaraði til rúm- lega helmings af kaupverði. Í júní síðast- liðnum fluttum við fjölskyldan aftur frá landinu og seldum húsnæðið í kjölfarið og viti menn, eftir að hafa greitt sam- viskusamlega af húsnæðisláninu á þessu tímabili, þá áttum við eftir rúmar þrjár milljónir króna. Þetta eru um 13 prósent af þeim krónum sem upphaflega fóru í húsnæðið. Þá má ekki gleyma því að við höfðum greitt um 9,5 milljónir af láninu á tímabilinu. Í okkar tilfelli verð ég að gera dæmið upp í þeim dönsku krónum sem við upp- haflega settum í húsnæðið og þá er útkoman mun verri eða sem samsvar- ar 94 prósenta eignabruna. Þar sem við vorum mun betur sett en margir jafn- aldrar okkar þá er alveg ljóst að margir sitja nú í yfirveðsettum eignum. Nú hafa margir af minni kynslóð að auki verð- tryggð námslán sem vaxa og dafna og gera skuldastöðuna enn verri. Til þess að þessi skuldavandi leyst- ist án sértækra aðgerða, þyrfti að koma til langt hagvaxtarskeið með hækkandi húsnæðisverði samfara afar lágri verð- bólgu. Ég finn engin gögn um að það hafi nokkurn tímann gerst í íslenskri hagsögu, enda er fasteignaverð þáttur í lánskjaravísitölu. Það er því líklegt að fleiri eiga eftir að leita til Björgvinjar eða annarra borga í leit að raunhæfu lífsviðurværi. En hvati þess sem finnur sig knúinn til að ráðast gegn þeirri kynslóð sem klárlega hefur farið einna verst út úr hruninu er með öllu óskiljanlegur. Hans er skömmin. „Sig-hvetur-til-Björgvinjar“ kynslóðin og árásin á hana SAMFÉLAGSMÁL Haukur Þór Bragason verkfræðingur ➜ Það er því líklegt að fl eiri eiga eftir að leita til Björgvinjar eða annarra borga í leit að raunhæfu lífsviðurværi. Kedem Hadarin og Kapro Fyrir þingi liggur þingsályktunartil- laga frá þingmönnum Hreyfingarinn- ar og þremur öðrum þingmönnum, um slit á stjórnmálatengslum við Ísrael og bann við innflutningi á ísraelskum vörum. Ítarleg greinar- gerð fylgir tillögunni og þar má meðal annars fá örlitla inn- sýn í þær ísraelsku vörur sem finna má í hillum íslenskra búða. Fersk ísraelsk krydd má finna í kæliborðum Bónuss, Kedem Hadarin-lárperur í öðrum verslunum og um tíma voru Coral-jarðar- ber til í nokkrum verslunum. Í BYKO má svo finna Kapro-málbönd og hallamál. Þá segir að ekki sé um tæmandi upptalningu sé að ræða, en ríkisstjórninni verði falið að vinna slíkan lista, verði tillagan samþykkt. Ekki mikil bjartsýni Þessi síðasta setning vekur hins vegar upp þá spurningu hvers vegna þarf að tína til Kapro-málböndin og Yes To-snyrtivörurnar. Verði tillagan að lögum verður ólöglegt að hafa vörurnar í hillum búða og upp- talning í greinar- gerð skiptir því litlu. Kannski flutningsmenn séu svartsýnir á samþykkt tillögunnar og vilji taka saman leiðbeiningar fyrir lesendur þingsályktunartillagna. Íhaldssemi hafnað? Tveir þátttakendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík gerðu út á íhaldssemi. Birgir Ármannsson var talsmaður borgaralegra gilda og Jakob F. Ásgeirsson barðist fyrir gömlu, góðu gildunum. Birgir stefndi á annað sætið en endaði í sjötta og Jakob vildi fimmta sætið en varð ekki á meðal tíu efstu frambjóðenda. Hefur Sjálf- stæðisflokkurinn hafnað íhaldsseminni? kolbeinn@frettabladid.is Ertu búinn að pakka kvittanamöppunni, elskan? Ruglið í rauða hliðinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.