Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 24
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi, tengdasonur og bróðir, STEFÁN BJÖRGVINSSON Engjavöllum 5A, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 22. nóvember á líknardeild Landspítalans. Útförin verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 30. nóvember klukkan 17.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Stefáns er bent á samtökin Regnbogabörn; reikningur 0140-26-50100, kt. 501002-3560. Hulda Karen Ólafsdóttir Ólafur Stefánsson Lilja Björg Eysteinsdóttir Björgvin Sigmar Stefánsson Steinunn Jóhanna Sigfúsdóttir Stefán Karl Stefánsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ólafur Karlsson Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir Sigríður Björgvinsdóttir Guðný Björgvinsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, INGI LOFTUR LOFTSSON flugvirki, Kópavogsbraut 1a, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 19. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Anna Lára Þorsteinsdóttir Katrín Ingadóttir Friðrik Hansen Loftur Þór Ingason Inga Vala Jónsdóttir Þorsteinn Ingi, Anna Lára, Ragnar, Ásta María, Hildur Kristín og barnabarnabörn. Bróðir okkar og frændi, BJÖRN BREIÐFJÖRÐ FINNBOGASON bifreiðastjóri, Þvergötu 4, Ísafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 23. nóvember. Jarðsett verður frá Ísafjarðar- kirkju laugardaginn 1. desember kl. 14.00. Kristján Finnbogason Arndís Finnbogadóttir Árni Þór Einarsson og fjölskylda aðrir aðstandendur. RODILYN CRUZ DUCUSIN Vallarási 1, Reykjavík, sem lést þann 12. nóvember á kvennadeild 21A LSH, verður jarðsungin frá Kristskirkju í Landakoti föstudaginn 30. nóvember næstkomandi klukkan 13.00. Jón Helgi Geirsson Rodolfo S. Ducusin Marilyn Cruz Ducusin Roentgen Cruz Ducusin Crace Layco Ducusin Jian Xyryl Ducusin Nygylle Roent Ducusin Ronjohn Cruz Ducusin Heiness Dulay Geir Sigurðsson Lilja Svavarsdóttir Elskulegur frændi okkar, GUÐJÓN BJARNASON frá Tjörn á Mýrum, sem lést þriðjudaginn 20. nóvember, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 13. Jarðsett verður í Brunnhólskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið á Höfn. Fyrir hönd vandamanna, Eydís Benediktsdóttir Útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDAR ÞÓRLINDSDÓTTUR (HULLA Í BAKKAGERÐI) Álftamýri 32, Reykjavík, fer fram frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 27. nóvember, kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hennar láti Rauða krossinn njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Sigdórsson Marta Katrín Sigurðardóttir Ævar Sigdórsson Una Lilja Eiríksdóttir Rúnar Arnarson Eygló Sigurjónsdóttir Ísar Guðni Arnarson Ingunn Jónsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, SIGURÐUR GUNNARS SIGURÐSSON viðskiptafræðingur, Skildinganesi 12, Reykjavík, er látinn. Helga Margrét Ketilsdóttir og fjölskylda. Okkar ástkæri ÁRNI SIGURÐARSON lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 18. nóvember. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeildina í Kópavogi. Ína Ólöf Sigurðardóttir Selma Lind og Sigurður Bjarmi Sigurður Árnason Helga Erlendsdóttir Þorgerður Sigurðardóttir Sveinbjörn Dagnýjarson Margrét Á. Sigurðardóttir Ólafur Sigurjónsson Sigurður O. Sigurðarson Hulda Long Sigurður Sigurðsson Svala Sigurgarðarsdóttir Stefán, Jagoda, Bjarmi og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi. BOLLI A. ÓLAFSSON, húsgagnasmíðameistari frá Valhöll Patreksfirði, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, andaðist þriðjudaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Hildur Bolladóttir Ófeigur Björnsson Gunnar Bollason Svala Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYRÚN SNÓT EGGERTSDÓTTIR Hólsvegi 16, Reykjavík, lést þriðjudaginn 13. nóvember á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eggert Ólafur Antonsson Sigríður Þorsteinsdóttir Aldís Antonsdóttir Sævar Þór Konráðsson Arnfinnur Antonsson Sigurbjörg Guðmundsdóttir Anna Antonsdóttir Björn Geir Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR JÓN GUÐMUNDSSON frá Grænhól á Barðaströnd, Hlíðarvegi 74 í Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 14. Jarðsett verður í Höfnum. Linda Björk Halldórsdóttir Ásta Sóley Hjálmarsdóttir Íris Gyða Hjálmarsdóttir Guðmundur Sigurjón Hjálmarsson Stefán Bjartur Stefánsson Helga Sonja Hafdísardóttir Eva Dís Jósefsdóttir Inga Rut Jósefsdóttir tengdabörn, barnabörn og langafabarn. Háskólakórinn var stofnaður árið 1972 og fagnar því fertugsafmæli á þessu ári. Af því tilefni er efnt til afmæl- istónleika í Langholtskirkju í kvöld klukkan átta og líkt og undanfarin ár kemur Sinfóníuhljómsveit unga fólks- ins fram með kórnum. Gunnsteinn Ólafsson, stjórnandi kórsins, segir fyrrum félaga sérstaklega hvatta til að mæta á tónleika kvöldsins. „Við viljum endilega að þeir mæti sem flestir klukkan sjö, æfi með okkur lagið Land, þjóð og tunga og syngi með okkur í því lagi,“ segir Gunnsteinn sem sjálfur samdi lagið við ljóð Snorra Hjartarsonar. Auk þessa lags verður frumflutt á tónleik- unum nýtt verk eftir Þóru Marteins- dóttur, Kvöldlokka, sem hún samdi í tilefni afmælisins. Þá verður leikinn orgelkonsert eftir Poulenc og flutt messa í As-dúr eftir Franz Schubert. Einleikari á orgel er Guðný Einars- dóttir en einsöngvarar eru Helga Mar- grét Marzellíusardóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Hlöðver Sigurðsson og Jóhann Kristinsson. Þess má geta að prógrammið var líka flutt á sunnu- dagskvöld. Um sextíu manns eru í Háskólakórn- um og segir Gunnsteinn: „Kórfélagarn- ir koma úr öllum deildum háskólans og stór hluti, nú 15 af 60, eru erlend- ir háskólanemar. Við tökum inn nýja félaga í upphafi haust- og vormisser- is og eðli málsins samkvæmt er tals- vert mikil endurnýjun í kórnum. Það er mikil áskorun og krefst þess að við æfum mikið.“ Auk afmælistónleikanna heldur kórinn í hringferð um landið í tilefni afmælisins. „Við ætlum að fagna með stæl og syngja víða um land í vor,“ segir Gunnsteinn að lokum. sigridur@frettabladid.is Gamlir félagar syngi með Háskólakórinn fagnar fertugsafmæli með tónleikum í Langholtskirkju í kvöld. Fyrrum kórfélagar eru hvattir til að mæta áður en tónleikarnir hefj ast og æfa lag með kórnum. AFMÆLIÐ UNDIRBÚIÐ Háskólakórinn æfir í Neskirkju og þar var myndin tekin í síðustu viku við undirbúning tónleikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.