Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 6
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Allt frá fjöru til fjalla lÍs en kus Faxafeni 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is Nýtt kerfi Vínbúðanna um staðbundna eftirspurn var tekið í gagnið í lok sumars eftir að fyrra kerfi um nærsvæði var fellt úr reglugerð. Ekki er hins vegar kveðið á um nýja kerfið í reglugerð auk þess sem engar upplýsingar er um það að hafa á vefsíðu Vínbúðanna. Þetta finnst Sigurði Bernhöft, framkvæmdastjóra heildverslunarinnar HOB-vína, undarlegt. „Þegar við erum að tala um opinbert fyrirtæki, eins og ÁTVR, sem stundar verslun í skjóli einkasölu þá verða reglur um það að vera skýrar. Það er lágmarks- krafa að vinnureglur fyrirtækisins séu opinberar og raunar myndi maður halda að ráðherra þyrfti að undirrita reglur sem þessar þar sem í 11. grein laga um verslun með áfengi og tóbak segir að ráðherra setji reglugerð um vöruval og innkaup ÁTVR á áfengi,“ segir Sigurður og bætir við: „Þetta kerfi var sett á fót eftir að ESA komst að þeirri niðurstöðu að nærsvæðis- kerfið væri brot á EES-samningnum. Ég hef hins vegar aldrei séð neitt um kerfið annað en glærukynningu sem birt var á birgjafundi sem ég sat ekki.“ Sigrún Ósk hjá ÁTVR segir hins vegar að ekki hafi þurft breytingu á reglugerð til að útfæra nýja kerfið. VEISTU SVARIÐ? 1. Hversu hátt hlutfall íslenskra ung- linga hefur aldrei prófað vímugjafa? 2. Hver hefur verið valinn til að spila á trommur í hljómsveit Jóns Jóns- sonar? 3. Hvaða lið vann Lengjubikarinn í körfubolta um helgina? SVÖR: 1. 40% 2. Andri Bjartur Jakobsson 3. Tindastóll SAMGÖNGUR Verð á kortum og afsláttarfargjöldum í Strætó mun hækka þann 1. desember næst- komandi. Staðgreiðslufargjald fyrir stakan miða helst þó óbreytt í 350 krónum. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó BS að þrátt fyrir hækk- unina sé framlag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu enn mun hærra en algengt sé í nágranna- löndunum. Farþegum Strætó hefur fjölgað tölu- vert síðustu miss- eri og var þjónust- an aukin verulega í ágúst síðastliðnum. Fram kemur í til- kynningunni að fjölg- unin sé mest á annatímum að morgni og síðdegis, en þjónustutími vagnanna er nú lengri en áður og vögn- um hefur verið fjölgað í takt við það. Eftir þessa verðbreytingu munu farþegar greiða um 25 prósent af kostnaði hverrar ferðar. Hækkun- in var samþykkt á stjórnarfundi Strætó þann 26. október síðastlið- inn. - sv Strætó tilkynnir væntanlegar hækkanir á gjaldskrá sem taka gildi 1. desember: Dýrara að ferðast um í Strætó Eftir 1. des Áður Hækkun í kr. Græna kortið (1 mán.) 9.300 kr. 7.700 kr. 1.600 kr. Rauða kortið (3 mán.) 21.000 kr. 17.500 kr. 3.500 kr. Bláa kortið (9 mán.) 49.900 kr. 42.500 kr. 7.400 kr. 12-18 ára (20 ferðir) 2.500 kr. 2.300 kr. 200 kr. Aldraðir og öryrkjar (20 ferðir) 2.300 kr. 2.100 kr. 200 kr. 6-11 ára (20 ferðir) 1.100 kr. 900 kr. 200 kr. Kort í einn dag 900 kr. 800 kr. 100 kr. Kort í þrjá daga 2.200 kr. 2.000 kr. 200 kr. Kort (fullorðnir) á 3.000 kr. 9 ferðir 10 ferðir 1 ferð Breytingar á gjaldskrá Strætó BS ORKUMÁL Landsvirkjun mun í næsta mánuði reisa tvær vindmyllur í nágrenni við Búr- fellsvirkjun, á svæði er kallast Hafið. Myll- urnar voru hífðar upp á vörubíla á leið aust- ur fyrir fjall í gær. Myllurnar eru hluti af tilraunaverkefni Landsvirkjunar um vindorkunýtingu á Íslandi. Hörður Arnarson forstjóri segir í til- kynningu frá Landsvirkjun að rannsóknir á vindorku séu hluti af stefnu fyrirtækisins varðandi „skilvirka orkuvinnslu og framþró- un“. „Litið til framtíðar gæti vindorka orðið þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar, ásamt vatnsafli og jarðvarma,“ segir Hörður. Myllurnar eru framleiddar af þýska fyrirtækinu Enercon. Þær eru 55 metr- ar á hæð og spaðar þeirra eru 22 metrar á lengd. Stefnt er að því að þær verði til- búnar til rekstrar í janúar en samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er um 5,4 gíga- vattstundir á ári. Staðsetningin er valin með það að sjón- armiði að í Hafinu liggur strengur þar sem meðalvindur er mjög hár, um tólf metrar á sekúndu í 45 metra hæð, auk þess sem þar er lítil hætta á ísingu og lítið fuglalíf. Þá er stutt í þjónustu af svæðinu og rými fyrir stærri vindorkugarð í fram- tíðinni. - þj Landsvirkjun reisir tvær stórar vindmyllur hjá Búrfelli sem gætu orðið þriðja stoð fyrirtækisins: Fluttu tvær risavindmyllur austur fyrir fjall KOMNAR Í HÖFN Vindmyllurnar voru í gær hífðar frá borði á flutningabíla sem flytja þær austur á Búrfell. Uppsettar teygja spaðar þeirra sig í allt að 77 metra hæð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Hanna Birna Krist- jánsdóttir, sem vann yfirburða- kosningu í fyrsta sætið hjá sjá lfstæðismönnum í Reykjavík, útilokar for- mannsframboð gegn Bjarna Benediktssyni á næsta landsfundi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hanna Birna fékk 74 prósent gildra atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu á laugardag og mun leiða lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Í fréttum Stöðvar 2 sagðist Hanna Birna ekki ætla í formanns- framboð á næsta landsfundi en útilokar þó ekki að gera það síðar. Hún útlokar þó ekki framboð til varaformanns. Spurð um afstöðu út í aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið sagði Hanna Birna. „Ég tel að við eigum að slíta þessum viðræðum en ég er líka sam- mála ályktun landsfundar um að það eigi að bera það undir þjóðina og við munum una þeirri niður- stöðu.“ Hanna Birna vill slíta viðræðum við ESB: Ætlar ekki í Bjarna HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Hún útilokar ekki fram- boð til varaformanns á næsta landsfundi. STJÓRNSÝSLA Nýtt vöruvalskerfi hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR), á að tryggja fjölbreyttara vöruúrval í vínbúðum landsins. Með nýja kerfinu geta vínbúðir boðið upp á 20 sérstakar vörur til að mæta staðbundinni eftirspurn í nágrenni hverrar og einnar. „Þetta gefur okkur tækifæri á meiri sveigjanleika. Skýrasta dæmið eru vörur sem verða skyndi- lega vinsælar eins og til dæmis nýir íslenskir bjórar. Við höfum ekki haft neitt kerfi til að mæta þeirri eftir- spurn almennilega fyrr en nú,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðar- forstjóri ÁTVR. Samkvæmt reglugerð um vöruval í Vínbúðunum er þeim skipt í þrjá flokka: minni vínbúðir, svæðisbúðir og stærri vínbúðir. Vöruúrval ræðst svo af stærðarflokki vínbúðanna. Í gegnum svokallaðan sérflokk vara hafa einstakar vínbúðir getað tekið inn óhefðbundnar vörur til tímabundinnar sölu. Þar til í sumar gátu einstakar vínbúðir sömuleiðis boðið upp á vörur sem framleidd- ar voru í nágrenni þeirra í gegnum reglu um svokölluð nærsvæði. Eftir- litsstofnun EFTA (ESA) gerði hins vegar nýverið athugasemd við nær- svæðiskerfið á þeim forsendum að í því væri fólgin mismunun og var það fellt úr reglugerð í kjölfarið. „Nýja kerfið um staðbundna eftir- spurn var sett á fót eftir að athuga- semdin kom frá ESA en það var ekki hugsað sem einhver krókur á móti bragði. Í nýja kerfinu er hægt að velja allar vörur, innlendar sem erlendar, svo það er engin mismun- un fólgin í því,“ segir Sigrún og bætir við að einstakar búðir þurfi að sækja um að fá vörur í gegnum nýja kerfið. Að tveimur mánuðum liðnum er skoðað hvort næg eftirspurn sé eftir henni, ef svo reynist ekki vera er hún tekin út. magnusl@frettabladid.is Nýtt kerfi tryggir meira úrval í ÁTVR ÁTVR hefur tekið í notkun nýtt vöruvalskerfi sem gerir einstökum vínbúðum kleift að mæta staðbundinni eftirspurn viðskiptavina sinna. Ekki er hins vegar minnst á kerfið í reglugerð um vöruval í Vínbúðunum sem hefur vakið furðu heildsala. SIGRÚN ÓSK SIGURÐARDÓTTIR ÁTVR Í gegnum nýtt vöruvalskerfi geta einstakar vínbúðir boðið upp á fjölbreyttari vörur en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gagnrýnir leynd yfir nýja kerfinu SIGURÐUR BERNHÖFT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.